Hundinum sem réðst á drenginn lógað Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2018 16:59 Drengurinn slasaðist illa en það reyndist honum vel að vera með hjálm á höfðinu. Hann hafði verið á hjóli. vísir/heiða Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. Þetta staðfestir eigandi hundsins í samtali við Vísi en hann var mættur til dýralæknis þar sem aðgerðin fór fram þegar Vísir náði af honum tali. „Ég vona svo sannarlega að barnið nái sér að fullu og mun fylgjast með því enda í stöðugu sambandi við foreldra þess,“ segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi hundsins sem var af tegundinni Alaska Malamute. Hann vildi ekki ræða málið nánar þar sem hann væri að syrgja hundinn sinn. Hundurinn var í keðju fyrir utan hús eigandans í Vatnsendahvefinu í Kópavogi þegar drengurinn fór að honum til að kjassa hann. Fór það svo að hundurinn beit drenginn illa sem var hraðað á sjúkrahús þar sem þurfti að sauma um áttatíu spor í andlit hans. Eigendur hundsins voru ekki heima en sonur Vilhelms á tvítugsaldri var heima. Nágrannar sem Vísir ræddi við í dag segja það hafa verið tímaspursmál hvenær eitthvað gerðist með hundinn sem væri langtímum saman í keðju fyrir utan húsið. Póstburðarmaður hafi verið bitinn en fyrir það þvertekur Vilhelm. Í 11. grein samþykktar um hundahald í Kópavogi segir að hafi eigandi ástæður til þess að ætla að hundur hans sé grimmur skuli hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis. „Hafi hundur bitið mann og/eða er hættulegur getur eftirlitsaðili, tjónþoli eða forráðamaður hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður. Óski hundaeigandi þess skal leita álits sérfróðs aðila, dýralæknis eða hundaþjálfara sem Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis viðurkennir áður en ákvörðun um aflífun er tekin.“ Dýr Tengdar fréttir Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. Þetta staðfestir eigandi hundsins í samtali við Vísi en hann var mættur til dýralæknis þar sem aðgerðin fór fram þegar Vísir náði af honum tali. „Ég vona svo sannarlega að barnið nái sér að fullu og mun fylgjast með því enda í stöðugu sambandi við foreldra þess,“ segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi hundsins sem var af tegundinni Alaska Malamute. Hann vildi ekki ræða málið nánar þar sem hann væri að syrgja hundinn sinn. Hundurinn var í keðju fyrir utan hús eigandans í Vatnsendahvefinu í Kópavogi þegar drengurinn fór að honum til að kjassa hann. Fór það svo að hundurinn beit drenginn illa sem var hraðað á sjúkrahús þar sem þurfti að sauma um áttatíu spor í andlit hans. Eigendur hundsins voru ekki heima en sonur Vilhelms á tvítugsaldri var heima. Nágrannar sem Vísir ræddi við í dag segja það hafa verið tímaspursmál hvenær eitthvað gerðist með hundinn sem væri langtímum saman í keðju fyrir utan húsið. Póstburðarmaður hafi verið bitinn en fyrir það þvertekur Vilhelm. Í 11. grein samþykktar um hundahald í Kópavogi segir að hafi eigandi ástæður til þess að ætla að hundur hans sé grimmur skuli hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis. „Hafi hundur bitið mann og/eða er hættulegur getur eftirlitsaðili, tjónþoli eða forráðamaður hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður. Óski hundaeigandi þess skal leita álits sérfróðs aðila, dýralæknis eða hundaþjálfara sem Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis viðurkennir áður en ákvörðun um aflífun er tekin.“
Dýr Tengdar fréttir Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22