Hreinar strendur – alltaf Bjarni Bjarnason skrifar 19. apríl 2018 07:00 Á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur í síðustu viku lýsti ég því yfir að markmið Veitna, dótturfélags OR sem rekur fráveituna, væri að strendur Reykjavíkur verði hreinar – alltaf. Hér skýri ég nánar hvað við er að etja og hvað þarf til.Strandbyltingin Fráveita Reykjavíkur er 109 ára gömul, jafngömul vatnsveitunni enda getur hvorug veitan án hinnar verið. Lengst af var fráveitukerfið einfalt, lagnir lágu frá húsum undan halla til sjávar. Þær sameinuðust og í flæðarmálinu rann skólpið óheft og óhreinsað. Þegar verst lét voru útrásir skólpsins 52 í fjörum Reykjavíkur. Um 1980 var ástandið óbærilegt og hönnun hófst á samtengdu skólp- og hreinsikerfi til að leysa vandann. Fráveitukerfið er enn einfalt. Skólpi er safnað í lögn sem ber það með hjálp dælustöðva í hreinsistöðvar. Í hreinsistöðvunum er skólpið grófhreinsað af rusli og fitu og því er dælt þaðan um fimm km út í Faxaflóann. Sjávarstraumar sjá til þess að umhverfisáhrif losunarinnar eru hverfandi. Fyrsta dælustöðin var tekin í notkun árið 1985 og svo koll af kolli. Borgarbúar kveinkuðu sér undan kostnaðinum, sem nam um 20 þúsund milljónum króna að núvirði, en fráveitan er væntanlega stærsta umhverfisfjárfesting Íslendinga. Fyrir þetta fé fékkst bylting í umhverfismálum, strendur Reykjavíkur urðu hreinar svo um munaði. Hreinar strendur – alltaf Hönnun fráveitukerfis Reykjavíkur tekur mið af 40 ára gömlum kröfum. Frá þeim tíma hefur sýn okkar á umhverfismál tekið stakkaskiptum. Rekstur og framtíðarsýn Veitna er skýr og þar má engan afslátt gefa. Veitur stefna að hreinum ströndum – alltaf. En hvað þarf til? Fráveitukerfið er barn síns tíma og sem dæmi má taka að dælustöðvarnar tíu eru allar þannig að stöðvist dælurnar, til dæmis vegna rafmagnsleysis eða bilunar, þá opnast neyðarrás sem hleypir skólpinu beint í sjóinn, óhreinsuðu. Sama á við ef stöðva þarf dælingu vegna viðhalds eða endurbóta. Það er enginn varabúnaður sem tekur við. Ef neyðarrásin hleypti ekki skólpinu til sjávar myndi hækka í öllum lögnum og skólpið kæmi upp um klósett og niðurföll í þeim húsum sem lægst standa. Aðgerðirnar Fyrst þarf ásetning um úrbætur og hann er fyrir hendi. Svo þarf hugmyndir að lausnum og af þeim er nóg. Sem dæmi má nefna að einungis um þriðjungur rennslisins í fráveitukerfinu er skólp, annar þriðjungur er rigning sem rennur í kerfið, t.d. um niðurföll og gegnum húslagnir af þökum. Þriðji hlutinn er svo bakvatn hitaveitunnar, sem leitt er í fráveituna þegar það er búið að hita húsin okkar. Lausnirnar mætti flokka þannig: Tvöföldun á rekstraröryggi með tveimur óháðum dælurásum í hverri dælustöð. Þá væri hægt að vinna við aðra dælurásina en hin ynni áfram. Þessi framkvæmd er dýr og tekur nokkur ár. Áður þarf að smíða færanlega dælustöð sem sinnir tímabundið hlutverki dælustöðvarinnar svo vinna megi að breytingunum án þess að hleypa þurfi í fjöruna á meðan. Síun á skólpi sem fer um neyðarrás þegar allt annað bregst svo blautklútarnir okkar, eyrnapinnarnir, túrtapparnir og dömubindin, sem eiga reyndar að fara í sorpið en ekki í klósettið, fari ekki í sjóinn. Endurhönnun hitaveitunnar svo draga megi úr hitaveituvatni í fráveitukerfinu. Í stað þess að hleypa bakvatni hitaveitunnar út í ræsin viljum við huga að fullnýtingu varmans í vatninu svo ekki þurfi að farga því í sjóinn. Útiloka regnvatn úr fráveitunni. Þetta felur meðal annars í sér það sem kallað er blágrænar ofanvatnslausnir. Þá er regnvatni safnað á gróið land og í tjarnir þar sem það sígur niður í jarðveginn eða gufar upp Að þessu samanlögðu, og öðru sem við höfum ekki komið auga á ennþá, er ég þess fullviss að markmiðinu um „hreinar strendur – alltaf“ verði náð innan fárra ára. Hvað það kostar er vandséð á þessari stundu. Orkuveitan og Veitur munu leggja metnað sinn í að kostnaður verði ávallt minni en ávinningurinn fyrir Reykvíkinga og önnur sveitarfélög sem fráveitan þjónar. Hvaða mælikvarða á að leggja á þennan samanburð kostnaðar og ávinnings veit ég ekki en lýðheilsa og hreint umhverfi verða í forgrunni.Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur í síðustu viku lýsti ég því yfir að markmið Veitna, dótturfélags OR sem rekur fráveituna, væri að strendur Reykjavíkur verði hreinar – alltaf. Hér skýri ég nánar hvað við er að etja og hvað þarf til.Strandbyltingin Fráveita Reykjavíkur er 109 ára gömul, jafngömul vatnsveitunni enda getur hvorug veitan án hinnar verið. Lengst af var fráveitukerfið einfalt, lagnir lágu frá húsum undan halla til sjávar. Þær sameinuðust og í flæðarmálinu rann skólpið óheft og óhreinsað. Þegar verst lét voru útrásir skólpsins 52 í fjörum Reykjavíkur. Um 1980 var ástandið óbærilegt og hönnun hófst á samtengdu skólp- og hreinsikerfi til að leysa vandann. Fráveitukerfið er enn einfalt. Skólpi er safnað í lögn sem ber það með hjálp dælustöðva í hreinsistöðvar. Í hreinsistöðvunum er skólpið grófhreinsað af rusli og fitu og því er dælt þaðan um fimm km út í Faxaflóann. Sjávarstraumar sjá til þess að umhverfisáhrif losunarinnar eru hverfandi. Fyrsta dælustöðin var tekin í notkun árið 1985 og svo koll af kolli. Borgarbúar kveinkuðu sér undan kostnaðinum, sem nam um 20 þúsund milljónum króna að núvirði, en fráveitan er væntanlega stærsta umhverfisfjárfesting Íslendinga. Fyrir þetta fé fékkst bylting í umhverfismálum, strendur Reykjavíkur urðu hreinar svo um munaði. Hreinar strendur – alltaf Hönnun fráveitukerfis Reykjavíkur tekur mið af 40 ára gömlum kröfum. Frá þeim tíma hefur sýn okkar á umhverfismál tekið stakkaskiptum. Rekstur og framtíðarsýn Veitna er skýr og þar má engan afslátt gefa. Veitur stefna að hreinum ströndum – alltaf. En hvað þarf til? Fráveitukerfið er barn síns tíma og sem dæmi má taka að dælustöðvarnar tíu eru allar þannig að stöðvist dælurnar, til dæmis vegna rafmagnsleysis eða bilunar, þá opnast neyðarrás sem hleypir skólpinu beint í sjóinn, óhreinsuðu. Sama á við ef stöðva þarf dælingu vegna viðhalds eða endurbóta. Það er enginn varabúnaður sem tekur við. Ef neyðarrásin hleypti ekki skólpinu til sjávar myndi hækka í öllum lögnum og skólpið kæmi upp um klósett og niðurföll í þeim húsum sem lægst standa. Aðgerðirnar Fyrst þarf ásetning um úrbætur og hann er fyrir hendi. Svo þarf hugmyndir að lausnum og af þeim er nóg. Sem dæmi má nefna að einungis um þriðjungur rennslisins í fráveitukerfinu er skólp, annar þriðjungur er rigning sem rennur í kerfið, t.d. um niðurföll og gegnum húslagnir af þökum. Þriðji hlutinn er svo bakvatn hitaveitunnar, sem leitt er í fráveituna þegar það er búið að hita húsin okkar. Lausnirnar mætti flokka þannig: Tvöföldun á rekstraröryggi með tveimur óháðum dælurásum í hverri dælustöð. Þá væri hægt að vinna við aðra dælurásina en hin ynni áfram. Þessi framkvæmd er dýr og tekur nokkur ár. Áður þarf að smíða færanlega dælustöð sem sinnir tímabundið hlutverki dælustöðvarinnar svo vinna megi að breytingunum án þess að hleypa þurfi í fjöruna á meðan. Síun á skólpi sem fer um neyðarrás þegar allt annað bregst svo blautklútarnir okkar, eyrnapinnarnir, túrtapparnir og dömubindin, sem eiga reyndar að fara í sorpið en ekki í klósettið, fari ekki í sjóinn. Endurhönnun hitaveitunnar svo draga megi úr hitaveituvatni í fráveitukerfinu. Í stað þess að hleypa bakvatni hitaveitunnar út í ræsin viljum við huga að fullnýtingu varmans í vatninu svo ekki þurfi að farga því í sjóinn. Útiloka regnvatn úr fráveitunni. Þetta felur meðal annars í sér það sem kallað er blágrænar ofanvatnslausnir. Þá er regnvatni safnað á gróið land og í tjarnir þar sem það sígur niður í jarðveginn eða gufar upp Að þessu samanlögðu, og öðru sem við höfum ekki komið auga á ennþá, er ég þess fullviss að markmiðinu um „hreinar strendur – alltaf“ verði náð innan fárra ára. Hvað það kostar er vandséð á þessari stundu. Orkuveitan og Veitur munu leggja metnað sinn í að kostnaður verði ávallt minni en ávinningurinn fyrir Reykvíkinga og önnur sveitarfélög sem fráveitan þjónar. Hvaða mælikvarða á að leggja á þennan samanburð kostnaðar og ávinnings veit ég ekki en lýðheilsa og hreint umhverfi verða í forgrunni.Höfundur er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun