Mikill áhugi á strokufanganum í erlendum miðlum: „Den stora bitcoin-kuppen på Island” Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. apríl 2018 13:33 Þessi rándýra Photoshop vinnsla er í boði vefmiðilsins Cointelegraph, sem flytur fréttir af rafmynt Cointelegraph.com Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. Áhuginn byggir því að hluta til á getgátum og misskilningi. Sindri var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innbrotum í gagnaver og stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði sem var notaður til að framleiða rafmyntina Bitcoin. Ekki liggur fyrir hvort þjófarnir ásældust sjálfan tölvubúnaðinn eða rafmyntina sem var vistuð á hörðum diskum. Þá er vissulega full langt seilst að eigna forsætisráðherra heila farþegaflugvél þó að hún hafi verið um borð á sama tíma og Sindri. Sænskir fjölmiðlar hafa eðlilega áhuga á málinu þar sem Sindri Þór flaug til Stokkhólms í gærmorgun eftir að hafa farið út um glugga í opnu fangelsi að Sogni um nóttina. Aftonbladet kallar málið „den stora bitcoin-kuppen på Island” og fullyrðir að um stærsta þjófnað Íslandssögunnar sé að ræða. Sænska ríkissjónvarpið gerir einnig ýtarlega grein fyrir málinu. Einnig er sagt frá flóttanum í fjölmiðlum í Bretlandi og Bandaríkjunum og þá oftast í samhengi við umfjöllun um Bitcoin rafmyntina. Breska ríkisútvarpið, BBC, slær auk þess upp fyrirsögn um að strokufangi hafi sloppið með flugvél forsætisráðherra. Daily Mail gerir það sama og fær fréttin væntanlega aukinn lestur fyrir vikið. Margir miðlar, þar á meðal Washington Post, styðjast við nákvæmari frásögn alþjóðlegu fréttaveitunnar Associated Press sem er skrifuð af íslenskum fréttaritara. Fréttasíður sem tileinkaðar eru fréttum af rafmynt og tækni hafa heldur ekki látið málið framhjá sér fara. Þar má nefna miðla á borð við Crypto Globe, PYMNTS og Cointelegraph sem lagði í dramatíska Photoshop vinnslu til myndskreytingar. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar hefur vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla sem margir slá upp fyrirsögnum um Bitcoin þjófnað og að strokufangi hafi verið um borð í flugvél forsætisráðherra Íslands. Áhuginn byggir því að hluta til á getgátum og misskilningi. Sindri var í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á innbrotum í gagnaver og stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði sem var notaður til að framleiða rafmyntina Bitcoin. Ekki liggur fyrir hvort þjófarnir ásældust sjálfan tölvubúnaðinn eða rafmyntina sem var vistuð á hörðum diskum. Þá er vissulega full langt seilst að eigna forsætisráðherra heila farþegaflugvél þó að hún hafi verið um borð á sama tíma og Sindri. Sænskir fjölmiðlar hafa eðlilega áhuga á málinu þar sem Sindri Þór flaug til Stokkhólms í gærmorgun eftir að hafa farið út um glugga í opnu fangelsi að Sogni um nóttina. Aftonbladet kallar málið „den stora bitcoin-kuppen på Island” og fullyrðir að um stærsta þjófnað Íslandssögunnar sé að ræða. Sænska ríkissjónvarpið gerir einnig ýtarlega grein fyrir málinu. Einnig er sagt frá flóttanum í fjölmiðlum í Bretlandi og Bandaríkjunum og þá oftast í samhengi við umfjöllun um Bitcoin rafmyntina. Breska ríkisútvarpið, BBC, slær auk þess upp fyrirsögn um að strokufangi hafi sloppið með flugvél forsætisráðherra. Daily Mail gerir það sama og fær fréttin væntanlega aukinn lestur fyrir vikið. Margir miðlar, þar á meðal Washington Post, styðjast við nákvæmari frásögn alþjóðlegu fréttaveitunnar Associated Press sem er skrifuð af íslenskum fréttaritara. Fréttasíður sem tileinkaðar eru fréttum af rafmynt og tækni hafa heldur ekki látið málið framhjá sér fara. Þar má nefna miðla á borð við Crypto Globe, PYMNTS og Cointelegraph sem lagði í dramatíska Photoshop vinnslu til myndskreytingar.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira