Þjóðarskömm Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. mars 2018 06:00 Heilbrigðiseftirlitið sendi á fimmtudag frá sér viðvörun vegna magns svifryks í lofti í Reykjavík. Fólki sem er viðkvæmt í öndunarfærum og börnum var ráðlagt að forðast útivist í nágrenni umferðaræða. Þessi síðari setning er um margt lýsandi fyrir umferðarborgina Reykjavík. Lausnin við mengunarvandanum er ekki að hvetja fólk til taka almenningssamgöngur eða til að sameinast um bílferðir heldur eiga gangandi vegfarendur og börn að víkja. Forsvarsmenn Vesturbæjarskóla tóku heilbrigðisyfirvöld á orðinu og héldu börnunum inni. Til að gæta fullrar sanngirni, sá eftirlitið nú að sér og sendi frá sér skilaboð um að vitaskuld væri heillavænlegast ef ökumenn legðu einkabílnum meðan mesta mengunin gengi yfir. Auðvitað er það mergurinn málsins. Það getur varla gengið upp að börn og gangandi eigi að mæta afgangi svo fólk geti ferðast eitt í sínum einkabíl. Það gengur heldur ekki upp að í Reykjavík og nágrenni, með sína tvö hundruð þúsund íbúa, mælist meira svifryk í lofti en í margfalt stærri iðnaðarborgum annars staðar í heiminum. Augljóst er að eitthvað þarf að gera í málinu. Það varðar ekki bara eldri kynslóðir sem vanar eru að geta farið allra sinna ferða á sínum einkabíl, heldur ekki síður yngri kynslóðir sem erfa munu borgina. Mengunin er ekki einkamál bílstjóra, og vandamálið fer einungis vaxandi ef ekkert er að gert. Heilsa næstu kynslóða hlýtur að skipta meira máli en bílar. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, telur að stjórnmálamenn skorti hugrekki til að taka á málinu. Það er auðvitað hárrétt. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að hér séu boðlegar samgöngur. Þeir eiga líka að hafa kjark til að hvetja fólk og fyrirtæki til að skilja bílana eftir heima, og nýta hverja ferð betur en nú er gert. Jafnvel þótt slíkt kunni að vera óvinsælt. Fólki er hins vegar að einhverju leyti vorkunn. Almenningssamgöngur í Reykjavík eru ekki nógu góður kostur fyrir alla höfuðborgarbúa. Vonandi stendur það til bóta með einhverri útgáfu af Borgarlínu. Lýðskrum um fríar strætóferðir er ekki lausnin. Þjónustuna þarf að bæta og nýtingin ætti að fylgja í kjölfarið. Sömuleiðis þarf að ræða það af alvöru að banna nagladekk sem valda miklu um svifryksmengunina. Síðast en ekki síst þarf að dreifa áfangastöðum betur um borgina. Þar myndi strax muna miklu ef stærsti vinnustaður landsins, Landspítalinn, flyttist í austurborgina. Til dæmis að Keldum. Lýst er eftir alvöru lausnum á samgönguvandanum, og þeirri þjóðarskömm sem svifryksmengunin er. Stórborgir eins og London og Tókýó hafa tekið til í eigin garði og dregið stórlega úr mengun, meðal annars með því að draga úr bílaumferð. Smáborg eins og Reykjavík ætti að geta gripið í taumana. Vilji og leiðtogahæfileikar er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið sendi á fimmtudag frá sér viðvörun vegna magns svifryks í lofti í Reykjavík. Fólki sem er viðkvæmt í öndunarfærum og börnum var ráðlagt að forðast útivist í nágrenni umferðaræða. Þessi síðari setning er um margt lýsandi fyrir umferðarborgina Reykjavík. Lausnin við mengunarvandanum er ekki að hvetja fólk til taka almenningssamgöngur eða til að sameinast um bílferðir heldur eiga gangandi vegfarendur og börn að víkja. Forsvarsmenn Vesturbæjarskóla tóku heilbrigðisyfirvöld á orðinu og héldu börnunum inni. Til að gæta fullrar sanngirni, sá eftirlitið nú að sér og sendi frá sér skilaboð um að vitaskuld væri heillavænlegast ef ökumenn legðu einkabílnum meðan mesta mengunin gengi yfir. Auðvitað er það mergurinn málsins. Það getur varla gengið upp að börn og gangandi eigi að mæta afgangi svo fólk geti ferðast eitt í sínum einkabíl. Það gengur heldur ekki upp að í Reykjavík og nágrenni, með sína tvö hundruð þúsund íbúa, mælist meira svifryk í lofti en í margfalt stærri iðnaðarborgum annars staðar í heiminum. Augljóst er að eitthvað þarf að gera í málinu. Það varðar ekki bara eldri kynslóðir sem vanar eru að geta farið allra sinna ferða á sínum einkabíl, heldur ekki síður yngri kynslóðir sem erfa munu borgina. Mengunin er ekki einkamál bílstjóra, og vandamálið fer einungis vaxandi ef ekkert er að gert. Heilsa næstu kynslóða hlýtur að skipta meira máli en bílar. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, telur að stjórnmálamenn skorti hugrekki til að taka á málinu. Það er auðvitað hárrétt. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að hér séu boðlegar samgöngur. Þeir eiga líka að hafa kjark til að hvetja fólk og fyrirtæki til að skilja bílana eftir heima, og nýta hverja ferð betur en nú er gert. Jafnvel þótt slíkt kunni að vera óvinsælt. Fólki er hins vegar að einhverju leyti vorkunn. Almenningssamgöngur í Reykjavík eru ekki nógu góður kostur fyrir alla höfuðborgarbúa. Vonandi stendur það til bóta með einhverri útgáfu af Borgarlínu. Lýðskrum um fríar strætóferðir er ekki lausnin. Þjónustuna þarf að bæta og nýtingin ætti að fylgja í kjölfarið. Sömuleiðis þarf að ræða það af alvöru að banna nagladekk sem valda miklu um svifryksmengunina. Síðast en ekki síst þarf að dreifa áfangastöðum betur um borgina. Þar myndi strax muna miklu ef stærsti vinnustaður landsins, Landspítalinn, flyttist í austurborgina. Til dæmis að Keldum. Lýst er eftir alvöru lausnum á samgönguvandanum, og þeirri þjóðarskömm sem svifryksmengunin er. Stórborgir eins og London og Tókýó hafa tekið til í eigin garði og dregið stórlega úr mengun, meðal annars með því að draga úr bílaumferð. Smáborg eins og Reykjavík ætti að geta gripið í taumana. Vilji og leiðtogahæfileikar er allt sem þarf.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun