Sindri gæti hafa farið víða Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 19. apríl 2018 12:15 Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglan á Suðurnesjum. Enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári Sindra Þórs Stefánssonar sem strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudags. Þá hefur ekki tekist að hafa uppi á leigubílstjóra sem ók Sindra að flugstöðinni í Keflavík en lögreglu hafa þó borist nokkrar ábendingar sem eru til skoðunar. Sindri Þór pantaði flugmiða til Stokkhólms klukkustund áður en hann strauk af Sogni aðfaranótt þriðjudags. Líkt og kunnugt er tókst Sindra að yfirgefa landið nokkrum klukkustundum eftir að hann flúði fangelsið. Ekkert hefur til hans spurst síðan hann lenti á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi á þriðjudag að sögn Gunnars Schram, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé, í hvaða landi, hvort hann sé í Svíþjóð ennþá og á þessum tíma sem er liðinn þá gæti hann náttúrlega komið sér víða,“ segir Gunnar.Greint var frá því í gær að Sindri hafi komið að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá Skoda. Þrátt fyrir ýmsar ábendingar hefur ekki tekist að hafa uppi á bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. „Okkur hafa borist ábendingar vegna þess sem að við erum akkúrat að skoða eins og staðan er núna. Það hefur ekkert gefið okkur ennþá,“ segir Gunnar. Alls hafa fjórir verið yfirheyrðir í tengslum við leitina að Sindra en af þeim hafa tveir réttarstöðu sakbornings, grunaðir um aðild að flótta Sindra. Þeir voru látnir lausir eftir yfirheyrslur. Að svo stöddu hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari yfirheyrslur, að sögn Gunnars. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Enn hefur ekki tekist að hafa hendur í hári Sindra Þórs Stefánssonar sem strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudags. Þá hefur ekki tekist að hafa uppi á leigubílstjóra sem ók Sindra að flugstöðinni í Keflavík en lögreglu hafa þó borist nokkrar ábendingar sem eru til skoðunar. Sindri Þór pantaði flugmiða til Stokkhólms klukkustund áður en hann strauk af Sogni aðfaranótt þriðjudags. Líkt og kunnugt er tókst Sindra að yfirgefa landið nokkrum klukkustundum eftir að hann flúði fangelsið. Ekkert hefur til hans spurst síðan hann lenti á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi á þriðjudag að sögn Gunnars Schram, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé, í hvaða landi, hvort hann sé í Svíþjóð ennþá og á þessum tíma sem er liðinn þá gæti hann náttúrlega komið sér víða,“ segir Gunnar.Greint var frá því í gær að Sindri hafi komið að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá Skoda. Þrátt fyrir ýmsar ábendingar hefur ekki tekist að hafa uppi á bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. „Okkur hafa borist ábendingar vegna þess sem að við erum akkúrat að skoða eins og staðan er núna. Það hefur ekkert gefið okkur ennþá,“ segir Gunnar. Alls hafa fjórir verið yfirheyrðir í tengslum við leitina að Sindra en af þeim hafa tveir réttarstöðu sakbornings, grunaðir um aðild að flótta Sindra. Þeir voru látnir lausir eftir yfirheyrslur. Að svo stöddu hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari yfirheyrslur, að sögn Gunnars.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52
Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. 18. apríl 2018 13:33
Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43