Skúli segir íslensku flugfélögin ekki of stór til að geta fallið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2018 12:20 Skúli Mogensen er forstjóri flugfélagsins WOW Air en flugfélagið er að fullu í eigu hans. Ólíkt Icelandair er WOW ekki á markaði og því ekki háð sömu tilkynningarskyldum til Kauphallar við breytingar í rekstri félagsins. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir íslensku flugfélögin Icelandair og WOW Air ekki of stór til að geta fallið. „Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið,” segir Skúli í samtali við Túrista.is sem fjallað hefur um flugfélögin undanfarnar vikur. Mikilvægi flugfélaganna í ferðaþjónustu á Íslandi er óumdeilt. Gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar hefur gert hana að stærstu útflutningsgrein landsins undanfarin ár. Um 80 prósent af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli eru í höndum íslensku flugfélaganna tveggja. Hlutfallið er enn hærra þegar kemur að Ameríkuflugi.Áfall hefði keðjuverkandi áhrifÍ Tímariti Landsbankans frá því í haust þar sem fjallað var um ferðaþjónustu var þeirri spurningu varpað upp hvort íslensku flugfélögin væru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika, eins og viðskiptabankarnir þrír. Bankarnir eru skilgreindir sem mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika. „Verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brottfall annars, hvað þá beggja flugfélaganna af markaðnum, myndi augljóslega hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu,“ sagði í greiningu Landsbankans. „Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf t.d. að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda?“Viðbragðsáætlun í vinnsluÍ framhaldinu greindi Túristi frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda væri í vinnslu sem fjögur ráðuneyti koma að undir forystu forsætisráðuneytisins. Eftirlitið felst meðal annars í því að Samgöngustofa getur kallað eftir upplýsingum um fjárhag flugfélaganna í tengslum við fjárhagslega aukningu eða samdrátt í starfsemi. Verð á eldsneyti fyrir þotur hefur hækkað um c.a. 40 prósent undanfarna tólf mánuði. Á sama tíma hafa fargjöld hjá Norwegian í febrúar um 4 prósent á milli ára, og um 16 prósent frá árinu 2016. Sambærileg gögn er ekki að finna í tilkynningum Icelandair til Kauphallar eða fréttatilkynningum WOW air að því er fram kemur í frétt Túrista. Norwegian, helsti samkeppnisaðili íslensku flugfélaganna í flugi yfir Atlantshafið, berst í bökkum og hefur leitað að auknu hlutafé. British Airways hefur sýnt því áhuga að eignast norska flugfélagið. BA eignaðist á dögunum 5% hlut í Norwegian.Opinn fyrir meðeiganda Skúli segir þessi síðustu tíðindi vera mjög áhugaverð og staðfesta trú sína á að Norwegian hafi verið að gera góða hluti í því að bjóða upp á lággjaldaflug yfir Atlantshafið. Hann velti fyrir sér að selja hluta af 100% hlut sínum í WOW Air, það er fá inn meðeigendur. Ástæðan sé þó ekki fjárþörf heldur umfangið sé orðið svo mikið. Áframhaldandi stækkun sé orðin mjög dýr. „Þá er annað hvort að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til að hafa sterkari stoðir. Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni,” segir Skúli við Túrista. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir íslensku flugfélögin Icelandair og WOW Air ekki of stór til að geta fallið. „Það yrði þó klárlega mikið högg ef annað flugfélagið færi og það tæki nokkur ár að ná einhverju jafnvægi. Það gefur augaleið,” segir Skúli í samtali við Túrista.is sem fjallað hefur um flugfélögin undanfarnar vikur. Mikilvægi flugfélaganna í ferðaþjónustu á Íslandi er óumdeilt. Gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustunnar hefur gert hana að stærstu útflutningsgrein landsins undanfarin ár. Um 80 prósent af framboði flugsæta frá Keflavíkurflugvelli eru í höndum íslensku flugfélaganna tveggja. Hlutfallið er enn hærra þegar kemur að Ameríkuflugi.Áfall hefði keðjuverkandi áhrifÍ Tímariti Landsbankans frá því í haust þar sem fjallað var um ferðaþjónustu var þeirri spurningu varpað upp hvort íslensku flugfélögin væru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslegan stöðugleika, eins og viðskiptabankarnir þrír. Bankarnir eru skilgreindir sem mikilvægir fyrir fjármálastöðugleika. „Verulegar truflanir á starfsemi flugfélaganna eða brottfall annars, hvað þá beggja flugfélaganna af markaðnum, myndi augljóslega hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Áhrifin yrðu einnig veruleg fyrir íslenskt efnahagskerfi í heild og almenning. Slíkt áfall hefði keðjuverkandi áhrif, m.a. á gengi krónunnar, eignaverð, vexti og verðbólgu,“ sagði í greiningu Landsbankans. „Ef flugfélögin eru talin kerfislega mikilvæg vakna spurningar um viðbúnað stjórnvalda og aðkomu þeirra að ferðaþjónustunni. Þarf t.d. að útbúa viðbragðsáætlanir sem hægt er að grípa til ef flugfélögin lenda í vanda?“Viðbragðsáætlun í vinnsluÍ framhaldinu greindi Túristi frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda væri í vinnslu sem fjögur ráðuneyti koma að undir forystu forsætisráðuneytisins. Eftirlitið felst meðal annars í því að Samgöngustofa getur kallað eftir upplýsingum um fjárhag flugfélaganna í tengslum við fjárhagslega aukningu eða samdrátt í starfsemi. Verð á eldsneyti fyrir þotur hefur hækkað um c.a. 40 prósent undanfarna tólf mánuði. Á sama tíma hafa fargjöld hjá Norwegian í febrúar um 4 prósent á milli ára, og um 16 prósent frá árinu 2016. Sambærileg gögn er ekki að finna í tilkynningum Icelandair til Kauphallar eða fréttatilkynningum WOW air að því er fram kemur í frétt Túrista. Norwegian, helsti samkeppnisaðili íslensku flugfélaganna í flugi yfir Atlantshafið, berst í bökkum og hefur leitað að auknu hlutafé. British Airways hefur sýnt því áhuga að eignast norska flugfélagið. BA eignaðist á dögunum 5% hlut í Norwegian.Opinn fyrir meðeiganda Skúli segir þessi síðustu tíðindi vera mjög áhugaverð og staðfesta trú sína á að Norwegian hafi verið að gera góða hluti í því að bjóða upp á lággjaldaflug yfir Atlantshafið. Hann velti fyrir sér að selja hluta af 100% hlut sínum í WOW Air, það er fá inn meðeigendur. Ástæðan sé þó ekki fjárþörf heldur umfangið sé orðið svo mikið. Áframhaldandi stækkun sé orðin mjög dýr. „Þá er annað hvort að hægja á rekstrinum eða taka inn aukið hlutafé til að hafa sterkari stoðir. Miðað við umfang rekstrarins þá erum við með lágt eiginfjárhlutfall sem helgast af því að ég byggði félagið upp frá grunni,” segir Skúli við Túrista.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira