Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 18:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. Forsetinn hefur sömuleiðis reynt að ráða fólk sem hann hefur séð á Fox í lögmannateymi sitt. John Bolton, næsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildurBolton hélt því fram á Fox, eftir að hann var ráðinn í starf þjóðaröryggisráðgjafa, að hann myndi áfram mæta í þætti sjónvarpsstöðvarinnar.AP fréttaveitan hefur tekið saman nokkra af þeim starfsmönnum Trump sem hafa verið reglulegir gestir á Fox. Heather Nauert sem ráðin var í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Hún var þulur hjá Fox. Mercedes Schlapp, ráðgjafa Hvíta hússins varðandi samskiptamál, og Tony Sayegh, talsmaður Fjármálaráðuneytisins. Bæði hafa þau verið reglulegir gestir Fox.„Hann er að leita að fólki sem er tilbúið til að taka þátt í sjónvarpsþáttunum sem Hvíta húsið er,“ segir sérfræðingur sem AP ræddi við. „Þetta er Fox-forsetatíðin.“ Trump reyndi að ráða Joseph diGenova í lögmannateymi sitt en hann hefur sömuleiðis verið reglulegur gestur Fox. Þar hefur hann meðal annars haldið því fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, séu að reyna að koma sök á forsetann fyrir glæpi sem hann framdi ekki. diGenova gat ekki setið í lögmannateymi Trump vegna hagsmunaáreksturs samkvæmt meðlimi teymisins Jay Sekulow. Hann sagði þó að diGenova og kona hans, sem einnig er oft á Fox, gætu þó hjálpað forsetanum með „önnur mál“. Það hefur lengi verið vitað að Trump heldur mikið upp á Fox news og hann tjáir sig iðulega á samfélagsmiðlum um málefni sem hann sér til umfjöllunar þar. Nú síðast á föstudaginn þegar hann sagðist vera að íhuga að beita neitunarvaldi gegn fjárlagafrumvarpi sem hafði verið gagnrýnt skömmu áður í þættinum Fox and Friends. Sá sem gagnrýndi frumvarpið þar heitir Pete Hegseth en talið er að hann verði brátt ráðinn til að taka við ráðuneytinu um málefni uppgjafahermanna. Þá hefur hann veitt sjónvarpsstöðinni mun fleiri viðtöl en öðrum og hann hvetur fólk oft til að horfa á tiltekna þætti. Trump ræðir reglulega við Sean Hannity og Laura Ingraham, sem bæði stýra þáttum á Fox..@seanhannity on @foxandfriends now! Great! 8:18 A.M.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 19, 2018 Þingmenn og aðrir áhrifavalda í Washington keppast um að komast í þætti Fox og tjá sig þar, því þeir vita að Trump er að horfa.Fleiri starfsmannabreytingar í sjónmáli Vinur Trump, Christopher Ruddy, sagði í dag að von væri á fleiri starfsmannabreytingum í ríkisstjórn forsetans. Meðal þeirra sem séu á leið út er David Shulkin, ráðherra málefna uppgjafahermanna, og sömuleiðis er Trump sagður hafa beint sjónum sínum að John F. Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Ben Carson, ráðherra húsnæðismála. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. Forsetinn hefur sömuleiðis reynt að ráða fólk sem hann hefur séð á Fox í lögmannateymi sitt. John Bolton, næsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildurBolton hélt því fram á Fox, eftir að hann var ráðinn í starf þjóðaröryggisráðgjafa, að hann myndi áfram mæta í þætti sjónvarpsstöðvarinnar.AP fréttaveitan hefur tekið saman nokkra af þeim starfsmönnum Trump sem hafa verið reglulegir gestir á Fox. Heather Nauert sem ráðin var í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Hún var þulur hjá Fox. Mercedes Schlapp, ráðgjafa Hvíta hússins varðandi samskiptamál, og Tony Sayegh, talsmaður Fjármálaráðuneytisins. Bæði hafa þau verið reglulegir gestir Fox.„Hann er að leita að fólki sem er tilbúið til að taka þátt í sjónvarpsþáttunum sem Hvíta húsið er,“ segir sérfræðingur sem AP ræddi við. „Þetta er Fox-forsetatíðin.“ Trump reyndi að ráða Joseph diGenova í lögmannateymi sitt en hann hefur sömuleiðis verið reglulegur gestur Fox. Þar hefur hann meðal annars haldið því fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, séu að reyna að koma sök á forsetann fyrir glæpi sem hann framdi ekki. diGenova gat ekki setið í lögmannateymi Trump vegna hagsmunaáreksturs samkvæmt meðlimi teymisins Jay Sekulow. Hann sagði þó að diGenova og kona hans, sem einnig er oft á Fox, gætu þó hjálpað forsetanum með „önnur mál“. Það hefur lengi verið vitað að Trump heldur mikið upp á Fox news og hann tjáir sig iðulega á samfélagsmiðlum um málefni sem hann sér til umfjöllunar þar. Nú síðast á föstudaginn þegar hann sagðist vera að íhuga að beita neitunarvaldi gegn fjárlagafrumvarpi sem hafði verið gagnrýnt skömmu áður í þættinum Fox and Friends. Sá sem gagnrýndi frumvarpið þar heitir Pete Hegseth en talið er að hann verði brátt ráðinn til að taka við ráðuneytinu um málefni uppgjafahermanna. Þá hefur hann veitt sjónvarpsstöðinni mun fleiri viðtöl en öðrum og hann hvetur fólk oft til að horfa á tiltekna þætti. Trump ræðir reglulega við Sean Hannity og Laura Ingraham, sem bæði stýra þáttum á Fox..@seanhannity on @foxandfriends now! Great! 8:18 A.M.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 19, 2018 Þingmenn og aðrir áhrifavalda í Washington keppast um að komast í þætti Fox og tjá sig þar, því þeir vita að Trump er að horfa.Fleiri starfsmannabreytingar í sjónmáli Vinur Trump, Christopher Ruddy, sagði í dag að von væri á fleiri starfsmannabreytingum í ríkisstjórn forsetans. Meðal þeirra sem séu á leið út er David Shulkin, ráðherra málefna uppgjafahermanna, og sömuleiðis er Trump sagður hafa beint sjónum sínum að John F. Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Ben Carson, ráðherra húsnæðismála.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira