Ekki hrifin af gulu og notar frekar pastelliti, greinar, egg og blóm Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2018 13:00 Soffía Dögg Garðarsdóttir. „Páskarnir eru svo yndislegur tími, þeir bera með sér fyrirheit um sumarið og bjartari daga,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir fagurkeri og stjórnandi bloggsíðunnar Skreytum hús og sér einnig um samnefndan Facebook hóp. „Þetta er langt frí, sem er samt svo laust við „kvaðir og skyldur“ sem fylgja til dæmis jólunum. Þetta er eiginlega bara svona: „endilega reyndu að hafa það kósý-frí“ með „dash“ af óhófi í súkkulaðiáti,“ segir Soffía um páskana sína. Á Snapchat (soffiadogg) hefur Soffía sýnt fólki sniðugar lausnir þegar kemur að páskaskreytingum, en heimili hennar er alltaf einstaklega fallegt.Skreytum hús„Eins og ég hef áður sagt, þá er ég hætt að tala um eiginlegt páskaskraut – og kýs fremur að líta á þetta sem vorskraut. Enda eru þetta egg og annað slíkt í pastellitum, og það er víst kjörið til þess að bera oss yfir þessa seinustu vikur vetrarins.“ Síðan eru það nátturulega blómin, bæði afskorin og öll laukblómin, þau koma svo sannarlega með vorið með sér að mati Soffíu. „Ég fór til dæmis í Blómaval og fékk mér dásamlegar asíusóleyjar sem eru á borðstofuborðinu og kirsuberjagreinar sem standa á eyjunni, sem er hrein dásemd í vasa. Líka afskornar hyasintur.Ég er ekki mjög hrifin af gulum, eða almennt sterkum litum, hér innanhús og tek því frekar pastellitina og tek náttúruna inn í formi greina, eggja og auðvitað blóma - þannig eru mínir páskar.“Skreytum húsSoffía er einnig mjög hrifin af því að föndra sjálf egg og hefur gert mikið af því. „Til dæmis tók ég greinar og gerði nokkurs konar hreiður og setti svo bara rósavönd í hreiðrið. Svo finnst mér alltaf gaman að nota það sem ég á fyrir, gamalt kökuform fær nýjan tilgang - sykurkar verður að kertastjaka og þess háttar. En ef ég vil fá mér eitthvað sætt þá kíki ég í Rúmfatalagerinn, Blómaval og í Litlu Garðbúðina sem er flutt á Selfoss.“ Þegar kemur að því að leggja á borð þá finnst Soffíu gaman að blanda saman mismunandi servéttum og líka diskum. „Það eykur á fjölbreytnina við borðið. Nota glös fyrir egg og bara leika mér með þetta. Ég á líka æðislegar páskalöber frá Jónsdóttir & co, sem stendur á gleðilega páska og mér finnst hann alveg ómissandi um páskana.“Nokkrar hugmyndir Soffíu frá Skreytum hús síðunni má finna í albúminu hér að neðan. Föndur Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
„Páskarnir eru svo yndislegur tími, þeir bera með sér fyrirheit um sumarið og bjartari daga,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir fagurkeri og stjórnandi bloggsíðunnar Skreytum hús og sér einnig um samnefndan Facebook hóp. „Þetta er langt frí, sem er samt svo laust við „kvaðir og skyldur“ sem fylgja til dæmis jólunum. Þetta er eiginlega bara svona: „endilega reyndu að hafa það kósý-frí“ með „dash“ af óhófi í súkkulaðiáti,“ segir Soffía um páskana sína. Á Snapchat (soffiadogg) hefur Soffía sýnt fólki sniðugar lausnir þegar kemur að páskaskreytingum, en heimili hennar er alltaf einstaklega fallegt.Skreytum hús„Eins og ég hef áður sagt, þá er ég hætt að tala um eiginlegt páskaskraut – og kýs fremur að líta á þetta sem vorskraut. Enda eru þetta egg og annað slíkt í pastellitum, og það er víst kjörið til þess að bera oss yfir þessa seinustu vikur vetrarins.“ Síðan eru það nátturulega blómin, bæði afskorin og öll laukblómin, þau koma svo sannarlega með vorið með sér að mati Soffíu. „Ég fór til dæmis í Blómaval og fékk mér dásamlegar asíusóleyjar sem eru á borðstofuborðinu og kirsuberjagreinar sem standa á eyjunni, sem er hrein dásemd í vasa. Líka afskornar hyasintur.Ég er ekki mjög hrifin af gulum, eða almennt sterkum litum, hér innanhús og tek því frekar pastellitina og tek náttúruna inn í formi greina, eggja og auðvitað blóma - þannig eru mínir páskar.“Skreytum húsSoffía er einnig mjög hrifin af því að föndra sjálf egg og hefur gert mikið af því. „Til dæmis tók ég greinar og gerði nokkurs konar hreiður og setti svo bara rósavönd í hreiðrið. Svo finnst mér alltaf gaman að nota það sem ég á fyrir, gamalt kökuform fær nýjan tilgang - sykurkar verður að kertastjaka og þess háttar. En ef ég vil fá mér eitthvað sætt þá kíki ég í Rúmfatalagerinn, Blómaval og í Litlu Garðbúðina sem er flutt á Selfoss.“ Þegar kemur að því að leggja á borð þá finnst Soffíu gaman að blanda saman mismunandi servéttum og líka diskum. „Það eykur á fjölbreytnina við borðið. Nota glös fyrir egg og bara leika mér með þetta. Ég á líka æðislegar páskalöber frá Jónsdóttir & co, sem stendur á gleðilega páska og mér finnst hann alveg ómissandi um páskana.“Nokkrar hugmyndir Soffíu frá Skreytum hús síðunni má finna í albúminu hér að neðan.
Föndur Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira