Dánarbú móðurinnar í eldhafi Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 5. apríl 2018 10:01 Guðni er einn þeirra sem mættur var á vettvang til að fylgjast með brunanum. Inni í Geymslum er dánarbú móður hans. visir/tumi Guðni Björnsson gerir ekki ráð fyrir því að mikið verði eftir af jarðneskum eigu móður sinnar sem féll frá í lok síðasta árs. Hann er meðal þeirra sem horfir skelfingu lostinn á eldhafið og reykmökkinn í hinum mikla bruna sem nú er við Miðhraun í Garðabæ. Þar brenna fyrirtækin Iceware og svo Geymslur, sem er fyrirtæki sem leigir út geymslurými.Vonlítið að eitthvað heillegt komi út úr þessu Guðni og systkini hans höfðu einmitt leigt eitt rými undir hluti úr dánarbúi móður hans. „Það áttu eftir að fara fram skipti á þessu. Þetta er bara þarna inni. Við vitum ekkert,“ segir Guðni í samtali við blaðamann Vísis. Hann segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála, hann er eiginlega úrkula vonar um að nokkuð heillegt komi út úr húsinu. „Þetta er eitthvað sem maður sér ekkert endilega aftur miðað við það sem maður er að horfa á núna.“Skelfilegt að sjá þetta brenna Meðal annars er um að ræða muni sem Guðni tengir við allt frá æsku, nokkuð sem hann tengir persónulega við. „Já, munir sem ég man eftir allt frá því ég var krakki. Þetta er skelfilegt. Það stóð til að fara í þetta núna fljótlega en það er með það eins og annað, það var verið að ganga frá hlutum og þetta var eitt af þeim.“ Guðni lýsir því svo að mágkona hans hafi sent sér skilaboð og spurt hvort það hefði verið haft samband við hann. Það hafði ekki verið gert. „Ég bý í Garðabænum og sá reykinn en var ekki nákvæmlega með staðsetninguna á brunanum. Trúði þessu varla fyrr en ég kom hingað og sá reykinn uppúr þakinu. Og veit að það er ekki mikið eftir þarna inni.“ Sem stendur er mikill eldur. Guðni segir að þau séu fimm systkinin og þau séu í öngum sínum vegna þessa. „Maður veit í sjálfu sér ekkert hvernig svona virkar. Þeir vera eitthvað fram eftir í þessu. Mér sýnist það.“ Þrátt fyrir óvissuástand þá segir Guðni ljóst að aurar muni aldrei bæta þá muni sem ýmislegt bendir til að fari illa í brunanum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira
Guðni Björnsson gerir ekki ráð fyrir því að mikið verði eftir af jarðneskum eigu móður sinnar sem féll frá í lok síðasta árs. Hann er meðal þeirra sem horfir skelfingu lostinn á eldhafið og reykmökkinn í hinum mikla bruna sem nú er við Miðhraun í Garðabæ. Þar brenna fyrirtækin Iceware og svo Geymslur, sem er fyrirtæki sem leigir út geymslurými.Vonlítið að eitthvað heillegt komi út úr þessu Guðni og systkini hans höfðu einmitt leigt eitt rými undir hluti úr dánarbúi móður hans. „Það áttu eftir að fara fram skipti á þessu. Þetta er bara þarna inni. Við vitum ekkert,“ segir Guðni í samtali við blaðamann Vísis. Hann segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála, hann er eiginlega úrkula vonar um að nokkuð heillegt komi út úr húsinu. „Þetta er eitthvað sem maður sér ekkert endilega aftur miðað við það sem maður er að horfa á núna.“Skelfilegt að sjá þetta brenna Meðal annars er um að ræða muni sem Guðni tengir við allt frá æsku, nokkuð sem hann tengir persónulega við. „Já, munir sem ég man eftir allt frá því ég var krakki. Þetta er skelfilegt. Það stóð til að fara í þetta núna fljótlega en það er með það eins og annað, það var verið að ganga frá hlutum og þetta var eitt af þeim.“ Guðni lýsir því svo að mágkona hans hafi sent sér skilaboð og spurt hvort það hefði verið haft samband við hann. Það hafði ekki verið gert. „Ég bý í Garðabænum og sá reykinn en var ekki nákvæmlega með staðsetninguna á brunanum. Trúði þessu varla fyrr en ég kom hingað og sá reykinn uppúr þakinu. Og veit að það er ekki mikið eftir þarna inni.“ Sem stendur er mikill eldur. Guðni segir að þau séu fimm systkinin og þau séu í öngum sínum vegna þessa. „Maður veit í sjálfu sér ekkert hvernig svona virkar. Þeir vera eitthvað fram eftir í þessu. Mér sýnist það.“ Þrátt fyrir óvissuástand þá segir Guðni ljóst að aurar muni aldrei bæta þá muni sem ýmislegt bendir til að fari illa í brunanum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28