Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2018 11:00 Úr leik hjá Fram og ÍBV. vísir/ernir Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ÍBV hafa væntanlega ekki hoppað hæð sína af kæti þegar ljóst var að liðið myndi mæta Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Tölfræðin er allavega ekki með Eyjakonum í liði. Fram og ÍBV hafa mæst fjórum sinnum í vetur; þrisvar í Olís-deildinni og einu sinni í Coca Cola-bikarnum. Framkonur unnu alla leikina með samtals 16 marka mun. Fram vann engan af þessum leikjum með minna en þriggja marka mun. ÍBV endaði í 3. sæti Olís-deildarinnar með 30 stig. Liðið vann 14 af 21 leik, gerði tvö jafntefli og tapaði fimm leikjum, þar af þremur á móti Fram. Íslandsmeistararnir hafa verið nær óstöðvandi eftir áramót en tap fyrir Haukum í fyrsta leik eftir bikarhelgina gerði út um vonir liðsins á að verða deildarmeistarar. Deildarmeistaratitilinn virðist þó gefa liðum lítið þegar á hólminn er komið. Frá 2013 hafa deildarmeistarar aðeins einu sinni staðið uppi sem Íslandsmeistarar (Grótta 2015). Síðan úrslitakeppnin var tekin upp að nýju 2009 hefur Fram sex sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og tvisvar unnið þann stóra (2013 og 2017). Fram hefur 21 sinni orðið Íslandsmeistari, oftast allra liða. ÍBV hefur hins vegar ekki komist í úrslit um titilinn síðan 2005. Eyjakonur voru fastagestir í úrslitum á fyrstu árum þessarar aldar og unnu þá fjóra Íslandsmeistaratitla (2000, 2003, 2004 og 2006). Á morgun hefst hin undanúrslitarimman, milli deildarmeistara Vals og Hauka. Valskonur unnu tvo af þremur leikjum liðanna í Olís-deildinni og einn endaði með jafntefli. Liðin mættust m.a. í lokaumferð deildarinnar þar sem Valur vann sex marka sigur, 28-22, og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn. Valur hefur ekki farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2014. Það er öllu lengra síðan Haukar komust í úrslitaeinvígið, eða 2005 þegar liðið varð síðast Íslandsmeistari. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ÍBV hafa væntanlega ekki hoppað hæð sína af kæti þegar ljóst var að liðið myndi mæta Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Tölfræðin er allavega ekki með Eyjakonum í liði. Fram og ÍBV hafa mæst fjórum sinnum í vetur; þrisvar í Olís-deildinni og einu sinni í Coca Cola-bikarnum. Framkonur unnu alla leikina með samtals 16 marka mun. Fram vann engan af þessum leikjum með minna en þriggja marka mun. ÍBV endaði í 3. sæti Olís-deildarinnar með 30 stig. Liðið vann 14 af 21 leik, gerði tvö jafntefli og tapaði fimm leikjum, þar af þremur á móti Fram. Íslandsmeistararnir hafa verið nær óstöðvandi eftir áramót en tap fyrir Haukum í fyrsta leik eftir bikarhelgina gerði út um vonir liðsins á að verða deildarmeistarar. Deildarmeistaratitilinn virðist þó gefa liðum lítið þegar á hólminn er komið. Frá 2013 hafa deildarmeistarar aðeins einu sinni staðið uppi sem Íslandsmeistarar (Grótta 2015). Síðan úrslitakeppnin var tekin upp að nýju 2009 hefur Fram sex sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og tvisvar unnið þann stóra (2013 og 2017). Fram hefur 21 sinni orðið Íslandsmeistari, oftast allra liða. ÍBV hefur hins vegar ekki komist í úrslit um titilinn síðan 2005. Eyjakonur voru fastagestir í úrslitum á fyrstu árum þessarar aldar og unnu þá fjóra Íslandsmeistaratitla (2000, 2003, 2004 og 2006). Á morgun hefst hin undanúrslitarimman, milli deildarmeistara Vals og Hauka. Valskonur unnu tvo af þremur leikjum liðanna í Olís-deildinni og einn endaði með jafntefli. Liðin mættust m.a. í lokaumferð deildarinnar þar sem Valur vann sex marka sigur, 28-22, og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn. Valur hefur ekki farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2014. Það er öllu lengra síðan Haukar komust í úrslitaeinvígið, eða 2005 þegar liðið varð síðast Íslandsmeistari.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira