Eru leikskólar fyrsta skólastigið, eða staðir þar sem við viljum geyma börn? Nichole Leigh Mosty skrifar 25. mars 2018 20:55 Sumir hugsa um leikskóla einungis sem gæslu því fólk þarf að komast í vinnuna. Af hverju ekki að ráðast á manneklu með því að breyta almenna tryggingakerfinu? Út með krónur á móti krónuskerðingu og látum lífeyrisþega leysa vandann. Reyndar var spurningin, hvernig ætlið þið að fjölga leikskólakennurum? En það var ekkert svar við því. Ég vil taka það fram að mér finnst það falleg hugsun að koma saman kynslóðum, en hversu lengi og í hvaða hlutfalli er hægt að ráða eldri borgara í starfið? Er það raunhæft? Munu þessir öflugu lífeyrisþegar ná að mæta öllum þeim faglegu kröfum sem ekki eru uppfylltar í dag? Vita þau sem vilja selja þessa hugmynd hvað felst í því að starfa á leikskóla? Afsakið tilvonandi borgarfulltrúi en þú þarft að læra það að leikskólakennarar eru sérfræðingar í menntun og uppeldi yngstu kynslóðarinnar. Sorglegt, í það minnsta, að þurfa að útskýra það, sérstaklega núna þegar innan Menntamálastofnunarinnar er verið að fikra sig áfram með „Baby PISA.“ Já það er rétt, ég hef það staðfest frá forstjóranum sjálfum að verið sé að leggja vinnu í að skoða hvort við eigum að byrja að leggja PISA próf fyrir fimm ára börn í leikskólum hérlendis. Svo var það hinn ásinn, að tala um aðgerðir sem fjármögnun og framtíðarsýn. Aðgerðir í stuttu máli flottar, brýn nauðsyn, en ég tek undir með leikskólastjórum, of lítið og of seint. Framtíðarsýnin er falleg og réttmæt en það endurspeglar engan veginn lærdóminn sem hægt er að draga af síðastliðnum átta árum með málaflokkinn. Álag á stjórnendur og starfsfólk hefur aldrei verið meiri og til eru leikskólar þar sem einungis einn faglærður leikskólakennari er í stjórnendastöðu. En hey já, fjölgum deildum, byggjum fleiri skóla, tökum inn enn yngri börn og fáum ungt sumarstarfsfólk, sem gerir hvað þegar leikskólar eru lokaðir í fjórar vikur? Getur einhver í þessu bixi PLEASE verið talsmaður barna og fagstéttar sem er í áhættu við að deyja! Hvað erum við að bjóða börnum upp á? Hvað erum við að bjóða leikskólakennurum upp á? Eru leikskólar fyrsta skólastigið þar sem faglegt starf fer fram eða staðir þar sem við geymum börn og bjóðum ömmum og öfum að aðstoða við pössun? Já, þetta voru kaldhæðniskveðjur til stjórnmálamanna, alls ekki vanvirðing gagnvart eldri kynslóðinni. Ég var að tala við deildarstjóra um daginn sem hefur aldrei lesið Aðalnámskrá Leikskóla, hefur aldrei fengið handleiðslu eða leiðsögn um kennslufræði tengda leikskólastarfsemi. Er það ekki áhyggjuefni? Leikskólar eru farnir að kaupa utanaðkomandi fagþekkingu því hana skortir innan veggja skólanna. Einu sinni var hægt að leita til Skóla- og frístundasviðs en staðreyndin er sú að í dag eru heilir 8 starfsmenn sem sinna ráðgjöf, fræðslu og eftirliti leikskólamála hjá 64 leikskólum og 17 sjálfstætt starfandi leikskólum um borgina alla. Þegar ég var á Alþingi fékk ég skeyti frá leikskólastjóra sem bað mig um að beita því fyrir mig að breyta verndarlögum leikskólastéttarinnar svo að viðkomandi mætti ráða inn annað háskólamenntað fólk strax í staðinn fyrir að bíða eftir leikskólakennara sem er ekki til, því að einhver menntun er betri en engin. Við erum að tala um SKÓLA, gott fólk, og MENNTUN barnanna. Ég ætlaði að fara aftur að starfa í leikskóla eftir að ég datt af Alþingi. Ég leitaði til leikskólastjóra sem ég ber mikla virðingu fyrir. Mér fannst sem ég myndi njóta þess að starfa hjá henni. Ég myndi nýta skjólið sem felst í því að vinna samhliða jafn skörpum fagmanni og hún er og að ég myndi finna þetta spark á ný. Þegar nær dró að taka starfinu kveið ég mikið fyrir. Ég kenndi sjálfri mér um. Sannleikurinn er sá að það var starfið sjálft, álagið, endalaus barátta og óvissan sem tengist starfinu sem þvældist fyrir mér. Ég skil núna að þegar ég fór frá starfinu var ég byrjuð að finna fyrir kulnun í starfi án þess að geta viðurkennt það. Það var og er mjög erfitt að viðurkenna því að þegar meðalaldur leikskólakennara er skoðaður er ég enn frekar ung, hef einungis starfað á þeim vettvangi í 17 ár. Ástríðan er ennþá til staðar og ég sakna þess mikið að vera leikskólakennari, en ekki í núverandi ástandi. Ég finn fyrir reiði að sjá pólitíkusa lofa kjósendum gull og silfur á kostnað faglegs starfs með yngstu kynslóðinni. Ég mun finna leið aftur inn í leikskólann og mun leggja mig alla fram eins og ég gerði í mörg ár. Ég get samt sagt það að það var stundum auðveldara að vera óvinsæll þingmaður sem var hótað og drullað yfir en að berjast fyrir fagstétt sem enginn pólitíkus eða ábyrgarðarembættismaður leggur metnað í að berjast fyrir af heilum hug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Sumir hugsa um leikskóla einungis sem gæslu því fólk þarf að komast í vinnuna. Af hverju ekki að ráðast á manneklu með því að breyta almenna tryggingakerfinu? Út með krónur á móti krónuskerðingu og látum lífeyrisþega leysa vandann. Reyndar var spurningin, hvernig ætlið þið að fjölga leikskólakennurum? En það var ekkert svar við því. Ég vil taka það fram að mér finnst það falleg hugsun að koma saman kynslóðum, en hversu lengi og í hvaða hlutfalli er hægt að ráða eldri borgara í starfið? Er það raunhæft? Munu þessir öflugu lífeyrisþegar ná að mæta öllum þeim faglegu kröfum sem ekki eru uppfylltar í dag? Vita þau sem vilja selja þessa hugmynd hvað felst í því að starfa á leikskóla? Afsakið tilvonandi borgarfulltrúi en þú þarft að læra það að leikskólakennarar eru sérfræðingar í menntun og uppeldi yngstu kynslóðarinnar. Sorglegt, í það minnsta, að þurfa að útskýra það, sérstaklega núna þegar innan Menntamálastofnunarinnar er verið að fikra sig áfram með „Baby PISA.“ Já það er rétt, ég hef það staðfest frá forstjóranum sjálfum að verið sé að leggja vinnu í að skoða hvort við eigum að byrja að leggja PISA próf fyrir fimm ára börn í leikskólum hérlendis. Svo var það hinn ásinn, að tala um aðgerðir sem fjármögnun og framtíðarsýn. Aðgerðir í stuttu máli flottar, brýn nauðsyn, en ég tek undir með leikskólastjórum, of lítið og of seint. Framtíðarsýnin er falleg og réttmæt en það endurspeglar engan veginn lærdóminn sem hægt er að draga af síðastliðnum átta árum með málaflokkinn. Álag á stjórnendur og starfsfólk hefur aldrei verið meiri og til eru leikskólar þar sem einungis einn faglærður leikskólakennari er í stjórnendastöðu. En hey já, fjölgum deildum, byggjum fleiri skóla, tökum inn enn yngri börn og fáum ungt sumarstarfsfólk, sem gerir hvað þegar leikskólar eru lokaðir í fjórar vikur? Getur einhver í þessu bixi PLEASE verið talsmaður barna og fagstéttar sem er í áhættu við að deyja! Hvað erum við að bjóða börnum upp á? Hvað erum við að bjóða leikskólakennurum upp á? Eru leikskólar fyrsta skólastigið þar sem faglegt starf fer fram eða staðir þar sem við geymum börn og bjóðum ömmum og öfum að aðstoða við pössun? Já, þetta voru kaldhæðniskveðjur til stjórnmálamanna, alls ekki vanvirðing gagnvart eldri kynslóðinni. Ég var að tala við deildarstjóra um daginn sem hefur aldrei lesið Aðalnámskrá Leikskóla, hefur aldrei fengið handleiðslu eða leiðsögn um kennslufræði tengda leikskólastarfsemi. Er það ekki áhyggjuefni? Leikskólar eru farnir að kaupa utanaðkomandi fagþekkingu því hana skortir innan veggja skólanna. Einu sinni var hægt að leita til Skóla- og frístundasviðs en staðreyndin er sú að í dag eru heilir 8 starfsmenn sem sinna ráðgjöf, fræðslu og eftirliti leikskólamála hjá 64 leikskólum og 17 sjálfstætt starfandi leikskólum um borgina alla. Þegar ég var á Alþingi fékk ég skeyti frá leikskólastjóra sem bað mig um að beita því fyrir mig að breyta verndarlögum leikskólastéttarinnar svo að viðkomandi mætti ráða inn annað háskólamenntað fólk strax í staðinn fyrir að bíða eftir leikskólakennara sem er ekki til, því að einhver menntun er betri en engin. Við erum að tala um SKÓLA, gott fólk, og MENNTUN barnanna. Ég ætlaði að fara aftur að starfa í leikskóla eftir að ég datt af Alþingi. Ég leitaði til leikskólastjóra sem ég ber mikla virðingu fyrir. Mér fannst sem ég myndi njóta þess að starfa hjá henni. Ég myndi nýta skjólið sem felst í því að vinna samhliða jafn skörpum fagmanni og hún er og að ég myndi finna þetta spark á ný. Þegar nær dró að taka starfinu kveið ég mikið fyrir. Ég kenndi sjálfri mér um. Sannleikurinn er sá að það var starfið sjálft, álagið, endalaus barátta og óvissan sem tengist starfinu sem þvældist fyrir mér. Ég skil núna að þegar ég fór frá starfinu var ég byrjuð að finna fyrir kulnun í starfi án þess að geta viðurkennt það. Það var og er mjög erfitt að viðurkenna því að þegar meðalaldur leikskólakennara er skoðaður er ég enn frekar ung, hef einungis starfað á þeim vettvangi í 17 ár. Ástríðan er ennþá til staðar og ég sakna þess mikið að vera leikskólakennari, en ekki í núverandi ástandi. Ég finn fyrir reiði að sjá pólitíkusa lofa kjósendum gull og silfur á kostnað faglegs starfs með yngstu kynslóðinni. Ég mun finna leið aftur inn í leikskólann og mun leggja mig alla fram eins og ég gerði í mörg ár. Ég get samt sagt það að það var stundum auðveldara að vera óvinsæll þingmaður sem var hótað og drullað yfir en að berjast fyrir fagstétt sem enginn pólitíkus eða ábyrgarðarembættismaður leggur metnað í að berjast fyrir af heilum hug.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar