Dánarbú móðurinnar í eldhafi Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 5. apríl 2018 10:01 Guðni er einn þeirra sem mættur var á vettvang til að fylgjast með brunanum. Inni í Geymslum er dánarbú móður hans. visir/tumi Guðni Björnsson gerir ekki ráð fyrir því að mikið verði eftir af jarðneskum eigu móður sinnar sem féll frá í lok síðasta árs. Hann er meðal þeirra sem horfir skelfingu lostinn á eldhafið og reykmökkinn í hinum mikla bruna sem nú er við Miðhraun í Garðabæ. Þar brenna fyrirtækin Iceware og svo Geymslur, sem er fyrirtæki sem leigir út geymslurými.Vonlítið að eitthvað heillegt komi út úr þessu Guðni og systkini hans höfðu einmitt leigt eitt rými undir hluti úr dánarbúi móður hans. „Það áttu eftir að fara fram skipti á þessu. Þetta er bara þarna inni. Við vitum ekkert,“ segir Guðni í samtali við blaðamann Vísis. Hann segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála, hann er eiginlega úrkula vonar um að nokkuð heillegt komi út úr húsinu. „Þetta er eitthvað sem maður sér ekkert endilega aftur miðað við það sem maður er að horfa á núna.“Skelfilegt að sjá þetta brenna Meðal annars er um að ræða muni sem Guðni tengir við allt frá æsku, nokkuð sem hann tengir persónulega við. „Já, munir sem ég man eftir allt frá því ég var krakki. Þetta er skelfilegt. Það stóð til að fara í þetta núna fljótlega en það er með það eins og annað, það var verið að ganga frá hlutum og þetta var eitt af þeim.“ Guðni lýsir því svo að mágkona hans hafi sent sér skilaboð og spurt hvort það hefði verið haft samband við hann. Það hafði ekki verið gert. „Ég bý í Garðabænum og sá reykinn en var ekki nákvæmlega með staðsetninguna á brunanum. Trúði þessu varla fyrr en ég kom hingað og sá reykinn uppúr þakinu. Og veit að það er ekki mikið eftir þarna inni.“ Sem stendur er mikill eldur. Guðni segir að þau séu fimm systkinin og þau séu í öngum sínum vegna þessa. „Maður veit í sjálfu sér ekkert hvernig svona virkar. Þeir vera eitthvað fram eftir í þessu. Mér sýnist það.“ Þrátt fyrir óvissuástand þá segir Guðni ljóst að aurar muni aldrei bæta þá muni sem ýmislegt bendir til að fari illa í brunanum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Guðni Björnsson gerir ekki ráð fyrir því að mikið verði eftir af jarðneskum eigu móður sinnar sem féll frá í lok síðasta árs. Hann er meðal þeirra sem horfir skelfingu lostinn á eldhafið og reykmökkinn í hinum mikla bruna sem nú er við Miðhraun í Garðabæ. Þar brenna fyrirtækin Iceware og svo Geymslur, sem er fyrirtæki sem leigir út geymslurými.Vonlítið að eitthvað heillegt komi út úr þessu Guðni og systkini hans höfðu einmitt leigt eitt rými undir hluti úr dánarbúi móður hans. „Það áttu eftir að fara fram skipti á þessu. Þetta er bara þarna inni. Við vitum ekkert,“ segir Guðni í samtali við blaðamann Vísis. Hann segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála, hann er eiginlega úrkula vonar um að nokkuð heillegt komi út úr húsinu. „Þetta er eitthvað sem maður sér ekkert endilega aftur miðað við það sem maður er að horfa á núna.“Skelfilegt að sjá þetta brenna Meðal annars er um að ræða muni sem Guðni tengir við allt frá æsku, nokkuð sem hann tengir persónulega við. „Já, munir sem ég man eftir allt frá því ég var krakki. Þetta er skelfilegt. Það stóð til að fara í þetta núna fljótlega en það er með það eins og annað, það var verið að ganga frá hlutum og þetta var eitt af þeim.“ Guðni lýsir því svo að mágkona hans hafi sent sér skilaboð og spurt hvort það hefði verið haft samband við hann. Það hafði ekki verið gert. „Ég bý í Garðabænum og sá reykinn en var ekki nákvæmlega með staðsetninguna á brunanum. Trúði þessu varla fyrr en ég kom hingað og sá reykinn uppúr þakinu. Og veit að það er ekki mikið eftir þarna inni.“ Sem stendur er mikill eldur. Guðni segir að þau séu fimm systkinin og þau séu í öngum sínum vegna þessa. „Maður veit í sjálfu sér ekkert hvernig svona virkar. Þeir vera eitthvað fram eftir í þessu. Mér sýnist það.“ Þrátt fyrir óvissuástand þá segir Guðni ljóst að aurar muni aldrei bæta þá muni sem ýmislegt bendir til að fari illa í brunanum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28