Fáránlegt að mega ekki spila bingó Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2018 18:45 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þingmaður Pírata sem hefur lagt fram frumvarp um brottfall helgidagafriðar segir lögin vera barn síns tíma. Staðið er fyrir ýmsum skemmtunum í dag og eru margar verslanir opnar þrátt fyrir það sé ólöglegt. Verslanir eiga að vera lokaðar og ýmsar skemmtanir eru bannaðar í dag á föstudaginn langa samkvæmt lögum um helgidagafrið. Ýmislegt er þó í gangi. Ungliðahreyfing Pírata stendur fyrir pönktónleikum í kvöld og opið er í mörgum verslunum og á veitingastöðum. Þá stóð Vantrú fyrir árlegu ólöglegu páskabingói á Austurvelli. „Það er auðvitað öllum í sjálfsvald sett að spila ekki bingó og gera ekki neitt skemmtilegt af trúarástæðum en það er rangt að þvinga alla til að fara að því," segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru sjaldnast gerðar athugasemdir við opnanir á helgidögum og á mikill fjöldi ferðamanna sem þarf að nærast þátt í því. Ábendingar um ólöglega starfsemi eru þó skoðaðar. Píratar hafa nú í annað sinn lagt fram frumvarp til afnáms laga um helgidagafrið. „Í dag er rosalega heilagur dagur samkvæmt sumum trúarbrögðum og þá má ekki spila bingó. Það er bannað á Íslandi og það er fáránlegt. Þannig við ákváðum að leggja til að það yrði ekki bannað," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Helgi segist ekki viss um stuðning við málið á þingi og segir helstu andstæðinga hafa áhyggjur af réttindum launafólks. Aðrir séu mótfallnir því af trúarlegum ástæðum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að helgidagarnir verði felldir inn í lög um 40 stunda vinnuviku og haldist því frídagar líkt og 1. maí og 17. júní. Í umsögn frá ASÍ segir að ekki verði séð að brottfall laganna hafi neikvæð áhrif á kjarasamninga. Biskupsstofa telur þó ekki rétt að falla frá lögunum. „Sumu fólki finnst vænt um að hafa svona hefðir en það er bara ekki nóg til að réttlæta það að hafa sérstök lög til að uppfylla einhverjar trúarlegar langanir fólks," segir Helgi Hrafn. Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira
Þingmaður Pírata sem hefur lagt fram frumvarp um brottfall helgidagafriðar segir lögin vera barn síns tíma. Staðið er fyrir ýmsum skemmtunum í dag og eru margar verslanir opnar þrátt fyrir það sé ólöglegt. Verslanir eiga að vera lokaðar og ýmsar skemmtanir eru bannaðar í dag á föstudaginn langa samkvæmt lögum um helgidagafrið. Ýmislegt er þó í gangi. Ungliðahreyfing Pírata stendur fyrir pönktónleikum í kvöld og opið er í mörgum verslunum og á veitingastöðum. Þá stóð Vantrú fyrir árlegu ólöglegu páskabingói á Austurvelli. „Það er auðvitað öllum í sjálfsvald sett að spila ekki bingó og gera ekki neitt skemmtilegt af trúarástæðum en það er rangt að þvinga alla til að fara að því," segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni eru sjaldnast gerðar athugasemdir við opnanir á helgidögum og á mikill fjöldi ferðamanna sem þarf að nærast þátt í því. Ábendingar um ólöglega starfsemi eru þó skoðaðar. Píratar hafa nú í annað sinn lagt fram frumvarp til afnáms laga um helgidagafrið. „Í dag er rosalega heilagur dagur samkvæmt sumum trúarbrögðum og þá má ekki spila bingó. Það er bannað á Íslandi og það er fáránlegt. Þannig við ákváðum að leggja til að það yrði ekki bannað," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Helgi segist ekki viss um stuðning við málið á þingi og segir helstu andstæðinga hafa áhyggjur af réttindum launafólks. Aðrir séu mótfallnir því af trúarlegum ástæðum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að helgidagarnir verði felldir inn í lög um 40 stunda vinnuviku og haldist því frídagar líkt og 1. maí og 17. júní. Í umsögn frá ASÍ segir að ekki verði séð að brottfall laganna hafi neikvæð áhrif á kjarasamninga. Biskupsstofa telur þó ekki rétt að falla frá lögunum. „Sumu fólki finnst vænt um að hafa svona hefðir en það er bara ekki nóg til að réttlæta það að hafa sérstök lög til að uppfylla einhverjar trúarlegar langanir fólks," segir Helgi Hrafn.
Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Sjá meira