Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 15:06 Samband Trump og Clifford á að hafa átt sér stað árið 2006. Þá var Trump tiltölulega nýgiftur núverandi eiginkonu sinni. Vísir/AFP Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford hefur lagt fram kröfu um að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri vitni um fullyrðingar hennar um að þau hafi átt í kynferðislegu sambandi og hvort hann hafi vitað af samkomulagi sem átti að tryggja að hún þegði um það. Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að losna undan þagmælskusamningi sem Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Cohen segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa og að hvorki Trump né framboð hans hafi greitt honum á móti. Auk þess að falast eftir skýrslu af Trump vill Michael Avenatti, lögmaður Clifford, að Cohen beri vitni. Þær skýrslutökur færu fram á bak við luktar dyr en ljúgi menn í þeim geta þeir átt yfir höfði sér ákæru fyrir meinsæri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Trump hefur þvertekið fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Avenatti segir að tilgangurinn sé að komast að því hvort að Trump hafi veitt samkomulaginu blessun sína. Clifford telur sig lausa mála vegna þess að Trump skrifaði aldrei undir samkomulagið. Lögmenn Trump hafa hins vegar krafið hana um tuttugu milljónir dollara í sektir fyrir að brjóta gegn því. Greiðsla Cohen til Clifford er jafnvel talin hafa strítt gegn bandarískum kosningalögum. Í henni hafi í raun falist framlag til forsetaframboðs Trump sem hafi ekki verið gefið upp opinberlega og sé langt yfir lögbundnu hámarki um slík framlög. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford hefur lagt fram kröfu um að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri vitni um fullyrðingar hennar um að þau hafi átt í kynferðislegu sambandi og hvort hann hafi vitað af samkomulagi sem átti að tryggja að hún þegði um það. Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að losna undan þagmælskusamningi sem Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Cohen segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa og að hvorki Trump né framboð hans hafi greitt honum á móti. Auk þess að falast eftir skýrslu af Trump vill Michael Avenatti, lögmaður Clifford, að Cohen beri vitni. Þær skýrslutökur færu fram á bak við luktar dyr en ljúgi menn í þeim geta þeir átt yfir höfði sér ákæru fyrir meinsæri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Trump hefur þvertekið fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Avenatti segir að tilgangurinn sé að komast að því hvort að Trump hafi veitt samkomulaginu blessun sína. Clifford telur sig lausa mála vegna þess að Trump skrifaði aldrei undir samkomulagið. Lögmenn Trump hafa hins vegar krafið hana um tuttugu milljónir dollara í sektir fyrir að brjóta gegn því. Greiðsla Cohen til Clifford er jafnvel talin hafa strítt gegn bandarískum kosningalögum. Í henni hafi í raun falist framlag til forsetaframboðs Trump sem hafi ekki verið gefið upp opinberlega og sé langt yfir lögbundnu hámarki um slík framlög.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45
Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33