Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2018 14:30 Ragnar Jóhannsson hefur staðið sig vel á æfingum landsliðsins. vísir/rakel ósk Ragnar Jóhannsson, leikmaður Hüttenberg í þýsku 1. deildinni í handbolta, er einn af nýliðunum í íslenska landsliðshópnum sem ferðast til Noregs í dag og tekur þar þátt í Gulldeildinni, gríðarlega sterku æfingamóti þar sem strákarnir okkar mæta heimamönnum, Dönum og Frökkum. Fleiri nýliðar eru í hópnum sem eru töluvert yngri en Ragnar, en þessi 27 ára gamla skytta, sem verður 28 ára í október, hefur aldrei fengið tækifæri með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið að spila vel undanfarin misseri í Þýskalandi. Hann þykir hafa staðið sig vel á fyrstu æfingum með landsliðinu og fagnar því að fá tækifærið núna. Betra er jú seint en aldrei.Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands.Vísir/VilhelmTreystir þjálfurunum „Það er rétt,“ segir Ragnar við íþróttadeild á æfingu landsliðsins og brosir breitt. „Það er bara vonandi að ég geti hjálpað til og staðið mig vel.“ Ragnar hefur ekkert verið að svekkja sig á því að vera ekki valinn í landsliðið þrátt fyrir að honum hafi gengið vel með félagsliði sínu að undanförnum. „Ég hef ekkert verið að velta þessu mikið fyrir mér. Hver þjálfari ræður hverja hann velur í liðið og ég treysti þeim alltaf fyrir þessu. Ég hef ekkert verið að bíða í mörg ár eftir þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur að hafa verið valinn núna,“ segir hann. Hægri vængurinn hefur stundum verið ákveðið vandamál hjá íslenska liðinu á síðustu mótum og því hlýtur Selfyssingurinn að sjá fyrir sér að komast jafnvel með strákunum okkar á HM á næsta ári.Haukur Þrastarson og aðrir ungir leikmenn Selfoss-liðsins hafa verið magnaðir í vetur.vísir/stefánFylgist með sínum strákum „Ég sé það að ef ég stend mig hérna á ég möguleika á að komast lengra og gera meira úr mínum ferli þannig ég ætla að gefa allt í þetta,“ segir Ragnar. Uppeldisfélag Ragnars, Selfoss, hefur vakið gríðarlega athygli í Olís-deildinni í vetur þar sem ungir og efnilegir menn hafa blómstrað. Ragnar hefur fylgst vel með sínum strákum. „Ég er búinn að fylgjast vel með deildinni í vetur. Umgjörðin í kringum hana er orðin mjög flott og gæðin á deildinni mikil. Það er rosalega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið virkilega flott heima á Selfossi þannig vonandi ná þessir strákar að halda þessi skriði í nokkur ár,“ segir Ragnar, en ætlar hann að koma heim í bráð og taka þátt í ævintýrinu? „Ég ætla allavega að klára samninginn minn úti en svo er aldrei að vita,“ segir Ragnar Jóhannsson brosandi að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Sjá meira
Ragnar Jóhannsson, leikmaður Hüttenberg í þýsku 1. deildinni í handbolta, er einn af nýliðunum í íslenska landsliðshópnum sem ferðast til Noregs í dag og tekur þar þátt í Gulldeildinni, gríðarlega sterku æfingamóti þar sem strákarnir okkar mæta heimamönnum, Dönum og Frökkum. Fleiri nýliðar eru í hópnum sem eru töluvert yngri en Ragnar, en þessi 27 ára gamla skytta, sem verður 28 ára í október, hefur aldrei fengið tækifæri með landsliðinu þrátt fyrir að hafa verið að spila vel undanfarin misseri í Þýskalandi. Hann þykir hafa staðið sig vel á fyrstu æfingum með landsliðinu og fagnar því að fá tækifærið núna. Betra er jú seint en aldrei.Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands.Vísir/VilhelmTreystir þjálfurunum „Það er rétt,“ segir Ragnar við íþróttadeild á æfingu landsliðsins og brosir breitt. „Það er bara vonandi að ég geti hjálpað til og staðið mig vel.“ Ragnar hefur ekkert verið að svekkja sig á því að vera ekki valinn í landsliðið þrátt fyrir að honum hafi gengið vel með félagsliði sínu að undanförnum. „Ég hef ekkert verið að velta þessu mikið fyrir mér. Hver þjálfari ræður hverja hann velur í liðið og ég treysti þeim alltaf fyrir þessu. Ég hef ekkert verið að bíða í mörg ár eftir þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur að hafa verið valinn núna,“ segir hann. Hægri vængurinn hefur stundum verið ákveðið vandamál hjá íslenska liðinu á síðustu mótum og því hlýtur Selfyssingurinn að sjá fyrir sér að komast jafnvel með strákunum okkar á HM á næsta ári.Haukur Þrastarson og aðrir ungir leikmenn Selfoss-liðsins hafa verið magnaðir í vetur.vísir/stefánFylgist með sínum strákum „Ég sé það að ef ég stend mig hérna á ég möguleika á að komast lengra og gera meira úr mínum ferli þannig ég ætla að gefa allt í þetta,“ segir Ragnar. Uppeldisfélag Ragnars, Selfoss, hefur vakið gríðarlega athygli í Olís-deildinni í vetur þar sem ungir og efnilegir menn hafa blómstrað. Ragnar hefur fylgst vel með sínum strákum. „Ég er búinn að fylgjast vel með deildinni í vetur. Umgjörðin í kringum hana er orðin mjög flott og gæðin á deildinni mikil. Það er rosalega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Ragnar. „Þetta er orðið virkilega flott heima á Selfossi þannig vonandi ná þessir strákar að halda þessi skriði í nokkur ár,“ segir Ragnar, en ætlar hann að koma heim í bráð og taka þátt í ævintýrinu? „Ég ætla allavega að klára samninginn minn úti en svo er aldrei að vita,“ segir Ragnar Jóhannsson brosandi að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30 Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17 Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Sjá meira
Gummi Gumm: Framtíðin er björt Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, þurfti að gera breytingar á hópnum sem fer til Noregs og tekur þátt í Gulldeildinni. 3. apríl 2018 19:30
Breytingar á landsliðshópunum: Þessir 18 fara til Noregs Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera breytingar á hópnum sem fer í Gulldeildina í Noregi. 3. apríl 2018 11:17
Tomas Svensson: Þurfum að passa upp á Viktor Gísla Sænska markvarðargoðsögnin er hrikalega spenntur fyrir íslenska stráknum sem er einn sá efnilegasti í Evrópu. 3. apríl 2018 19:00