Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Höskuldur Kári Schram og Kjartan Kjartansson skrifa 18. apríl 2018 20:22 Stjórnendur Landspítalans vinna nú að neyðaráætlun vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi í sumar. Lítið hefur þokast í deilunni og lýsir landlæknir stöðunni sem grafalvarlegri. Neyðaráætlunin á að vera tiltæk ef ekki verður búið að leysa deiluna áður en uppsagnirnar taka gild. Flestar þeirra eiga að taka gildi 1. júlí. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segist ekki geta gefið upp hvað felist nákvæmlega í áætluninni því undirbúningur hennar sé ekki kominn það langt á leið. „Það er alveg klárt að við þurfum að reyna að forgangsraða sjúklingum og færa til verkefni. Hvernig það verður útfært er bara illmögulegt að segja á þessu stigi,“ segir Linda. Erfitt er þó að færa til verðandi mæður. Linda segir ljóst að það verði þrautin þyngri að finna leiðir til að leysa málið. Leitað verði allra leiða til að tryggja öryggi sjúklinga spítalans. Biðlar hún til deiluaðila að finna lausn á deilu sinni. Í svipaðan streng tekur Alma Dagbjörg Möller, landlæknir. „Þetta er auðvitað mjög alvarleg staða og mikilvægt að deiluaðilar nái saman hið fyrsta því að það tapa allir þegar svona deila dregast á langinn,“ segir hún.Samningar leysa ekki endilega allt Ekki er þó víst að sættir ljósmæðra og ríkisins nægi til þess að koma í veg fyrir alvarlegt ástand á Landspítalanum. Áslaug Valdsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist telja að alvara búi að baki uppsögnum ljósmæðra. Hún viti til þess að ljósmæður séu búnir að ráða sig í aðra vinnu. „Þannig að ég sé ekki að þó að við myndum semja að það myndi endilega breyta öllu,“ segir Áslaug sem segir mikil bera á milli ljósmæðra og ríkisins. Kjaradeildan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í febrúar en viðræður hafa engan árangur borið fram að þessu. Stuttu fundur var haldinn á mánudag en ekki stendur til að funda aftur fyrr en á fimmtudag í næstu viku. Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins áfram í hnút eftir fund dagsins Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu. 16. apríl 2018 16:51 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans vinna nú að neyðaráætlun vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp störfum og taka uppsagnirnar gildi í sumar. Lítið hefur þokast í deilunni og lýsir landlæknir stöðunni sem grafalvarlegri. Neyðaráætlunin á að vera tiltæk ef ekki verður búið að leysa deiluna áður en uppsagnirnar taka gild. Flestar þeirra eiga að taka gildi 1. júlí. Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans, segist ekki geta gefið upp hvað felist nákvæmlega í áætluninni því undirbúningur hennar sé ekki kominn það langt á leið. „Það er alveg klárt að við þurfum að reyna að forgangsraða sjúklingum og færa til verkefni. Hvernig það verður útfært er bara illmögulegt að segja á þessu stigi,“ segir Linda. Erfitt er þó að færa til verðandi mæður. Linda segir ljóst að það verði þrautin þyngri að finna leiðir til að leysa málið. Leitað verði allra leiða til að tryggja öryggi sjúklinga spítalans. Biðlar hún til deiluaðila að finna lausn á deilu sinni. Í svipaðan streng tekur Alma Dagbjörg Möller, landlæknir. „Þetta er auðvitað mjög alvarleg staða og mikilvægt að deiluaðilar nái saman hið fyrsta því að það tapa allir þegar svona deila dregast á langinn,“ segir hún.Samningar leysa ekki endilega allt Ekki er þó víst að sættir ljósmæðra og ríkisins nægi til þess að koma í veg fyrir alvarlegt ástand á Landspítalanum. Áslaug Valdsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist telja að alvara búi að baki uppsögnum ljósmæðra. Hún viti til þess að ljósmæður séu búnir að ráða sig í aðra vinnu. „Þannig að ég sé ekki að þó að við myndum semja að það myndi endilega breyta öllu,“ segir Áslaug sem segir mikil bera á milli ljósmæðra og ríkisins. Kjaradeildan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í febrúar en viðræður hafa engan árangur borið fram að þessu. Stuttu fundur var haldinn á mánudag en ekki stendur til að funda aftur fyrr en á fimmtudag í næstu viku.
Kjaramál Tengdar fréttir Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins áfram í hnút eftir fund dagsins Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu. 16. apríl 2018 16:51 Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45 Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03 Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Bjarni tók glaður við kökunni sem verðandi mæður færðu honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. 13. apríl 2018 14:00
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins áfram í hnút eftir fund dagsins Ekkert nýtt kom fram á fundinum, að sögn formanns Ljósmæðrafélagsins, en honum lauk án niðurstöðu. 16. apríl 2018 16:51
Fjármálaráðherra bjartsýnn á lausn kjaradeilu ljósmæðra Fjármálaráðherra er bjartsýnn á að samningar náist við ljósmæður þótt kröfur þeirra um launahækkanir séu langt umfram það sem samið hafi verið um við aðra að undanförnu. 13. apríl 2018 18:45
Kjarabarátta ljósmæðra afleiðing kerfislægs misréttis Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór yfir kjarabaráttu ljósmæðra í Sprengisandi í dag. 15. apríl 2018 16:03
Ljósmæður ætla ekki að draga úr kröfum sínum á fundinum í dag Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segist ekki viss um hvort sjái fyrir endann á deilu ljósmæðra og ríkisins, það fari eftir því hvort eitthvað nýtt komi fram í dag. 16. apríl 2018 13:15