Dánarbú móðurinnar í eldhafi Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 5. apríl 2018 10:01 Guðni er einn þeirra sem mættur var á vettvang til að fylgjast með brunanum. Inni í Geymslum er dánarbú móður hans. visir/tumi Guðni Björnsson gerir ekki ráð fyrir því að mikið verði eftir af jarðneskum eigu móður sinnar sem féll frá í lok síðasta árs. Hann er meðal þeirra sem horfir skelfingu lostinn á eldhafið og reykmökkinn í hinum mikla bruna sem nú er við Miðhraun í Garðabæ. Þar brenna fyrirtækin Iceware og svo Geymslur, sem er fyrirtæki sem leigir út geymslurými.Vonlítið að eitthvað heillegt komi út úr þessu Guðni og systkini hans höfðu einmitt leigt eitt rými undir hluti úr dánarbúi móður hans. „Það áttu eftir að fara fram skipti á þessu. Þetta er bara þarna inni. Við vitum ekkert,“ segir Guðni í samtali við blaðamann Vísis. Hann segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála, hann er eiginlega úrkula vonar um að nokkuð heillegt komi út úr húsinu. „Þetta er eitthvað sem maður sér ekkert endilega aftur miðað við það sem maður er að horfa á núna.“Skelfilegt að sjá þetta brenna Meðal annars er um að ræða muni sem Guðni tengir við allt frá æsku, nokkuð sem hann tengir persónulega við. „Já, munir sem ég man eftir allt frá því ég var krakki. Þetta er skelfilegt. Það stóð til að fara í þetta núna fljótlega en það er með það eins og annað, það var verið að ganga frá hlutum og þetta var eitt af þeim.“ Guðni lýsir því svo að mágkona hans hafi sent sér skilaboð og spurt hvort það hefði verið haft samband við hann. Það hafði ekki verið gert. „Ég bý í Garðabænum og sá reykinn en var ekki nákvæmlega með staðsetninguna á brunanum. Trúði þessu varla fyrr en ég kom hingað og sá reykinn uppúr þakinu. Og veit að það er ekki mikið eftir þarna inni.“ Sem stendur er mikill eldur. Guðni segir að þau séu fimm systkinin og þau séu í öngum sínum vegna þessa. „Maður veit í sjálfu sér ekkert hvernig svona virkar. Þeir vera eitthvað fram eftir í þessu. Mér sýnist það.“ Þrátt fyrir óvissuástand þá segir Guðni ljóst að aurar muni aldrei bæta þá muni sem ýmislegt bendir til að fari illa í brunanum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Guðni Björnsson gerir ekki ráð fyrir því að mikið verði eftir af jarðneskum eigu móður sinnar sem féll frá í lok síðasta árs. Hann er meðal þeirra sem horfir skelfingu lostinn á eldhafið og reykmökkinn í hinum mikla bruna sem nú er við Miðhraun í Garðabæ. Þar brenna fyrirtækin Iceware og svo Geymslur, sem er fyrirtæki sem leigir út geymslurými.Vonlítið að eitthvað heillegt komi út úr þessu Guðni og systkini hans höfðu einmitt leigt eitt rými undir hluti úr dánarbúi móður hans. „Það áttu eftir að fara fram skipti á þessu. Þetta er bara þarna inni. Við vitum ekkert,“ segir Guðni í samtali við blaðamann Vísis. Hann segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála, hann er eiginlega úrkula vonar um að nokkuð heillegt komi út úr húsinu. „Þetta er eitthvað sem maður sér ekkert endilega aftur miðað við það sem maður er að horfa á núna.“Skelfilegt að sjá þetta brenna Meðal annars er um að ræða muni sem Guðni tengir við allt frá æsku, nokkuð sem hann tengir persónulega við. „Já, munir sem ég man eftir allt frá því ég var krakki. Þetta er skelfilegt. Það stóð til að fara í þetta núna fljótlega en það er með það eins og annað, það var verið að ganga frá hlutum og þetta var eitt af þeim.“ Guðni lýsir því svo að mágkona hans hafi sent sér skilaboð og spurt hvort það hefði verið haft samband við hann. Það hafði ekki verið gert. „Ég bý í Garðabænum og sá reykinn en var ekki nákvæmlega með staðsetninguna á brunanum. Trúði þessu varla fyrr en ég kom hingað og sá reykinn uppúr þakinu. Og veit að það er ekki mikið eftir þarna inni.“ Sem stendur er mikill eldur. Guðni segir að þau séu fimm systkinin og þau séu í öngum sínum vegna þessa. „Maður veit í sjálfu sér ekkert hvernig svona virkar. Þeir vera eitthvað fram eftir í þessu. Mér sýnist það.“ Þrátt fyrir óvissuástand þá segir Guðni ljóst að aurar muni aldrei bæta þá muni sem ýmislegt bendir til að fari illa í brunanum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28