Forhúð og friður Ívar Halldórsson skrifar 20. mars 2018 09:36 Ég hef verið að fylgjast með umræðunni um umskurð drengja. Ég hef tekið eftir því að eins og venjulega er almenningur fljótur að mynda sér skoðanir á málefnum sem hann þekkir ekki endilega mjög vel. Við erum oft svo fljót að æsa okkur yfir einhverju sem einhver fleygir fram í tilfinningahita. Í kjölfarið tökum við oft fljótfærnislegar og illa ígrundaðar ákvarðanir sem við byggjum á tilfinningum umfram skynsemi. Einhver segir eitthvað í fjölmiðlum fyrir hádegi hér á landi og við almenningurinn drífum okkur að hneykslast á einhverju sem við höfum ekki hundsvit á strax eftir hádegi. Íslendingar eru fljótir upp ef þeim finnst eitthvað ósanngjarnt – sem er auðvitað mjög gott í sjálfu sér...en bara stundum of fljótir. Ég hef sjálfur gefið mér tíma til að skoða málið frá mörgum hliðum. Ég er búinn að ræða við fólk hérlendis og erlendis, trúaða og vantrúaða – meira að segja óumskorinn gyðing sem ég þekki ekki neitt! Ég hef lesið rannsóknir og farið á fund með sendiherra Ísraels í Noregi varðandi þetta umdeilda mál. Ég er sannfærður um að það fólk sem er mest áberandi í umræðunni hefur ekki hugsað málið út frá öllum hliðum né farið í ítarlega og hlutlausa upplýsingaöflun um þetta mál. Það er hvorki einfalt né skynsamlegt að ráðast í afnám umskurðar með einu pennastriki á sama tíma og við berjumst fyrir trúfrelsi, jafnrétti og heilbrigðu siðferði í flóknu samfélagsmynstri. Í okkar landi viljum við flest að virðing sé borin fyrir ólíkum skoðunum, ólíkum bakgrunni og framandi hefðum. Við þurfum því að spyrja okkur: Hvernig getum við sagt gyðingum og múslimum að þeir megi ekki lengur halda í mörg þúsund ára trúarhefðir án þess að móðga þá, gera lítið úr aldagömlum hefðum þeirra eða ráðast gegn trúfrelsi þeirra? Þetta er viðkvæmt mál sem við getum ekki afgreitt svo til án umhugsunar. Hvernig getum við með fullu viti sent móður nýfædds barns í fangelsi fyrir “forhúðarglæp” án þess að það komi einmitt niður á barninu sem við viljum vernda? Af tvennu “illu” er þá líklega betra að barnið missi forhúðina en móður sína í sex ár. Hvernig getum við boðið innflytjendur velkomna inn í land okkar og um leið ráðist að trúfrelsi, samfélagsmynstri og rótgrónum hefðum þeirra? Hingað til höfum við reynt að koma til móts við þá á margs konar hátt, t.d. með útilokun svínakjöts í almenningsskólum. Við höfum alltaf reynt að fara einhvern milliveg í viðkvæmum málefnum til að særa ekki fólk eða vísvitandi valda því að það þurfi að svíkja samvisku sína eða ráðast gegn eigin sannfæringu. Hvernig getum við sannfært virta vísindamenn og rannsóknarlækna um að vel rökstuddar og viðurkenndar niðurstöður rannsókna þeirra séu rangar; að umskurður komi ekki í veg fyrir krabbamein í limi/blöðruhálsi, kynsjúkdóma, eyðni og þvagrásarsýkingu*? Við getum ekki virt að vettugi niðurstöður fjölda opinberra rannsókna án þess að færa óyggjandi rök fyrir því að þær séu rangar en ekki aðrar rannsóknir sem við viljum að séu réttar. Líklega hafa þær allar að geyma einhvern sannleika á sinn hátt og megum við ekki bara grípa þær sem okkur líkar á meðan við hundsum hinar. Hér eru yfirlýsingar frá vel þekktum og viðurkenndum samtökum um umskurð drengja: Samkvæmt CDC (Centers for Disease Control and Prevention) eru minni líkur á að umskorinn karlmaður smitist af eyðni frá kvenmanni og er hætta á krabbameini í limi minni. Sömuleiðis minnka líkur á þvagrásarsýkingu. Að sama skapi segir CDC að ef forhúð er fjarlægð minnki líkur á leghálskrabbameini hjá konum sem og ýmsum kynfærasjúkdómum. Þá kemur einnig fram að þrátt fyrir að einhver áhætta fylgi umskurði, s.s. sársauki, blæðing og sýking séu alvarlegri afleiðingar og fylgikvillar afar sjaldgæfir. Samkvæmt WHO (World Health Organization) minnka líkur á eyðnissmiti umskorins karlmanns frá kvenmanni um allt að 60%. Umskurður sem framkvæmdur er í faglegu umhverfi af vel þjálfuðum heilbrigðisfulltrúum er þá talinn hættulaus. WHO/UNAIDS undirstrikar að umskurður skuli álitin árangursrík forvörn gegn HIV í löndum og á svæðum þar sem skæð útbreiðsla kynsjúkdóma meðal gagnkynhneigðra er vandamál, og einnig þar sem eyðni er útbreidd. Samkvæmt niðurstöðum American Academy of Pediatrics (AAP) frá 27. ágúst, 2012 er heilbrigðislegur ávinningur umskurðar á nýfæddum drengjum mun meiri en hætturnar. Þá kemur fram að alvarleg tilfelli séu mjög sjaldgæf þar sem vel þjálfaðir heilbrigðisfulltrúar annast umskurðinn. Um leið eins og gefur að skilja er áhættan meiri þar sem óþjálfaðir einstaklingar framkvæma umskurðinn. Fjöldi rannsókna, sem ég hef ekki pláss til að tíunda hér, hafa leitt í ljós fjölmarga læknisfræðilega kosti umskurðar ungbarna. Það gefur því að skilja að með því að setja refsingarlög á umskurð ungbarna sem framkvæmdur er á faglegan hátt erum við um leið að meina foreldrum að velja það sem þeir telja barninu fyrir bestu. Þá er þetta ekki lengur bara spurning um mögulegt brot á trúfrelsi. Nú er málið orðið siðferðismál þar sem réttur foreldra til að hugsa um hag barnsins hangir í burðarliðnum. Líkt og foreldrar hafa rétt til að taka ákvörðun fyrir barn sitt um að láta starfsmann skartgripaverslunar gera gat í eyra þess fáum vikum eftir fæðingu, til að spara því sársaukann seinna, hallast ég að því að foreldrum gangi sömuleiðis gott eitt til þegar þeir ákveða að umskera afkvæmi sitt til að spara því sársauka og sýkingu seinna meir. Reynslan ætti að hafa kennt okkur að það er ekki skynsamlegt að banna foreldrum að fylgja sannfæringu sinni svo lengi sem heilbrigði barna þeirra sé í fyrirrúmi – og þá sér í lagi þegar slíkar opinberar aðfarir hafa þær afleiðingar að þeim finnst vegið að trúfrelsi sínu, hefðum og umhyggju fyrir barninu. Að mínu mati þarf að finna lausn sem allir geta verið sáttir við – þ.e. fara einhvern milliveg. Það þarf eflaust að setja aldursmörk á umskurð, en samkvæmt rannsóknum er hættuminnst að framkvæma slíka aðgerð á fyrstu dögum eftir fæðingu. Þá veit ég að samkvæmt Biblíu kristinna manna á ekki að umskera ungabarn eftir áttunda dag og einnig skal alls ekki umskera barn ef það leggur líf barnsins í hættu. Þetta fékk ég staðfest hjá strangtrúuðum gyðingi um daginn. Í nútímaþjóðfélagi er mikilvægt að gera kröfur um að aðgerð sem þessi sé framkvæmd af fagmönnum á viðurkenndri heilbrigðisstofnun. Ef einhver líkamlegur veikleiki nýfædds barns eykur hættu á að umskurður stofni lífi þess í hættu er eðlilegt að heilbrigðisfulltrúi leyfi ekki aðgerðina. Auðvitað verðum við að fara þá leið sem stofnar með engu móti lífi barna í hættu. Að banna hins vegar umskurð með tilheyrandi hótunum um refsingu og fangelsisvist eykur einungis hættuna á því að foreldrar sniðgangi heilbrigðiskerfið er það lætur umskera börn sín og stofni þeim um leið í mjög svo óþarfa lífshættu. Ég held að við þurfum að hugsa okkur vel um áður en við tökum afgerandi ákvarðanir um þetta viðkvæma mál - ákvarðanir sem hafa jafnvel enn afdrifaríkari afleiðingar en þær sem við teljum okkur vera að fyrirbyggja. Þetta er ekki endilega spurning um að vera með eða á móti umskurði. Þetta er spurning um að taka ekki fljótfærnislega ákvörðun um eitthvað sem fjöldi friðelskandi fólks gæti litið á sem fordómafullar aðgerðir gegn sið- og trúfrelsi þeirra. Þótt ég og þú kjósum kannski ekki að láta umskera okkar eigin ungabörn, og skiljum kannski ekki með nokkru móti hvernig aðrir geta hugsað sér slíkt, skulum við þó ekki þröngva okkar skoðunum upp á aðra í tilfinningahita. Finnum friðsamlega og upplýsta leið til að leysa málin - leið sem flestir geta sæst á með tilheyrandi varnöglum. Látum virðingu, skilning og almenna umhyggju lýsa okkur leiðina að ásættanlegri lausn sem endurspeglar velferð barna okkar, fagnar fjölbreytileika og virðir mismunandi skoðanir fólks í landinu okkar.*(niðurstöður bresks rannsóknarteymis: Larke, Thomas, dos Santos Silva & Weiss, „Male circumcision and penile cancer: a systematic review amd meta-analysis“, Cancer Causes Control 22(8), August 2011, pp, 1097-1110). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið að fylgjast með umræðunni um umskurð drengja. Ég hef tekið eftir því að eins og venjulega er almenningur fljótur að mynda sér skoðanir á málefnum sem hann þekkir ekki endilega mjög vel. Við erum oft svo fljót að æsa okkur yfir einhverju sem einhver fleygir fram í tilfinningahita. Í kjölfarið tökum við oft fljótfærnislegar og illa ígrundaðar ákvarðanir sem við byggjum á tilfinningum umfram skynsemi. Einhver segir eitthvað í fjölmiðlum fyrir hádegi hér á landi og við almenningurinn drífum okkur að hneykslast á einhverju sem við höfum ekki hundsvit á strax eftir hádegi. Íslendingar eru fljótir upp ef þeim finnst eitthvað ósanngjarnt – sem er auðvitað mjög gott í sjálfu sér...en bara stundum of fljótir. Ég hef sjálfur gefið mér tíma til að skoða málið frá mörgum hliðum. Ég er búinn að ræða við fólk hérlendis og erlendis, trúaða og vantrúaða – meira að segja óumskorinn gyðing sem ég þekki ekki neitt! Ég hef lesið rannsóknir og farið á fund með sendiherra Ísraels í Noregi varðandi þetta umdeilda mál. Ég er sannfærður um að það fólk sem er mest áberandi í umræðunni hefur ekki hugsað málið út frá öllum hliðum né farið í ítarlega og hlutlausa upplýsingaöflun um þetta mál. Það er hvorki einfalt né skynsamlegt að ráðast í afnám umskurðar með einu pennastriki á sama tíma og við berjumst fyrir trúfrelsi, jafnrétti og heilbrigðu siðferði í flóknu samfélagsmynstri. Í okkar landi viljum við flest að virðing sé borin fyrir ólíkum skoðunum, ólíkum bakgrunni og framandi hefðum. Við þurfum því að spyrja okkur: Hvernig getum við sagt gyðingum og múslimum að þeir megi ekki lengur halda í mörg þúsund ára trúarhefðir án þess að móðga þá, gera lítið úr aldagömlum hefðum þeirra eða ráðast gegn trúfrelsi þeirra? Þetta er viðkvæmt mál sem við getum ekki afgreitt svo til án umhugsunar. Hvernig getum við með fullu viti sent móður nýfædds barns í fangelsi fyrir “forhúðarglæp” án þess að það komi einmitt niður á barninu sem við viljum vernda? Af tvennu “illu” er þá líklega betra að barnið missi forhúðina en móður sína í sex ár. Hvernig getum við boðið innflytjendur velkomna inn í land okkar og um leið ráðist að trúfrelsi, samfélagsmynstri og rótgrónum hefðum þeirra? Hingað til höfum við reynt að koma til móts við þá á margs konar hátt, t.d. með útilokun svínakjöts í almenningsskólum. Við höfum alltaf reynt að fara einhvern milliveg í viðkvæmum málefnum til að særa ekki fólk eða vísvitandi valda því að það þurfi að svíkja samvisku sína eða ráðast gegn eigin sannfæringu. Hvernig getum við sannfært virta vísindamenn og rannsóknarlækna um að vel rökstuddar og viðurkenndar niðurstöður rannsókna þeirra séu rangar; að umskurður komi ekki í veg fyrir krabbamein í limi/blöðruhálsi, kynsjúkdóma, eyðni og þvagrásarsýkingu*? Við getum ekki virt að vettugi niðurstöður fjölda opinberra rannsókna án þess að færa óyggjandi rök fyrir því að þær séu rangar en ekki aðrar rannsóknir sem við viljum að séu réttar. Líklega hafa þær allar að geyma einhvern sannleika á sinn hátt og megum við ekki bara grípa þær sem okkur líkar á meðan við hundsum hinar. Hér eru yfirlýsingar frá vel þekktum og viðurkenndum samtökum um umskurð drengja: Samkvæmt CDC (Centers for Disease Control and Prevention) eru minni líkur á að umskorinn karlmaður smitist af eyðni frá kvenmanni og er hætta á krabbameini í limi minni. Sömuleiðis minnka líkur á þvagrásarsýkingu. Að sama skapi segir CDC að ef forhúð er fjarlægð minnki líkur á leghálskrabbameini hjá konum sem og ýmsum kynfærasjúkdómum. Þá kemur einnig fram að þrátt fyrir að einhver áhætta fylgi umskurði, s.s. sársauki, blæðing og sýking séu alvarlegri afleiðingar og fylgikvillar afar sjaldgæfir. Samkvæmt WHO (World Health Organization) minnka líkur á eyðnissmiti umskorins karlmanns frá kvenmanni um allt að 60%. Umskurður sem framkvæmdur er í faglegu umhverfi af vel þjálfuðum heilbrigðisfulltrúum er þá talinn hættulaus. WHO/UNAIDS undirstrikar að umskurður skuli álitin árangursrík forvörn gegn HIV í löndum og á svæðum þar sem skæð útbreiðsla kynsjúkdóma meðal gagnkynhneigðra er vandamál, og einnig þar sem eyðni er útbreidd. Samkvæmt niðurstöðum American Academy of Pediatrics (AAP) frá 27. ágúst, 2012 er heilbrigðislegur ávinningur umskurðar á nýfæddum drengjum mun meiri en hætturnar. Þá kemur fram að alvarleg tilfelli séu mjög sjaldgæf þar sem vel þjálfaðir heilbrigðisfulltrúar annast umskurðinn. Um leið eins og gefur að skilja er áhættan meiri þar sem óþjálfaðir einstaklingar framkvæma umskurðinn. Fjöldi rannsókna, sem ég hef ekki pláss til að tíunda hér, hafa leitt í ljós fjölmarga læknisfræðilega kosti umskurðar ungbarna. Það gefur því að skilja að með því að setja refsingarlög á umskurð ungbarna sem framkvæmdur er á faglegan hátt erum við um leið að meina foreldrum að velja það sem þeir telja barninu fyrir bestu. Þá er þetta ekki lengur bara spurning um mögulegt brot á trúfrelsi. Nú er málið orðið siðferðismál þar sem réttur foreldra til að hugsa um hag barnsins hangir í burðarliðnum. Líkt og foreldrar hafa rétt til að taka ákvörðun fyrir barn sitt um að láta starfsmann skartgripaverslunar gera gat í eyra þess fáum vikum eftir fæðingu, til að spara því sársaukann seinna, hallast ég að því að foreldrum gangi sömuleiðis gott eitt til þegar þeir ákveða að umskera afkvæmi sitt til að spara því sársauka og sýkingu seinna meir. Reynslan ætti að hafa kennt okkur að það er ekki skynsamlegt að banna foreldrum að fylgja sannfæringu sinni svo lengi sem heilbrigði barna þeirra sé í fyrirrúmi – og þá sér í lagi þegar slíkar opinberar aðfarir hafa þær afleiðingar að þeim finnst vegið að trúfrelsi sínu, hefðum og umhyggju fyrir barninu. Að mínu mati þarf að finna lausn sem allir geta verið sáttir við – þ.e. fara einhvern milliveg. Það þarf eflaust að setja aldursmörk á umskurð, en samkvæmt rannsóknum er hættuminnst að framkvæma slíka aðgerð á fyrstu dögum eftir fæðingu. Þá veit ég að samkvæmt Biblíu kristinna manna á ekki að umskera ungabarn eftir áttunda dag og einnig skal alls ekki umskera barn ef það leggur líf barnsins í hættu. Þetta fékk ég staðfest hjá strangtrúuðum gyðingi um daginn. Í nútímaþjóðfélagi er mikilvægt að gera kröfur um að aðgerð sem þessi sé framkvæmd af fagmönnum á viðurkenndri heilbrigðisstofnun. Ef einhver líkamlegur veikleiki nýfædds barns eykur hættu á að umskurður stofni lífi þess í hættu er eðlilegt að heilbrigðisfulltrúi leyfi ekki aðgerðina. Auðvitað verðum við að fara þá leið sem stofnar með engu móti lífi barna í hættu. Að banna hins vegar umskurð með tilheyrandi hótunum um refsingu og fangelsisvist eykur einungis hættuna á því að foreldrar sniðgangi heilbrigðiskerfið er það lætur umskera börn sín og stofni þeim um leið í mjög svo óþarfa lífshættu. Ég held að við þurfum að hugsa okkur vel um áður en við tökum afgerandi ákvarðanir um þetta viðkvæma mál - ákvarðanir sem hafa jafnvel enn afdrifaríkari afleiðingar en þær sem við teljum okkur vera að fyrirbyggja. Þetta er ekki endilega spurning um að vera með eða á móti umskurði. Þetta er spurning um að taka ekki fljótfærnislega ákvörðun um eitthvað sem fjöldi friðelskandi fólks gæti litið á sem fordómafullar aðgerðir gegn sið- og trúfrelsi þeirra. Þótt ég og þú kjósum kannski ekki að láta umskera okkar eigin ungabörn, og skiljum kannski ekki með nokkru móti hvernig aðrir geta hugsað sér slíkt, skulum við þó ekki þröngva okkar skoðunum upp á aðra í tilfinningahita. Finnum friðsamlega og upplýsta leið til að leysa málin - leið sem flestir geta sæst á með tilheyrandi varnöglum. Látum virðingu, skilning og almenna umhyggju lýsa okkur leiðina að ásættanlegri lausn sem endurspeglar velferð barna okkar, fagnar fjölbreytileika og virðir mismunandi skoðanir fólks í landinu okkar.*(niðurstöður bresks rannsóknarteymis: Larke, Thomas, dos Santos Silva & Weiss, „Male circumcision and penile cancer: a systematic review amd meta-analysis“, Cancer Causes Control 22(8), August 2011, pp, 1097-1110).
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun