Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2018 18:46 Samkvæmt reglum Obama-stjórnarinnar hefðu nýir bílar í Bandaríkjunum þurft að draga 23 kílómetra á lítrann fyrir árið 2025. Vísir/AFP Reglur sem áttu að draga úr losun bifreiða á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum og auka sparneytni þeirra verða verulega útvatnaðar samkvæmt tillögu sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að tilkynna um á næstunni. Aðgerðir Trump eru sagðar ganga mun lengra en bílaframleiðendur höfðu þrýst á um. Búist er við því að tilkynnt verði um breytingar á reglunum sem ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, setti á næstu dögum, að sögn New York Times. Samkvæmt þeim hefðu bílaframleiðendur þurft að tvöfalda sparneytni nýrra bifreiða fyrir árið 2025. Reglurnar voru ein stærsta loftslagsaðgerð ríkisstjórnar Obama. Með þeim hefði regluverk alríkisstjórnarinnar verið jafnstrangt og Kaliforníu sem hefur jafnan verið fremst í flokki í umhverfismálum vestanhafs. Þegar Trump tók við embætti í fyrra fóru fulltrúar þriggja stórra bílaframleiðenda; General Motors, Ford og Chrysler, á fund hans til að biðja hann um að opna aftur fyrir umsagnir um reglurnar sem þeir vildu milda. Þeir vildu meðal annars getað reiknað kerfi sem slekkur á vél þegar hennar er ekki þörf inn í sparneytni bíls og töldu að ekki ætti að telja koltvísýringslosun frá orkuframleiðslu fyrir rafbíla sem losun frá bílum. Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, er sagður munu kynna útvönun reglnanna sem aðgerð til að létta á regluverki á bílaframleiðendur sem muni skila neytendum ódýrari trukkum, sendiferðabílum og jepplingum.Gæti skipt Bandaríkjunum upp í tvö markaðssvæði Tillögurnar sem Trump-stjórnin er nú með í vinnslu eru hins vegar sagðar hafa komið bílaframleiðendunum sjálfum í opna skjöldu þar sem þær gangi mun lengra en þær hugmyndir sem þeir höfðu um breytingar. „Við báðum ekki um þetta. Tillögurnar sem við settum fram voru skynsamlegar,“ segir Robert Bienenfeld, aðstoðarvaraforseti umhverfis- og orkuáætlunar Honda í Bandaríkjunum við New York Times. Í sama streng taka forsvarsmenn Ford sem segjast aðeins vilja aukinn sveigjanleika en ekki afnám reglnanna. Þeir styðji hertar umhverfiskröfur til bifreiða til 2025. Bílaframleiðendurnir höfðu gert ráð fyrir að yfirvöld í Kaliforníu gætu sætt sig við tilslakanirnar sem þeir óskuðu eftir. Nú gæti hins vegar stefnt í baráttu fyrir dómstólum á milli ríkisstjórnar Kaliforníu og alríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Bandaríkin muni skiptast upp í tvo markaði með bíla þar sem ólíkar reglur um mengun og sparneytni gilda. Nokkur önnur ríki Bandaríkjanna fylgja reglum Kaliforníu sem saman mynda um þriðjung bifreiðamarkaðarins. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þau muni ekki taka útvötnun reglnanna þegjandi. Búist er við því að fulltrúar alríkisstjórnarinnar muni hvetja Kaliforníu til þess að milda sínar reglur. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Arnold Scwarzenegger líkir olíufyrirtækjum við tóbaksfyrirtæki. Þau hafi vitað af skaðsemi framleiðslu sinnar um áratugaskeið en haldið áfram að þræta fyrir hana. 13. mars 2018 12:42 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Reglur sem áttu að draga úr losun bifreiða á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum og auka sparneytni þeirra verða verulega útvatnaðar samkvæmt tillögu sem ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ætlar að tilkynna um á næstunni. Aðgerðir Trump eru sagðar ganga mun lengra en bílaframleiðendur höfðu þrýst á um. Búist er við því að tilkynnt verði um breytingar á reglunum sem ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, setti á næstu dögum, að sögn New York Times. Samkvæmt þeim hefðu bílaframleiðendur þurft að tvöfalda sparneytni nýrra bifreiða fyrir árið 2025. Reglurnar voru ein stærsta loftslagsaðgerð ríkisstjórnar Obama. Með þeim hefði regluverk alríkisstjórnarinnar verið jafnstrangt og Kaliforníu sem hefur jafnan verið fremst í flokki í umhverfismálum vestanhafs. Þegar Trump tók við embætti í fyrra fóru fulltrúar þriggja stórra bílaframleiðenda; General Motors, Ford og Chrysler, á fund hans til að biðja hann um að opna aftur fyrir umsagnir um reglurnar sem þeir vildu milda. Þeir vildu meðal annars getað reiknað kerfi sem slekkur á vél þegar hennar er ekki þörf inn í sparneytni bíls og töldu að ekki ætti að telja koltvísýringslosun frá orkuframleiðslu fyrir rafbíla sem losun frá bílum. Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, er sagður munu kynna útvönun reglnanna sem aðgerð til að létta á regluverki á bílaframleiðendur sem muni skila neytendum ódýrari trukkum, sendiferðabílum og jepplingum.Gæti skipt Bandaríkjunum upp í tvö markaðssvæði Tillögurnar sem Trump-stjórnin er nú með í vinnslu eru hins vegar sagðar hafa komið bílaframleiðendunum sjálfum í opna skjöldu þar sem þær gangi mun lengra en þær hugmyndir sem þeir höfðu um breytingar. „Við báðum ekki um þetta. Tillögurnar sem við settum fram voru skynsamlegar,“ segir Robert Bienenfeld, aðstoðarvaraforseti umhverfis- og orkuáætlunar Honda í Bandaríkjunum við New York Times. Í sama streng taka forsvarsmenn Ford sem segjast aðeins vilja aukinn sveigjanleika en ekki afnám reglnanna. Þeir styðji hertar umhverfiskröfur til bifreiða til 2025. Bílaframleiðendurnir höfðu gert ráð fyrir að yfirvöld í Kaliforníu gætu sætt sig við tilslakanirnar sem þeir óskuðu eftir. Nú gæti hins vegar stefnt í baráttu fyrir dómstólum á milli ríkisstjórnar Kaliforníu og alríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Bandaríkin muni skiptast upp í tvo markaði með bíla þar sem ólíkar reglur um mengun og sparneytni gilda. Nokkur önnur ríki Bandaríkjanna fylgja reglum Kaliforníu sem saman mynda um þriðjung bifreiðamarkaðarins. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þau muni ekki taka útvötnun reglnanna þegjandi. Búist er við því að fulltrúar alríkisstjórnarinnar muni hvetja Kaliforníu til þess að milda sínar reglur.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14 Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Arnold Scwarzenegger líkir olíufyrirtækjum við tóbaksfyrirtæki. Þau hafi vitað af skaðsemi framleiðslu sinnar um áratugaskeið en haldið áfram að þræta fyrir hana. 13. mars 2018 12:42 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Á sama tíma og bílaframleiðendur lofa að einbeita sér meira að umhverfisvænni bifreiðum fjárfesta þeir grimmt í þróun jepplinga sem eyða allt að 30% meira eldsneyti en minni bensínbílar. 5. mars 2018 15:14
Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Arnold Scwarzenegger líkir olíufyrirtækjum við tóbaksfyrirtæki. Þau hafi vitað af skaðsemi framleiðslu sinnar um áratugaskeið en haldið áfram að þræta fyrir hana. 13. mars 2018 12:42
Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45