Forsetinn segir Íslendinga ekki lengur grínast með hlýnun jarðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. mars 2018 09:00 Guðni Th. Jóhannesson var þáttakandi í World Ocean Summit í Mexíkó um helgina. Vísir/AFP Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar séu hættir að grínast með hlýnun jarðar. Afleiðingar hennar séu alvarlegar og segir Guðni að Íslendingar þurfi að glíma við þær, rétt eins og aðrar þjóðir.„Það er algengur brandari á Íslandi að segja að það sé svo kalt og vindasamt á þessari regnbörðu eyju að hlýnun jarðar sé eitthvað sem væri velkomið, en það er ekki fyndið lengur,“ sagði Guðni í Mexíkó þar sem hann var staddur á World Ocean Summit ráðstefnunni enfréttatofa Reuters var á staðnum.Ráðstefnan er haldin á vegum tímaritsins The Economist en hana sækja þjóðarleiðtogar, forystumenn alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja og sérfræðingar um málefni hafsins.Vakti Guðni athygli á því að hækkandi hitastig sjávar í grennd við Norðurpólinn væri skaðleg þróun fyrir líffræðilega fjölbreytni og fiskistofna, auk þess sem að súrnun sjávar væri alvarlegt vandamál fyrir norðlægari ríki heimsins.Guðni hitti einnig Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, og skiptust þeir á landsliðstreyjum.Vísir/AFP„Loftslagsbreytingar hafa áhrif á okkur öll um allan heim en það er glögglega hægt að sjá áhrif þeirra á Norðurslóðum. Ísbreiðan í kringum Norðurpólinn bráðnar hratt og sjórinn fer hlýnandi.“Því hefur stundum verið fleygt fram að hlýnun jarðar skapi tækifæri fyrir Ísland og í máli Guðna kom fram að ekki væri hægt að neita því að ef siglingaleiðir á Norðurslóðum myndu opnast gæti Ísland síðar orðið miðstöð skipaumferðar á þeim slóðum.Gaf ekki upp eigin afstöðu til hvalveiðaGuðni sagði einnig að rekja mætti það að makríll hefur í auknum mæli fundist við strendur Íslands til hækkandi hitastigs sjávar, en að sama skapi væri líklegt að þorskurinn myndi flytja sig norðar. Væri þetta dæmi um hvernig ríki heims þyrftu að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.Sagði Guðni að eftir því sem fiskistofnar færi sig til væri mikilvægt fyrir nágrannaríki að ná samkomulagi um veiðar og minntist hann á deilur Íslendinga við Norðmenn og Færeyinga í tengslum við veiðar á makríl.Guðni ræddi einnig um hvalveiðar Íslendinga og sagði hann það liggja fyrir að þær veiðar væru sjálfbærar og langt frá því að ógna framtíð hvalastofna. Neitaði hann reyndar að gefa upp eigin afstöðu til hvalveiða en íslensk stjórnvöld hafa lengi verið gagnrýnd fyrir að heimila hvalveiðar við strendur Íslands. Forseti Íslands Loftslagsmál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að Íslendingar séu hættir að grínast með hlýnun jarðar. Afleiðingar hennar séu alvarlegar og segir Guðni að Íslendingar þurfi að glíma við þær, rétt eins og aðrar þjóðir.„Það er algengur brandari á Íslandi að segja að það sé svo kalt og vindasamt á þessari regnbörðu eyju að hlýnun jarðar sé eitthvað sem væri velkomið, en það er ekki fyndið lengur,“ sagði Guðni í Mexíkó þar sem hann var staddur á World Ocean Summit ráðstefnunni enfréttatofa Reuters var á staðnum.Ráðstefnan er haldin á vegum tímaritsins The Economist en hana sækja þjóðarleiðtogar, forystumenn alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja og sérfræðingar um málefni hafsins.Vakti Guðni athygli á því að hækkandi hitastig sjávar í grennd við Norðurpólinn væri skaðleg þróun fyrir líffræðilega fjölbreytni og fiskistofna, auk þess sem að súrnun sjávar væri alvarlegt vandamál fyrir norðlægari ríki heimsins.Guðni hitti einnig Enrique Pena Nieto, forseta Mexíkó, og skiptust þeir á landsliðstreyjum.Vísir/AFP„Loftslagsbreytingar hafa áhrif á okkur öll um allan heim en það er glögglega hægt að sjá áhrif þeirra á Norðurslóðum. Ísbreiðan í kringum Norðurpólinn bráðnar hratt og sjórinn fer hlýnandi.“Því hefur stundum verið fleygt fram að hlýnun jarðar skapi tækifæri fyrir Ísland og í máli Guðna kom fram að ekki væri hægt að neita því að ef siglingaleiðir á Norðurslóðum myndu opnast gæti Ísland síðar orðið miðstöð skipaumferðar á þeim slóðum.Gaf ekki upp eigin afstöðu til hvalveiðaGuðni sagði einnig að rekja mætti það að makríll hefur í auknum mæli fundist við strendur Íslands til hækkandi hitastigs sjávar, en að sama skapi væri líklegt að þorskurinn myndi flytja sig norðar. Væri þetta dæmi um hvernig ríki heims þyrftu að aðlaga sig að breyttum aðstæðum.Sagði Guðni að eftir því sem fiskistofnar færi sig til væri mikilvægt fyrir nágrannaríki að ná samkomulagi um veiðar og minntist hann á deilur Íslendinga við Norðmenn og Færeyinga í tengslum við veiðar á makríl.Guðni ræddi einnig um hvalveiðar Íslendinga og sagði hann það liggja fyrir að þær veiðar væru sjálfbærar og langt frá því að ógna framtíð hvalastofna. Neitaði hann reyndar að gefa upp eigin afstöðu til hvalveiða en íslensk stjórnvöld hafa lengi verið gagnrýnd fyrir að heimila hvalveiðar við strendur Íslands.
Forseti Íslands Loftslagsmál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira