Nýtt bankakerfi Jón Sigurðsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Nýskipan fjármálakerfisins stendur fyrir dyrum. Trúlega verða hér aðeins tveir bankar, og jafnvel eitt erlent útibú, ef bönkum verður leyft, eins og hingað til, að veita alhliða fjármálaþjónustu. Fjármálaráðherra verður ráðandi í öðrum bankanum og erlendir fjármálamenn í hinum. Hætt er við að þetta fákeppniskerfi mótist um of af stjórnmálum í annan endann og erlendri stjórn í hinn. Báðir þessir bankar verða svo kerfismikilvægir að þeir njóta ríkisábyrgðar, jafnvel þótt stjórnmálamenn og bankastjórar afneiti því meðan vel gengur. Almenningur verður látinn taka öll vandræði á sig. Þessum vanda verður að mæta strax. Tryggja verður sérgreiningu fjármálafyrirtækja, eða fullnægjandi aðgreiningu ef leyft verður að hafa ólík svið innan sama fjármálafyrirtækis. Ákvarða verður að meirihluti stjórnarmanna búi á Íslandi. Tryggja verður fjarlægð frá flokkshagsmunum. Vanda verður ákvæði um eigið fé, lausafé og þjóðhagsvarúð sem bönkum verður ætlað að lúta. En einnig verður að girða utan um þessa þætti hvern um sig: a) innlán og sparnað einstaklinga og fjölskyldna; b) neytendalán; c) íbúðalán; d) námslán; e) byggðalán; f) greiðslu- og uppgjörskerfi. Raunhæfar hömlur verður að setja gegn arðsókn af öllum þessum síðastnefndum þáttum og gera kröfur um þjónustu, gæði og starfshætti. Annaðhvort verður að kveða á um fullkomna aðgreiningu fjármálafyrirtækja, þannig að sparisjóður sé sér og fjárfestinga- og fyrirtækjabanki sér og svo framvegis, eða a.m.k. tryggja stjórnunar-, fjárhags- og áhættuaðgreiningu. Tryggingasjóður sparifjár verður að vera sér og tryggingasjóður fjárfesta sér. Efla ber sjálfstæði Bankasýslu ríkisins og tryggja fjarlægð frá flokkshagsmunum. Sambærilegt á við um kosningu bankaráðs Seðlabankans og val í peningastefnunefnd. Styrkja verður Fjármálaeftirlitið, herða tök þess og fjölga heimiluðum aðgerðum. Ákvarða verður um hlutverk Samkeppniseftirlits og Neytendastofu. – En auðvitað hrópar það á alla að það vantar sparisjóð, án arðsóknar, sem hafi allt landið að starfssvæði og einbeiti sér að því að þjóna heiðarlegu fólki á heiðarlegan hátt.Höfundur er fv. skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Nýskipan fjármálakerfisins stendur fyrir dyrum. Trúlega verða hér aðeins tveir bankar, og jafnvel eitt erlent útibú, ef bönkum verður leyft, eins og hingað til, að veita alhliða fjármálaþjónustu. Fjármálaráðherra verður ráðandi í öðrum bankanum og erlendir fjármálamenn í hinum. Hætt er við að þetta fákeppniskerfi mótist um of af stjórnmálum í annan endann og erlendri stjórn í hinn. Báðir þessir bankar verða svo kerfismikilvægir að þeir njóta ríkisábyrgðar, jafnvel þótt stjórnmálamenn og bankastjórar afneiti því meðan vel gengur. Almenningur verður látinn taka öll vandræði á sig. Þessum vanda verður að mæta strax. Tryggja verður sérgreiningu fjármálafyrirtækja, eða fullnægjandi aðgreiningu ef leyft verður að hafa ólík svið innan sama fjármálafyrirtækis. Ákvarða verður að meirihluti stjórnarmanna búi á Íslandi. Tryggja verður fjarlægð frá flokkshagsmunum. Vanda verður ákvæði um eigið fé, lausafé og þjóðhagsvarúð sem bönkum verður ætlað að lúta. En einnig verður að girða utan um þessa þætti hvern um sig: a) innlán og sparnað einstaklinga og fjölskyldna; b) neytendalán; c) íbúðalán; d) námslán; e) byggðalán; f) greiðslu- og uppgjörskerfi. Raunhæfar hömlur verður að setja gegn arðsókn af öllum þessum síðastnefndum þáttum og gera kröfur um þjónustu, gæði og starfshætti. Annaðhvort verður að kveða á um fullkomna aðgreiningu fjármálafyrirtækja, þannig að sparisjóður sé sér og fjárfestinga- og fyrirtækjabanki sér og svo framvegis, eða a.m.k. tryggja stjórnunar-, fjárhags- og áhættuaðgreiningu. Tryggingasjóður sparifjár verður að vera sér og tryggingasjóður fjárfesta sér. Efla ber sjálfstæði Bankasýslu ríkisins og tryggja fjarlægð frá flokkshagsmunum. Sambærilegt á við um kosningu bankaráðs Seðlabankans og val í peningastefnunefnd. Styrkja verður Fjármálaeftirlitið, herða tök þess og fjölga heimiluðum aðgerðum. Ákvarða verður um hlutverk Samkeppniseftirlits og Neytendastofu. – En auðvitað hrópar það á alla að það vantar sparisjóð, án arðsóknar, sem hafi allt landið að starfssvæði og einbeiti sér að því að þjóna heiðarlegu fólki á heiðarlegan hátt.Höfundur er fv. skólastjóri
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun