Hundinum sem réðst á drenginn lógað Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2018 16:59 Drengurinn slasaðist illa en það reyndist honum vel að vera með hjálm á höfðinu. Hann hafði verið á hjóli. vísir/heiða Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. Þetta staðfestir eigandi hundsins í samtali við Vísi en hann var mættur til dýralæknis þar sem aðgerðin fór fram þegar Vísir náði af honum tali. „Ég vona svo sannarlega að barnið nái sér að fullu og mun fylgjast með því enda í stöðugu sambandi við foreldra þess,“ segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi hundsins sem var af tegundinni Alaska Malamute. Hann vildi ekki ræða málið nánar þar sem hann væri að syrgja hundinn sinn. Hundurinn var í keðju fyrir utan hús eigandans í Vatnsendahvefinu í Kópavogi þegar drengurinn fór að honum til að kjassa hann. Fór það svo að hundurinn beit drenginn illa sem var hraðað á sjúkrahús þar sem þurfti að sauma um áttatíu spor í andlit hans. Eigendur hundsins voru ekki heima en sonur Vilhelms á tvítugsaldri var heima. Nágrannar sem Vísir ræddi við í dag segja það hafa verið tímaspursmál hvenær eitthvað gerðist með hundinn sem væri langtímum saman í keðju fyrir utan húsið. Póstburðarmaður hafi verið bitinn en fyrir það þvertekur Vilhelm. Í 11. grein samþykktar um hundahald í Kópavogi segir að hafi eigandi ástæður til þess að ætla að hundur hans sé grimmur skuli hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis. „Hafi hundur bitið mann og/eða er hættulegur getur eftirlitsaðili, tjónþoli eða forráðamaður hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður. Óski hundaeigandi þess skal leita álits sérfróðs aðila, dýralæknis eða hundaþjálfara sem Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis viðurkennir áður en ákvörðun um aflífun er tekin.“ Dýr Tengdar fréttir Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tæplega tveggja ára gamall Alaska Malamute hundur sem beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa verður aflífaður. Þetta staðfestir eigandi hundsins í samtali við Vísi en hann var mættur til dýralæknis þar sem aðgerðin fór fram þegar Vísir náði af honum tali. „Ég vona svo sannarlega að barnið nái sér að fullu og mun fylgjast með því enda í stöðugu sambandi við foreldra þess,“ segir Vilhelm Patrick Bernhöft eigandi hundsins sem var af tegundinni Alaska Malamute. Hann vildi ekki ræða málið nánar þar sem hann væri að syrgja hundinn sinn. Hundurinn var í keðju fyrir utan hús eigandans í Vatnsendahvefinu í Kópavogi þegar drengurinn fór að honum til að kjassa hann. Fór það svo að hundurinn beit drenginn illa sem var hraðað á sjúkrahús þar sem þurfti að sauma um áttatíu spor í andlit hans. Eigendur hundsins voru ekki heima en sonur Vilhelms á tvítugsaldri var heima. Nágrannar sem Vísir ræddi við í dag segja það hafa verið tímaspursmál hvenær eitthvað gerðist með hundinn sem væri langtímum saman í keðju fyrir utan húsið. Póstburðarmaður hafi verið bitinn en fyrir það þvertekur Vilhelm. Í 11. grein samþykktar um hundahald í Kópavogi segir að hafi eigandi ástæður til þess að ætla að hundur hans sé grimmur skuli hann sjá til þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis. „Hafi hundur bitið mann og/eða er hættulegur getur eftirlitsaðili, tjónþoli eða forráðamaður hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður. Óski hundaeigandi þess skal leita álits sérfróðs aðila, dýralæknis eða hundaþjálfara sem Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis viðurkennir áður en ákvörðun um aflífun er tekin.“
Dýr Tengdar fréttir Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vilja lóga hundi eftir árás á fimm ára dreng í Kópavogi Eigendur hunds af tegundinni Alaska Malamute hafa beðið um að dýrið verði aflífað eftir að hann beit fimm ára dreng í Kópavogi á föstudaginn langa. 3. apríl 2018 11:22