Lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. mars 2018 11:00 Í síðustu viku var greint frá því að Oxford-háskóli hygðist bjóða upp á nýjan kúrs í heimspeki. Ber hann yfirskriftina „femínísk heimspeki“. Oxford-háskóli hefur undanfarið sætt gagnrýni fyrir einsleita og karllæga námskrá og er námskeiðinu ætlað að bæta þar úr. „Taktlaus“ slagur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um síðustu helgi. Konur innan flokksins virðast í nokkurri sókn. Hlutu konur yfirburðakosningu í málefnanefndir flokksins; 65% nefndarmanna eru nú konur, 35% karlar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- og nýsköpunarmála, var kjörin varaformaður og þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin ritari. En um leið og Sjálfstæðiskonur sölsa undir sig aukin völd virðast Sjálfstæðiskarlar ekki alveg vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Í aðdraganda landsfundarins gaf Haraldur Benediktsson alþingismaður út yfirlýsingu þess efnis að hann hygðist ekki, þrátt fyrir áskoranir, gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ástæðuna sagði hann vera þá að það væri „taktlaust að miðaldra karl færi að keppa um slíkt við konu“. Við fyrstu sýn virðist yfirlýsing Haraldar sakleysisleg. Jafnvel mætti túlka hana sem svo að hún beri vott um jafnréttishugsun. En þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Hvað er Haraldur að gefa í skyn? Er hann að segja að Þórdís geti ekki sigrað í kosningum öðruvísi en að miðaldra karlar haldi sig til hlés? Er hann að segja að pólitískur slagur milli karls og konu sé eitthvað ósmekklegri en pólitískur slagur milli tveggja karla? Og ef svo er, hvers vegna? Telur hann slaginn „taktlausan“ af því að hann sé ójafn; að þar kljáist sá stóri við minnimáttar? Vel má vera að Haraldi hafi gengið gott eitt til, að hann hafi einfaldlega viljað greiða götu kvenna innan flokksins. En það er konum ekki til framdráttar að karl smeygi á sig silkihönskum þegar kona stendur fullbúin inni í hringnum og segi: „Æ, dúllan mín, ég gef leikinn.“ Það hefði hins vegar verið konum lyftistöng – bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem utan hans – að sjá Þórdísi taka miðaldra karlmann í nefið í varaformannsslagnum. Haraldur var ekki sá eini á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem átti erfitt með að fóta sig í hinum breytta heimi þar sem konur láta að sér kveða. Að koma konu til varnar Í setningarræðu sinni gerði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vantrauststillögu á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að umtalsefni. Bjarna gramdist tillagan. Gagnrýndi hann sérstaklega Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, fyrir að styðja hana. Bjarni fullyrti að einhvern tímann hefði Þorgerður Katrín komið kvenkyns stjórnmálamanni til varnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen,“ bætti hann við. Í fyrstu kann námskeið í femínískri heimspeki að virðast rökrænt skref í átt að auknum hlut kvenna innan heimspekinnar. En rétt eins og í tilfelli yfirlýsingar Haraldar Benediktssonar kemur annað í ljós þegar betur er að gáð. Við það að vöðla saman öllu sem við kemur konum í einn afmarkaðan kúrs telur Oxford-háskóli sig vera búinn að afgreiða kynjahallann í heimspekideildinni. Því fer þó fjarri. Með aðskilnaðarstefnu sinni sendir skólinn út þau skilaboð að sýn kvenna á heimspeki sé ekki hluti af „venjulegri“ heimspeki. Í stað þess að innleiða viðhorf og nálgun kvenna inn í námið allt eru konur meðhöndlaðar eins og stóuspeki, tilvistarstefna eða tómhyggja; þær eru stimplaðar jaðarkúltúr sérvitringa með skemmtilega skrýtnar skoðanir sem afgreiða má á einni önn. Konur eru ekki heimspekikerfi. Konur eru ekki lítilmagnar. Konur eru ekki sértrúarflokkur sem aðhyllist gagnrýnislausa dýrkun hver á annarri – gerir Bjarni Benediktsson þá kröfu til karls að hann líti fram hjá embættisbrotum sé sá sem þau fremur af sama kyni? Jafnréttisbaráttan snýst ekki aðeins um tölfræði, fjölda kvenna í tilteknum stöðum. Hún snýst líka um hugarfarsbreytingu. Ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að Oxford-háskóli hygðist bjóða upp á nýjan kúrs í heimspeki. Ber hann yfirskriftina „femínísk heimspeki“. Oxford-háskóli hefur undanfarið sætt gagnrýni fyrir einsleita og karllæga námskrá og er námskeiðinu ætlað að bæta þar úr. „Taktlaus“ slagur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um síðustu helgi. Konur innan flokksins virðast í nokkurri sókn. Hlutu konur yfirburðakosningu í málefnanefndir flokksins; 65% nefndarmanna eru nú konur, 35% karlar. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðar- og nýsköpunarmála, var kjörin varaformaður og þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin ritari. En um leið og Sjálfstæðiskonur sölsa undir sig aukin völd virðast Sjálfstæðiskarlar ekki alveg vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Í aðdraganda landsfundarins gaf Haraldur Benediktsson alþingismaður út yfirlýsingu þess efnis að hann hygðist ekki, þrátt fyrir áskoranir, gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ástæðuna sagði hann vera þá að það væri „taktlaust að miðaldra karl færi að keppa um slíkt við konu“. Við fyrstu sýn virðist yfirlýsing Haraldar sakleysisleg. Jafnvel mætti túlka hana sem svo að hún beri vott um jafnréttishugsun. En þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Hvað er Haraldur að gefa í skyn? Er hann að segja að Þórdís geti ekki sigrað í kosningum öðruvísi en að miðaldra karlar haldi sig til hlés? Er hann að segja að pólitískur slagur milli karls og konu sé eitthvað ósmekklegri en pólitískur slagur milli tveggja karla? Og ef svo er, hvers vegna? Telur hann slaginn „taktlausan“ af því að hann sé ójafn; að þar kljáist sá stóri við minnimáttar? Vel má vera að Haraldi hafi gengið gott eitt til, að hann hafi einfaldlega viljað greiða götu kvenna innan flokksins. En það er konum ekki til framdráttar að karl smeygi á sig silkihönskum þegar kona stendur fullbúin inni í hringnum og segi: „Æ, dúllan mín, ég gef leikinn.“ Það hefði hins vegar verið konum lyftistöng – bæði innan Sjálfstæðisflokksins sem utan hans – að sjá Þórdísi taka miðaldra karlmann í nefið í varaformannsslagnum. Haraldur var ekki sá eini á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem átti erfitt með að fóta sig í hinum breytta heimi þar sem konur láta að sér kveða. Að koma konu til varnar Í setningarræðu sinni gerði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vantrauststillögu á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra að umtalsefni. Bjarna gramdist tillagan. Gagnrýndi hann sérstaklega Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, fyrir að styðja hana. Bjarni fullyrti að einhvern tímann hefði Þorgerður Katrín komið kvenkyns stjórnmálamanni til varnar. „Það virðist bara ekki eiga við um Sigríði Andersen,“ bætti hann við. Í fyrstu kann námskeið í femínískri heimspeki að virðast rökrænt skref í átt að auknum hlut kvenna innan heimspekinnar. En rétt eins og í tilfelli yfirlýsingar Haraldar Benediktssonar kemur annað í ljós þegar betur er að gáð. Við það að vöðla saman öllu sem við kemur konum í einn afmarkaðan kúrs telur Oxford-háskóli sig vera búinn að afgreiða kynjahallann í heimspekideildinni. Því fer þó fjarri. Með aðskilnaðarstefnu sinni sendir skólinn út þau skilaboð að sýn kvenna á heimspeki sé ekki hluti af „venjulegri“ heimspeki. Í stað þess að innleiða viðhorf og nálgun kvenna inn í námið allt eru konur meðhöndlaðar eins og stóuspeki, tilvistarstefna eða tómhyggja; þær eru stimplaðar jaðarkúltúr sérvitringa með skemmtilega skrýtnar skoðanir sem afgreiða má á einni önn. Konur eru ekki heimspekikerfi. Konur eru ekki lítilmagnar. Konur eru ekki sértrúarflokkur sem aðhyllist gagnrýnislausa dýrkun hver á annarri – gerir Bjarni Benediktsson þá kröfu til karls að hann líti fram hjá embættisbrotum sé sá sem þau fremur af sama kyni? Jafnréttisbaráttan snýst ekki aðeins um tölfræði, fjölda kvenna í tilteknum stöðum. Hún snýst líka um hugarfarsbreytingu. Ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum karlrembunnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun