Hundinum sem réðst á drenginn lógað Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2018 16:59 Drengurinn slasaðist illa en það reyndist honum vel að vera með hjálm á höfðinu. Hann hafði verið á hjóli. vísir/heiða Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. Þetta staðfestir eigandi hundsins í samtali við Vísi en hann var mættur til dýralæknis þar sem aðgerðin fór fram þegar Vísir náði af honum tali. „Ég vona svo sannarlega að barnið nái sér að fullu og mun fylgjast með því enda í stöðugu sambandi við foreldra þess,“ segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi hundsins sem var af tegundinni Alaska Malamute. Hann vildi ekki ræða málið nánar þar sem hann væri að syrgja hundinn sinn. Hundurinn var í keðju fyrir utan hús eigandans í Vatnsendahvefinu í Kópavogi þegar drengurinn fór að honum til að kjassa hann. Fór það svo að hundurinn beit drenginn illa sem var hraðað á sjúkrahús þar sem þurfti að sauma um áttatíu spor í andlit hans. Eigendur hundsins voru ekki heima en sonur Vilhelms á tvítugsaldri var heima. Nágrannar sem Vísir ræddi við í dag segja það hafa verið tímaspursmál hvenær eitthvað gerðist með hundinn sem væri langtímum saman í keðju fyrir utan húsið. Póstburðarmaður hafi verið bitinn en fyrir það þvertekur Vilhelm. Í 11. grein samþykktar um hundahald í Kópavogi segir að hafi eigandi ástæður til þess að ætla að hundur hans sé grimmur skuli hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis. „Hafi hundur bitið mann og/eða er hættulegur getur eftirlitsaðili, tjónþoli eða forráðamaður hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður. Óski hundaeigandi þess skal leita álits sérfróðs aðila, dýralæknis eða hundaþjálfara sem Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis viðurkennir áður en ákvörðun um aflífun er tekin.“ Dýr Tengdar fréttir Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. Þetta staðfestir eigandi hundsins í samtali við Vísi en hann var mættur til dýralæknis þar sem aðgerðin fór fram þegar Vísir náði af honum tali. „Ég vona svo sannarlega að barnið nái sér að fullu og mun fylgjast með því enda í stöðugu sambandi við foreldra þess,“ segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi hundsins sem var af tegundinni Alaska Malamute. Hann vildi ekki ræða málið nánar þar sem hann væri að syrgja hundinn sinn. Hundurinn var í keðju fyrir utan hús eigandans í Vatnsendahvefinu í Kópavogi þegar drengurinn fór að honum til að kjassa hann. Fór það svo að hundurinn beit drenginn illa sem var hraðað á sjúkrahús þar sem þurfti að sauma um áttatíu spor í andlit hans. Eigendur hundsins voru ekki heima en sonur Vilhelms á tvítugsaldri var heima. Nágrannar sem Vísir ræddi við í dag segja það hafa verið tímaspursmál hvenær eitthvað gerðist með hundinn sem væri langtímum saman í keðju fyrir utan húsið. Póstburðarmaður hafi verið bitinn en fyrir það þvertekur Vilhelm. Í 11. grein samþykktar um hundahald í Kópavogi segir að hafi eigandi ástæður til þess að ætla að hundur hans sé grimmur skuli hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis. „Hafi hundur bitið mann og/eða er hættulegur getur eftirlitsaðili, tjónþoli eða forráðamaður hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður. Óski hundaeigandi þess skal leita álits sérfróðs aðila, dýralæknis eða hundaþjálfara sem Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis viðurkennir áður en ákvörðun um aflífun er tekin.“
Dýr Tengdar fréttir Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22