Vísindamenn varpa ljósi á örlög Ötu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. mars 2018 09:00 Jarðneskar leifar Ötu fundust árið 2003 í yfirgefnu þorpi í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Fréttablaðið/Nolan Fimmtán ára gömul ráðgáta var leyst á dögunum þegar vísindamönnum við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum tókst að varpa ljósi á uppruna beinagrindar sem fannst árið 2003 í Síle. Um stúlkubarn var að ræða sem lést stuttu eftir fæðingu. Beinagrindin fannst vafinn í hvítt klæði í yfirgefnu þorpi, La Noira, í suðurhluta Atacama í Síle. Hún var nefnd eftir fundarstaðnum, Ata. Þetta var árið 2003 en áratugum áður höfðu íbúar La Noira unnið í gjöfulum nítrat-námum í grennd við bæinn. Beinagrindin var afmynduð og með einkennilega andlitsdrætti. Hún var aðeins 15 sentímetrar að lengd, þó virtust beinin vera úr einstaklingi sem var mun eldri en hæð hans gaf til kynna. Uppruni steingervingsins var á huldu. Sumir töldu beinagrindina staðfestingu á að geimverur væru til og vinsælar heimildarmyndir voru framleiddar um þessa meintu staðfestingu fyrir framandi lífi. Núna, fimmtán árum eftir að Ata fannst, hafa vísindamenn varpað ljósi á uppruna beinagrindarinnar. Rannsóknarvinnan hófst árið 2012. Þá töldu menn að Ata væri ævaforn steingervingur en svo reyndist ekki vera. Vísindamönnunum tókst að nálgast erfðasýni úr beinmerg Ötu. Stærð basaparanna gaf til kynna að beinagrindin væri yngri en 500 ára gömul. Erfðaefnið var raðgreint en beinagrindin sjálf var gegnumlýst og færð í sneiðmyndatöku. Niðurstöðurnar voru birtar á dögunum í vísindaritinu Genome Research.Alvarlegar stökkbreytingar á erfðaefniSamkvæmt þessum niðurstöðum var Ata stúlkubarn, ættuð frá Suður-Ameríku en í erfðamengi hennar fannst algeng blanda af evrópskum og suður-amerískum erfðum. Ata var ótvírætt mennsk. Undarlegt útlit hennar má, samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum, útskýra með afar alvarlegum stökkbreytingum í erfðaefni hennar. Ata hafði 11 rifbeinapör, en ekki 12 eins og hjá heilbrigðum einstaklingum. Líklegt þykir að hún hafi þjáðst af sjúkdómi sem framkallaði ótímabæran þroska og lokun vaxtarlína í beinum. Miklar stökkbreytingar fundust í erfðum Ötu, nokkrar sem aldrei hafa sést áður, þar á meðal eru breytingar sem valda meiriháttar og banvænum heilkennum á borð við Sensebrenner-heilkenni, sem er fjölkerfa beinsjúkdómur, og Greenberg-misvöxt, sem veldur skelfilegri afmyndun beina á meðan börn eru í móðurkviði. Nær öruggt þykir að Ata hafi látist í móðurkviði, eða stuttu eftir fæðingu. Vísindamennirnir benda á að erfitt sé að áætla um orsök stökkbreytinganna. La Noira, eyðiþorpið þar sem Ata fannst, var námubær þar sem grafið var eftir nítrati. Vitað er að efnið getur haft afar skaðleg áhrif erfðaefni og þá sérstaklega hjá fóstrum. Svipfar Ötu, eða þau einkenni sem rekja má til arfgerðar, eru mörg ný og í niðurlagi sínu hvetja vísindamennirnir til þess að þessar stökkbreytingar verði rannsakaðar frekar, enda gætu þær leitt til nýrra meðferða við mörgum af erfiðustu beinsjúkdómum sem fyrirfinnast. Birtist í Fréttablaðinu Chile Fornminjar Vísindi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Fimmtán ára gömul ráðgáta var leyst á dögunum þegar vísindamönnum við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum tókst að varpa ljósi á uppruna beinagrindar sem fannst árið 2003 í Síle. Um stúlkubarn var að ræða sem lést stuttu eftir fæðingu. Beinagrindin fannst vafinn í hvítt klæði í yfirgefnu þorpi, La Noira, í suðurhluta Atacama í Síle. Hún var nefnd eftir fundarstaðnum, Ata. Þetta var árið 2003 en áratugum áður höfðu íbúar La Noira unnið í gjöfulum nítrat-námum í grennd við bæinn. Beinagrindin var afmynduð og með einkennilega andlitsdrætti. Hún var aðeins 15 sentímetrar að lengd, þó virtust beinin vera úr einstaklingi sem var mun eldri en hæð hans gaf til kynna. Uppruni steingervingsins var á huldu. Sumir töldu beinagrindina staðfestingu á að geimverur væru til og vinsælar heimildarmyndir voru framleiddar um þessa meintu staðfestingu fyrir framandi lífi. Núna, fimmtán árum eftir að Ata fannst, hafa vísindamenn varpað ljósi á uppruna beinagrindarinnar. Rannsóknarvinnan hófst árið 2012. Þá töldu menn að Ata væri ævaforn steingervingur en svo reyndist ekki vera. Vísindamönnunum tókst að nálgast erfðasýni úr beinmerg Ötu. Stærð basaparanna gaf til kynna að beinagrindin væri yngri en 500 ára gömul. Erfðaefnið var raðgreint en beinagrindin sjálf var gegnumlýst og færð í sneiðmyndatöku. Niðurstöðurnar voru birtar á dögunum í vísindaritinu Genome Research.Alvarlegar stökkbreytingar á erfðaefniSamkvæmt þessum niðurstöðum var Ata stúlkubarn, ættuð frá Suður-Ameríku en í erfðamengi hennar fannst algeng blanda af evrópskum og suður-amerískum erfðum. Ata var ótvírætt mennsk. Undarlegt útlit hennar má, samkvæmt rannsóknarniðurstöðunum, útskýra með afar alvarlegum stökkbreytingum í erfðaefni hennar. Ata hafði 11 rifbeinapör, en ekki 12 eins og hjá heilbrigðum einstaklingum. Líklegt þykir að hún hafi þjáðst af sjúkdómi sem framkallaði ótímabæran þroska og lokun vaxtarlína í beinum. Miklar stökkbreytingar fundust í erfðum Ötu, nokkrar sem aldrei hafa sést áður, þar á meðal eru breytingar sem valda meiriháttar og banvænum heilkennum á borð við Sensebrenner-heilkenni, sem er fjölkerfa beinsjúkdómur, og Greenberg-misvöxt, sem veldur skelfilegri afmyndun beina á meðan börn eru í móðurkviði. Nær öruggt þykir að Ata hafi látist í móðurkviði, eða stuttu eftir fæðingu. Vísindamennirnir benda á að erfitt sé að áætla um orsök stökkbreytinganna. La Noira, eyðiþorpið þar sem Ata fannst, var námubær þar sem grafið var eftir nítrati. Vitað er að efnið getur haft afar skaðleg áhrif erfðaefni og þá sérstaklega hjá fóstrum. Svipfar Ötu, eða þau einkenni sem rekja má til arfgerðar, eru mörg ný og í niðurlagi sínu hvetja vísindamennirnir til þess að þessar stökkbreytingar verði rannsakaðar frekar, enda gætu þær leitt til nýrra meðferða við mörgum af erfiðustu beinsjúkdómum sem fyrirfinnast.
Birtist í Fréttablaðinu Chile Fornminjar Vísindi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira