Stjarna Valgarðs skein skært í Höllinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2018 06:15 Valgarð Reinharðsson úr Gerplu sýndi góð tilþrif í Laugardalshöllinni um helgina. Vísir/Eyþór Íslandsmótinu í fimleikum lauk um helgina. Á laugardaginn var keppt í fjölþraut í áhaldafimleikum og í gær var keppt á einstökum áhöldum. Glæsileg tilþrif sáust á fjölum Laugardalshallarinnar og umgjörðin var með besta móti. Valgarð Reinhardsson úr Gerplu átti góða helgi og getur gengið afar sáttur frá borði. Hann varð Íslandsmeistari í fjölþraut og vann Íslandsmeistaratitilinn á fjórum áhöldum í gær. Í fjölþrautinni hafði Valgarð betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Gerplu, Eyþór Örn Baldursson. Valgarð fékk 74,232 stig á móti 72,697 stigum Eyþórs. Stefán Ingvarsson úr Björk varð þriðji með 67,431 stig. Í gær vann Valgarð sigur á svifrá, tvíslá, gólfi og hringjum. Hann endaði svo í 2. sæti á bogahesti á eftir Arnþóri Jónassyni úr Gerplu. Annar Gerplumaður, Guðjón Bjarki Hildarson, varð hlutskarpastur í stökki. Ólympíufarinn Irina Sazanova varði Íslandsmeistaratitil sinn í fjölþraut. Hún fékk 50,050 stig. Liðsfélagi hennar úr Ármanni, Dominiqua Alma Belányi, varð önnur með 48,200 stig. Agnes Suto Tuuha og Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu voru jafnar í 3. og 4. sæti með 48,150 stig. Vigdís Pálmadóttir varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut. Guðrún Edda Min Harðardóttir og Emilía Sigurjónsdóttir, einnig úr Björk, lentu í 2. og 3. sæti. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut karlamegin. Í 2. og 3. sæti urðu Jónas Ingi Þórisson, Ármanni, og Breki Snorrason, Björk. Stjarna gærdagsins í kvennaflokki var hin 15 ára Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk. Hún sýndi frábær tilþrif og hrósaði sigri á slá og gólfi, eða báðum áhöldunum sem hún keppti á. Margrét Lea er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki. Irina varð Íslandsmeistari á tvíslá og Agnes vann sigur í stökki. Fimleikar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Íslandsmótinu í fimleikum lauk um helgina. Á laugardaginn var keppt í fjölþraut í áhaldafimleikum og í gær var keppt á einstökum áhöldum. Glæsileg tilþrif sáust á fjölum Laugardalshallarinnar og umgjörðin var með besta móti. Valgarð Reinhardsson úr Gerplu átti góða helgi og getur gengið afar sáttur frá borði. Hann varð Íslandsmeistari í fjölþraut og vann Íslandsmeistaratitilinn á fjórum áhöldum í gær. Í fjölþrautinni hafði Valgarð betur í baráttu við liðsfélaga sinn hjá Gerplu, Eyþór Örn Baldursson. Valgarð fékk 74,232 stig á móti 72,697 stigum Eyþórs. Stefán Ingvarsson úr Björk varð þriðji með 67,431 stig. Í gær vann Valgarð sigur á svifrá, tvíslá, gólfi og hringjum. Hann endaði svo í 2. sæti á bogahesti á eftir Arnþóri Jónassyni úr Gerplu. Annar Gerplumaður, Guðjón Bjarki Hildarson, varð hlutskarpastur í stökki. Ólympíufarinn Irina Sazanova varði Íslandsmeistaratitil sinn í fjölþraut. Hún fékk 50,050 stig. Liðsfélagi hennar úr Ármanni, Dominiqua Alma Belányi, varð önnur með 48,200 stig. Agnes Suto Tuuha og Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu voru jafnar í 3. og 4. sæti með 48,150 stig. Vigdís Pálmadóttir varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut. Guðrún Edda Min Harðardóttir og Emilía Sigurjónsdóttir, einnig úr Björk, lentu í 2. og 3. sæti. Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut karlamegin. Í 2. og 3. sæti urðu Jónas Ingi Þórisson, Ármanni, og Breki Snorrason, Björk. Stjarna gærdagsins í kvennaflokki var hin 15 ára Margrét Lea Kristinsdóttir úr Björk. Hún sýndi frábær tilþrif og hrósaði sigri á slá og gólfi, eða báðum áhöldunum sem hún keppti á. Margrét Lea er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki. Irina varð Íslandsmeistari á tvíslá og Agnes vann sigur í stökki.
Fimleikar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira