Enn einn draugurinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Mörg eigum við einhvers konar hulduheima þar sem við hegðum okkur með allt öðrum hætti en á vettvangi dagsins. Það er ekkert nýtt. Þegar forfeður okkar fóru í víking voru þeir undir þessum huliðshjálmi. Þess vegna hélt, til dæmis, Hrútur Herjólfsson að hann gæti gamnað sér með móður Noregskonungs án þess að það setti blett á samband hans við sína trúlofuðu konu heima á Íslandi. Donald Trump fer ekki lengra en inn í búningsherbergi til að komast undir þennan hjúp þar sem hann getur hreykt sér af því hvernig hann getur gripið kvenmannssköp hér og þar rétt eins og við ófrægu grípum okkur samloku. Svo eru það sumir sem telja að Bakkus geti veitt þessa friðhelgi. Ef við værum peningar væru þetta okkar aflandseyjar. Þar erum við ónæm fyrir siðleysinu um sinn og finnst við því koma þaðan hvítþvegin út þó við höfum öslað aurinn. Stór partur af pólitíkinni og viðskiptalífinu fer fram undir slíkum huliðshjúpi en svo villast þaðan innmúraðir uppvakningar í hversdagsleikanum. Eða þannig virka á mig fréttir af óhóflegum forstjóralaunum, pólitískum ráðningum og yfirgengilegri þjónustulund stjórnmálamanna við áhrifamenn til dæmis með því að þjóðnýta skuldir þeirra og passa upp á að þjóðin hafi ekki af þeim auðlindirnar. Auðvitað bregður fólki við draugsa en reynslan hefur sýnt mér að það er líka býsna fljótt að finna frið í reimleikunum. Kannski erum við farin að læra af skrímslaleiðbeiningum Gísla á Uppsölum en hann batt þær í þetta mál: Mætirðu skrímsli máttu ei trega, maður þá vex þín neyð. Heilsaðu bara hæversklega, haltu svo þína leið. Þetta eru fín viðbrögð þegar þú mætir Fjörulallanum en á þetta við þegar enn einn draugurinn verður á vegi þínum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Mörg eigum við einhvers konar hulduheima þar sem við hegðum okkur með allt öðrum hætti en á vettvangi dagsins. Það er ekkert nýtt. Þegar forfeður okkar fóru í víking voru þeir undir þessum huliðshjálmi. Þess vegna hélt, til dæmis, Hrútur Herjólfsson að hann gæti gamnað sér með móður Noregskonungs án þess að það setti blett á samband hans við sína trúlofuðu konu heima á Íslandi. Donald Trump fer ekki lengra en inn í búningsherbergi til að komast undir þennan hjúp þar sem hann getur hreykt sér af því hvernig hann getur gripið kvenmannssköp hér og þar rétt eins og við ófrægu grípum okkur samloku. Svo eru það sumir sem telja að Bakkus geti veitt þessa friðhelgi. Ef við værum peningar væru þetta okkar aflandseyjar. Þar erum við ónæm fyrir siðleysinu um sinn og finnst við því koma þaðan hvítþvegin út þó við höfum öslað aurinn. Stór partur af pólitíkinni og viðskiptalífinu fer fram undir slíkum huliðshjúpi en svo villast þaðan innmúraðir uppvakningar í hversdagsleikanum. Eða þannig virka á mig fréttir af óhóflegum forstjóralaunum, pólitískum ráðningum og yfirgengilegri þjónustulund stjórnmálamanna við áhrifamenn til dæmis með því að þjóðnýta skuldir þeirra og passa upp á að þjóðin hafi ekki af þeim auðlindirnar. Auðvitað bregður fólki við draugsa en reynslan hefur sýnt mér að það er líka býsna fljótt að finna frið í reimleikunum. Kannski erum við farin að læra af skrímslaleiðbeiningum Gísla á Uppsölum en hann batt þær í þetta mál: Mætirðu skrímsli máttu ei trega, maður þá vex þín neyð. Heilsaðu bara hæversklega, haltu svo þína leið. Þetta eru fín viðbrögð þegar þú mætir Fjörulallanum en á þetta við þegar enn einn draugurinn verður á vegi þínum?
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar