Freydís Halla Einarsdóttir og Magnús Finnsson eru Íslandsmeistarar í svigi eftir spennandi keppni í Bláfjöllum á Skíðamóti Íslands.
Bæði voru þau með besta tímann í báðum ferðunum og sigruðu að lokum nokkuð örugglega. Titillinn er sá fyrsti hjá Magnúsi, en Freydís hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn þrisvar.
Í gær urðu Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Gísli Rafn Guðmundsson Íslandsmeistarar í stórsvigi.
Aðeins 11 sekúndubrotum munaði á Hólmfríði og Andreu Björk Birkisdóttur sem varð í öðru sæti. Bæði Hólmfríður og Gísli Rafn voru að vinna sína fyrstu Íslandsmeistaratitla.
Skíðasamband Íslands var með beina útsendingu frá keppninni í svigi á Facebook síðu sinni og má sjá upptökur frá mótinu þar.
Freydís og Magnús sigurvegarar í svigi
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
