Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2018 13:45 Magnús Sigfússon, markaðs- og sölustjóri Steinullar ehf. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. Sýnt var frá steinullarverksmiðjunni og rætt við Magnús Sigfússon, markaðs- og sölustjóra Steinullar ehf., í fréttum Stöðvar 2. Steinullarverksmiðjan var stofnsett fyrir 33 árum og lifir enn góðu lífi á Sauðárkróki. Aðalhráefnið er sandurinn sem Héraðsvötn í Skagafirði bera með sér til sjávar. Hann er síðan blandaður fleiri sandtegundum, bræddur í ofni með rafmagni og spunninn úr honum ullarþráður, sem þó á ekkert skylt við ull sauðkindarinnar. Að lokum verða til steinullarmottur.Steinullarþræðirnir spýtast úr bræðsluofninum.Stöð 2/Arnar HalldórssonÍ verksmiðjunni starfa hartnær fjörutíu manns. Fyrirtækið er með yfir 80 prósenta markshlutdeild á innanlandsmarkaði og selur auk þess steinull til útlanda; til Færeyja, Bretlands, Þýskalands og Sviss. Steinullarmenn telja að landsmenn gætu gert betur í að halda húsum sínum hlýjum og hvetur Magnús til þess að steinull verði notuð meira. „Íslendingar eru ekkert að einangra hús sín rosalega mikið miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Kannski af því að við erum með ódýrari orku. En samt sem áður eru mörg svæði á landinu sem þyldu alveg miklu meiri einangrun heldur en er í dag,“ segir Magnús.Framburður Héraðsvatna í Skagafirði er uppistaðan í steinullinni frá Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann varar við því að ódýr íslensk orka geri menn værukæra og vill að menn horfi betur til orkusparnaðar. „Því að þetta heita vatn og þessi orka sem við erum með, þetta er ekki óþrjótandi auðlind. Og þeir sem nota rafmagn sem upphitun, það er ekki ódýr leið, eins og menn hafa séð bara í samantekt sem Byggðastofnun gerði um daginn,“ segir talsmaður Steinullar ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Umhverfismál Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. Sýnt var frá steinullarverksmiðjunni og rætt við Magnús Sigfússon, markaðs- og sölustjóra Steinullar ehf., í fréttum Stöðvar 2. Steinullarverksmiðjan var stofnsett fyrir 33 árum og lifir enn góðu lífi á Sauðárkróki. Aðalhráefnið er sandurinn sem Héraðsvötn í Skagafirði bera með sér til sjávar. Hann er síðan blandaður fleiri sandtegundum, bræddur í ofni með rafmagni og spunninn úr honum ullarþráður, sem þó á ekkert skylt við ull sauðkindarinnar. Að lokum verða til steinullarmottur.Steinullarþræðirnir spýtast úr bræðsluofninum.Stöð 2/Arnar HalldórssonÍ verksmiðjunni starfa hartnær fjörutíu manns. Fyrirtækið er með yfir 80 prósenta markshlutdeild á innanlandsmarkaði og selur auk þess steinull til útlanda; til Færeyja, Bretlands, Þýskalands og Sviss. Steinullarmenn telja að landsmenn gætu gert betur í að halda húsum sínum hlýjum og hvetur Magnús til þess að steinull verði notuð meira. „Íslendingar eru ekkert að einangra hús sín rosalega mikið miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Kannski af því að við erum með ódýrari orku. En samt sem áður eru mörg svæði á landinu sem þyldu alveg miklu meiri einangrun heldur en er í dag,“ segir Magnús.Framburður Héraðsvatna í Skagafirði er uppistaðan í steinullinni frá Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann varar við því að ódýr íslensk orka geri menn værukæra og vill að menn horfi betur til orkusparnaðar. „Því að þetta heita vatn og þessi orka sem við erum með, þetta er ekki óþrjótandi auðlind. Og þeir sem nota rafmagn sem upphitun, það er ekki ódýr leið, eins og menn hafa séð bara í samantekt sem Byggðastofnun gerði um daginn,“ segir talsmaður Steinullar ehf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Umhverfismál Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira