Kenndin krukk í sköpunarverkið Halldór Björn Runólfsson skrifar 19. apríl 2018 07:00 Í flestum helstu trúarbrögðum heims eru guðirnir sagðir almáttugir, þó svo oftar en ekki komi annað í ljós við nákvæmari lestur hinna helgu rita. Alls konar ljón virðast vera í veginum fyrir framgangi boðorða almættisins, sleifarlag, gleymska og fljótaskrift, svo eitthvað sé nefnt. Almættinu mætti að þessu leyti líkja við stjórnsýsluna, það ætlar aldrei að koma ætlunarverkinu heillegu á koppinn. Þannig er einn hængur á sköpunarverkinu sem valdið hefur miklum látum síðustu vikurnar, blessuð forhúðin sem hylur getnaðarlim nýfæddra sveinbarna. Ef marka má fyrstu Mósebók, sautjánda kafla, gaf Drottinn sig sem oftar á tal við Abram, þá níutíu og níu ára gamlan öldunginn og bauð honum að umskera sig og allt karlkyns í sinni umsjá, frjálsborið sem og keypt frá útlöndum. Svo sem endranær var allt í boðhætti hjá almættinu: „Þú skalt,“ „Far þú,“ „Tak þú,“ og svo framvegis. Það duga engar refjar við Drottin enda tók Abram til óspilltra málanna og umskar sjálfan sig, Ísmael son sinn, þrettán ára gamlan, og alla aðra karla sína á einum degi. Í árdaga var greinilega ekkert pláss fyrir spurningar á borð við: „Hvers vegna?“, „Hver er tilgangurinn?“ eða: „Er ávinningurinn skaðans virði?“ Slíkar spurningar sem nú þykja sjálfsagðar og jafnvel nauðsynlegar jöðruðu á tímum Abrams við örgustu óhlýðni og guðlast. Nú er undirritaður ekki nógu vel að sér í fræðunum til að átta sig á hvers vegna sumt sem Drottinn sagði við Abram forðum daga er ennþá í heiðri haft en annað ekki. Sömuleiðis er lesandi fyrstu Mósebókar látinn einn um að geta sér til um það hvers vegna nafni Abrams var breytt í Abraham eftir að hann umskar sig. Hitt er víst að í sextánda kafla sömu fyrstu Mósebókar segir frá Söru, konu Abrahams, en hún hét Saraí áður er Abraham losaði sig við forhúðina. Saraí var óbyrja og ókát með það hlutskipti sem vonlegt er. Þá datt henni í hug það snjallræði að fá Abram, áttatíu og sex ára eiginmann sinn til að sænga hjá Hagar, egypskri ambátt sem hún átti, og eignast með henni soninn Ísmael. Þar sem Saraí var eigandi ambáttarinnar og eiginkona Abrams var hún sömuleiðis eigandi sonarins Ísmaels og var því loksins orðin hamingjusöm móðir á gamals aldri. Ekki fer milli mála hver átti hvað því Abram sagði Saraí í sama kafla Mósebókar að ambáttin Hagar væri á hennar valdi og hún mætti því fara með hana að vild sinni. Hvort framganga gömlu hjónanna þætti réttmæt á okkar tíma mælikvarða skal ósagt látið. Hitt fer ekki milli mála að boðorð Drottins um umskurn allra sveinbarna, átta daga gamalla, gilti jafnframt um allan aðkeyptan karlpening. Ólíkar siðvenjur þrælanna í millifótamálum létu Abraham og skyldmenni sig litlu varða. Í ljósi þessara tveggja kafla úr fyrstu Mósebók má spyrja hví sá siður að krukka í kynfæri hvítvoðunga hlaut varanlegan sess í sama samfélagi og kaus að losa sig við aðra jafnsjálfsagða og forneskjulega siðvenju; þrælahald með tilheyrandi aðgengi að framhjáhaldi, meðal annars í skyni staðgöngumæðrunar. Skyldi tungumálið hafa komið þar ófrjálsum mönnum til bjargar til að afhjúpa villimennsku verslunar með lifandi lýð? Slík gáfa gagnast lítt ómálga, átta daga sveinbarni. Sárir kveinstafir þess duga ekki enn til að hræra hjörtu einbeittra kuklara.Höfundur er listfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í flestum helstu trúarbrögðum heims eru guðirnir sagðir almáttugir, þó svo oftar en ekki komi annað í ljós við nákvæmari lestur hinna helgu rita. Alls konar ljón virðast vera í veginum fyrir framgangi boðorða almættisins, sleifarlag, gleymska og fljótaskrift, svo eitthvað sé nefnt. Almættinu mætti að þessu leyti líkja við stjórnsýsluna, það ætlar aldrei að koma ætlunarverkinu heillegu á koppinn. Þannig er einn hængur á sköpunarverkinu sem valdið hefur miklum látum síðustu vikurnar, blessuð forhúðin sem hylur getnaðarlim nýfæddra sveinbarna. Ef marka má fyrstu Mósebók, sautjánda kafla, gaf Drottinn sig sem oftar á tal við Abram, þá níutíu og níu ára gamlan öldunginn og bauð honum að umskera sig og allt karlkyns í sinni umsjá, frjálsborið sem og keypt frá útlöndum. Svo sem endranær var allt í boðhætti hjá almættinu: „Þú skalt,“ „Far þú,“ „Tak þú,“ og svo framvegis. Það duga engar refjar við Drottin enda tók Abram til óspilltra málanna og umskar sjálfan sig, Ísmael son sinn, þrettán ára gamlan, og alla aðra karla sína á einum degi. Í árdaga var greinilega ekkert pláss fyrir spurningar á borð við: „Hvers vegna?“, „Hver er tilgangurinn?“ eða: „Er ávinningurinn skaðans virði?“ Slíkar spurningar sem nú þykja sjálfsagðar og jafnvel nauðsynlegar jöðruðu á tímum Abrams við örgustu óhlýðni og guðlast. Nú er undirritaður ekki nógu vel að sér í fræðunum til að átta sig á hvers vegna sumt sem Drottinn sagði við Abram forðum daga er ennþá í heiðri haft en annað ekki. Sömuleiðis er lesandi fyrstu Mósebókar látinn einn um að geta sér til um það hvers vegna nafni Abrams var breytt í Abraham eftir að hann umskar sig. Hitt er víst að í sextánda kafla sömu fyrstu Mósebókar segir frá Söru, konu Abrahams, en hún hét Saraí áður er Abraham losaði sig við forhúðina. Saraí var óbyrja og ókát með það hlutskipti sem vonlegt er. Þá datt henni í hug það snjallræði að fá Abram, áttatíu og sex ára eiginmann sinn til að sænga hjá Hagar, egypskri ambátt sem hún átti, og eignast með henni soninn Ísmael. Þar sem Saraí var eigandi ambáttarinnar og eiginkona Abrams var hún sömuleiðis eigandi sonarins Ísmaels og var því loksins orðin hamingjusöm móðir á gamals aldri. Ekki fer milli mála hver átti hvað því Abram sagði Saraí í sama kafla Mósebókar að ambáttin Hagar væri á hennar valdi og hún mætti því fara með hana að vild sinni. Hvort framganga gömlu hjónanna þætti réttmæt á okkar tíma mælikvarða skal ósagt látið. Hitt fer ekki milli mála að boðorð Drottins um umskurn allra sveinbarna, átta daga gamalla, gilti jafnframt um allan aðkeyptan karlpening. Ólíkar siðvenjur þrælanna í millifótamálum létu Abraham og skyldmenni sig litlu varða. Í ljósi þessara tveggja kafla úr fyrstu Mósebók má spyrja hví sá siður að krukka í kynfæri hvítvoðunga hlaut varanlegan sess í sama samfélagi og kaus að losa sig við aðra jafnsjálfsagða og forneskjulega siðvenju; þrælahald með tilheyrandi aðgengi að framhjáhaldi, meðal annars í skyni staðgöngumæðrunar. Skyldi tungumálið hafa komið þar ófrjálsum mönnum til bjargar til að afhjúpa villimennsku verslunar með lifandi lýð? Slík gáfa gagnast lítt ómálga, átta daga sveinbarni. Sárir kveinstafir þess duga ekki enn til að hræra hjörtu einbeittra kuklara.Höfundur er listfræðingur
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun