Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. apríl 2018 18:30 Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Með yfirtöku ráðuneytisins á rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi vill ráðherra færa þjónustuna nær heilbrigðiskerfinu og tryggja jafna utanspítalaþjónustu. Eins og áður hefur verið greint frá hættir Rauðir krossinn á Íslandi rekstri sjúkrabílaflotans eins fljótt og hægt er eftir að samningaviðræður samtakanna og heilbrigðisráðherra, um áframhaldandi rekstur, runnu út í sandinn.Sjúkrabíll á leið í útkallVísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur ráðuneytið átt í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku á rekstrinum. Annars vegar Neyðarlínuna, sem á rekur neyðarnúmerið Einn, einn, tveir og hins vegar Ríkislögreglustjóra sem rekur bílamiðstöð lögreglubíla í landinu. Allir aðilar hafa verið sammála um rekstri sjúkrabílaflotans hafi verið afar vel sinnt í höndum Rauða krossins en heilbrigðisráðherra vill færa reksturinn nær rekstri heilbrigðisþjónustunnar. „Rekstur sjúkrabíla er partur af heilbrigðiskerfinu. Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og ég held að við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Fjárhagslegt uppgjör og kaup ríkisins á sjúkrabílaflotanum sem nú er í eigu Rauða krossins er ólokið en brýnt er að endurnýjun hefjist sem fyrst, þar sem stór hluti bílanna er mikið ekinn eða orðinn gamall. Ráðherra segir að endurnýjun bílanna verði hraðað eins og kostur gefst. Með breytingunum vonast ráðherra til þess að samhæfing og nýting verði meiri og að aðgangur að sjúkrahúsþjónustu utan spítala verði jafn á landsvísu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraFréttablaðið/EyþórÍ lok júní á síðasta ári hélt fagráð sjúkraflutninga kynningu á rekstri sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðset yrði á Suðurlandi. Þessar hugmyndir kynntar ráðherra sem segir ekki útilokað prófa slíkan rekstur en áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið er um þrjú hundruð milljónir króna. „Já, það er til skoðunar. Það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ segir Svandís. Starfshópur skilaði tillögum sem nú er til skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins og er niðurstaða væntanleg á allra næstu dögum.Hefur þetta áhrif á þá þjónustu sem Landhelgisgæslan hefur sinnt? „Þetta er samspil. Þetta er mjög flókið samspil og þetta er eitt af því sem að mér finnst vera umhugsunarefni í okkar annars góða heilbrigðiskerfi, hversu brotakennt er. Það sem mér finnst ánægjulegt við þessa umræðu er það að allir sem að borðinu koma vera samstilltir í því að finna leiðir til þess að ráðstafa opinberu fé skynsamlegar en við höfum gert,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Með yfirtöku ráðuneytisins á rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi vill ráðherra færa þjónustuna nær heilbrigðiskerfinu og tryggja jafna utanspítalaþjónustu. Eins og áður hefur verið greint frá hættir Rauðir krossinn á Íslandi rekstri sjúkrabílaflotans eins fljótt og hægt er eftir að samningaviðræður samtakanna og heilbrigðisráðherra, um áframhaldandi rekstur, runnu út í sandinn.Sjúkrabíll á leið í útkallVísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur ráðuneytið átt í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku á rekstrinum. Annars vegar Neyðarlínuna, sem á rekur neyðarnúmerið Einn, einn, tveir og hins vegar Ríkislögreglustjóra sem rekur bílamiðstöð lögreglubíla í landinu. Allir aðilar hafa verið sammála um rekstri sjúkrabílaflotans hafi verið afar vel sinnt í höndum Rauða krossins en heilbrigðisráðherra vill færa reksturinn nær rekstri heilbrigðisþjónustunnar. „Rekstur sjúkrabíla er partur af heilbrigðiskerfinu. Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og ég held að við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Fjárhagslegt uppgjör og kaup ríkisins á sjúkrabílaflotanum sem nú er í eigu Rauða krossins er ólokið en brýnt er að endurnýjun hefjist sem fyrst, þar sem stór hluti bílanna er mikið ekinn eða orðinn gamall. Ráðherra segir að endurnýjun bílanna verði hraðað eins og kostur gefst. Með breytingunum vonast ráðherra til þess að samhæfing og nýting verði meiri og að aðgangur að sjúkrahúsþjónustu utan spítala verði jafn á landsvísu.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherraFréttablaðið/EyþórÍ lok júní á síðasta ári hélt fagráð sjúkraflutninga kynningu á rekstri sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðset yrði á Suðurlandi. Þessar hugmyndir kynntar ráðherra sem segir ekki útilokað prófa slíkan rekstur en áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið er um þrjú hundruð milljónir króna. „Já, það er til skoðunar. Það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ segir Svandís. Starfshópur skilaði tillögum sem nú er til skoðunar innan heilbrigðisráðuneytisins og er niðurstaða væntanleg á allra næstu dögum.Hefur þetta áhrif á þá þjónustu sem Landhelgisgæslan hefur sinnt? „Þetta er samspil. Þetta er mjög flókið samspil og þetta er eitt af því sem að mér finnst vera umhugsunarefni í okkar annars góða heilbrigðiskerfi, hversu brotakennt er. Það sem mér finnst ánægjulegt við þessa umræðu er það að allir sem að borðinu koma vera samstilltir í því að finna leiðir til þess að ráðstafa opinberu fé skynsamlegar en við höfum gert,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Sjá meira
Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46
Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45