Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. mars 2018 21:15 Morten segir ekki viðeigandi að ákvörðun um umskurð sé tekin af öðrum en einstaklingnum sjálfum, þaðan af ungum börnum sem ekki geti tjáð sig. Vísir/Getty Danskur prófessor segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra en þeirra sjálfra, þegar þeir geti tekið ákvörðun um slíka aðgerð. Hann segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. Ty Erickson, bandarískur kvensjúkdómalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að umskurður drengja væri ekki eins sársaukafullur eins og af er látið og að slík aðgerð væri góð af heilsufarsástæðum til frambúðar. „Það er tíföld lækkun reðurkrabbameinstilfella og það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga og það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma,“ sagði hann meðal annars í viðtalinu. Árið 2012 lagði barnalæknafélagið í Bandaríkjunum það til að umskurður drengja yrði greiddur af honum opinbera og yrði þar með hluti af heilbrigðiskerfinu. Því mótmæltu fjörutíu læknar í Vestur-Evrópu, með dr. Morten Frisch, danskan prófessor í faraldsfræðum kynsjúkdóma, í fararbroddi, í fræðigrein þar sem fullyrðingar læknasamfélagsins í Bandaríkjunum voru meðal annars hraktar og segir Morten ákvörðun um umskurð ungra drengja meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega.Byggðar á getgátum „Læknisfræðileg rök fyrir því að umskera heilbrigt barn eru afar illa rökstudd í læknisfræðilegum ritum. Staðhæfingar þess efnis að umskurður barns dragi úr líkum á því að það fái hina ýmsu sjúkdóma í framtíðinni eru að mestu leyti byggðar á getgátum. Eina þekkta meinið sem vitað er að unnt sé að hindra að börn fái er þvagfærasýking í æsku. Allar aðrar fullyrðingar talsmanna umskurðar, svo sem minnkandi áhætta á HIV-smiti eða kynsjúkdómum og reðurkrabbamein síðar meir, eru allt sjúkdómar sem fólk fær á fullorðinsaldri,“ sagði Morten í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Morten segir ekki viðeigandi að ákvörðun um umskurð sé tekin af öðrum en einstaklingnum sjálfum, þaðan af ungum börnum sem ekki geti tjáð sig. „Fólk getur tekið ákvörðunina sjálft þegar það vex úr grasi ef það hefur trú á þessum rökum. Ekki skiptir máli hvort færa megi einhver heilsufarsleg rök fyrir umskurði. Færa má rök fyrir því að njóta megi kosta umskurðar með aðgerðum sem kalla á mun minna inngrip.“ Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Danskur prófessor segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra en þeirra sjálfra, þegar þeir geti tekið ákvörðun um slíka aðgerð. Hann segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. Ty Erickson, bandarískur kvensjúkdómalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að umskurður drengja væri ekki eins sársaukafullur eins og af er látið og að slík aðgerð væri góð af heilsufarsástæðum til frambúðar. „Það er tíföld lækkun reðurkrabbameinstilfella og það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga og það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma,“ sagði hann meðal annars í viðtalinu. Árið 2012 lagði barnalæknafélagið í Bandaríkjunum það til að umskurður drengja yrði greiddur af honum opinbera og yrði þar með hluti af heilbrigðiskerfinu. Því mótmæltu fjörutíu læknar í Vestur-Evrópu, með dr. Morten Frisch, danskan prófessor í faraldsfræðum kynsjúkdóma, í fararbroddi, í fræðigrein þar sem fullyrðingar læknasamfélagsins í Bandaríkjunum voru meðal annars hraktar og segir Morten ákvörðun um umskurð ungra drengja meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega.Byggðar á getgátum „Læknisfræðileg rök fyrir því að umskera heilbrigt barn eru afar illa rökstudd í læknisfræðilegum ritum. Staðhæfingar þess efnis að umskurður barns dragi úr líkum á því að það fái hina ýmsu sjúkdóma í framtíðinni eru að mestu leyti byggðar á getgátum. Eina þekkta meinið sem vitað er að unnt sé að hindra að börn fái er þvagfærasýking í æsku. Allar aðrar fullyrðingar talsmanna umskurðar, svo sem minnkandi áhætta á HIV-smiti eða kynsjúkdómum og reðurkrabbamein síðar meir, eru allt sjúkdómar sem fólk fær á fullorðinsaldri,“ sagði Morten í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Morten segir ekki viðeigandi að ákvörðun um umskurð sé tekin af öðrum en einstaklingnum sjálfum, þaðan af ungum börnum sem ekki geti tjáð sig. „Fólk getur tekið ákvörðunina sjálft þegar það vex úr grasi ef það hefur trú á þessum rökum. Ekki skiptir máli hvort færa megi einhver heilsufarsleg rök fyrir umskurði. Færa má rök fyrir því að njóta megi kosta umskurðar með aðgerðum sem kalla á mun minna inngrip.“
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30