Stjórnviskulegur búhnykkur – virkjum tengslanetið Anna Þóra Ísfold skrifar 18. apríl 2018 07:00 Mér er hugleikið þakklæti til kvenna, tengslanets kvenna á Íslandi. Hvernig við virkjum það samanborið við tengslanet karla og finnum leiðir til að byggja brýr. Nú þegar 100 ára fullveldi Íslands er fagnað er áhugavert að minnast þess að árið 1915 var kosningaréttur og kjörgengi kvenna til Alþingis varðað með takmörkunum við 40 ára aldur. Kvenfélög höfðu rík áhrif á samfélagið þá sem nú, kvenréttindafrömuðir brýndu raust sína með beittum greinaskrifum um meðal annars launamun kynjanna og breytingar á skilyrðum kosningaréttar. Lesa má á vef Kvennasögusafns Íslands að Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenréttindaskörungur sagði skilyrði kosningaréttarins „hinn nafnfræga íslenska stjórnviskulega búhnykk“. Árið 1920 var kosningaréttur færður til jafns við rétt karla. Í dag má finna fjölda hornsteina jafnréttis í samfélagi okkar sem karlar og konur eiga heiðurinn af og hafa fært okkur meðal fremstu þjóða heims á sviði jafnréttis. Enn eru þó tölur úr atvinnulífinu þannig að kalla má þær búhnykk, til umhugsunar fyrir stjórnvöld sem veita umgjörð í gegnum velferðarkerfi og atvinnulíf og stjórnendaval fyrirtækja, þar sem hlutföll kynja endurspegla ekki samfélagið, menntunarstig og fjölbreytt vinnuafl. Velti ég því stundum fyrir mér ef við konur í atvinnulífinu myndum virkja okkur til jafns við karla á þessu sviði, þá færði það okkur nær jafnari hlutföllum í leiðtoga- og stjórnunarstöðum. Orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, eiga hér vel við um að „það kemur að því að konur bjarga heiminum – með hjálp karla.“ Þakklæti til kvenna er mér ofarlega í huga þessi misserin. Hef reynt á eigin skinni hvað tengslanet er dýrmætt meðal annars í kjölfar skipbrots í einkalífi á haustmánuðum, tengslanet í nærumhverfinu bar mig þegar ég gat ekki gengið; mæður, dætur, tengdadóttir, vinkonur og nágrannakonur. Á vetrarmánuðum tók við falleg fjallshlíðin í nýju krefjandi umhverfi þar sem samtímis breytingum í einkalífi voru áskoranir tengdar atvinnuöryggi og innkomu. Með því að taka ákvörðun um að vera berskjölduð og deila áskorunum mínum með samferðakonum í atvinnulífinu fann ég hvernig stuðningur þeirra gaf mér innblástur og hugrekki til að láta til mín taka þrátt fyrir mótbyr. Á því ferðalagi stóðu konur með þor og gildismat til jafns við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur með mér í gegnum hvassan vindinn og skýldu mér. Ég kalla eftir þori okkar allra til að standa upp fyrir samferðakonur okkar, bera á borð visku þeirra og framkvæmdagleði. Látum sögur kvenna sem hafa rutt leiðina veita okkur hvatningu til að breyta samfélaginu þannig að börn okkar lifi við breyttan veruleika í sinni framtíð.Höfundur er stjórnarkona í FKA og ráðgjafi í stafrænni miðlun og markaðsmálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Mér er hugleikið þakklæti til kvenna, tengslanets kvenna á Íslandi. Hvernig við virkjum það samanborið við tengslanet karla og finnum leiðir til að byggja brýr. Nú þegar 100 ára fullveldi Íslands er fagnað er áhugavert að minnast þess að árið 1915 var kosningaréttur og kjörgengi kvenna til Alþingis varðað með takmörkunum við 40 ára aldur. Kvenfélög höfðu rík áhrif á samfélagið þá sem nú, kvenréttindafrömuðir brýndu raust sína með beittum greinaskrifum um meðal annars launamun kynjanna og breytingar á skilyrðum kosningaréttar. Lesa má á vef Kvennasögusafns Íslands að Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenréttindaskörungur sagði skilyrði kosningaréttarins „hinn nafnfræga íslenska stjórnviskulega búhnykk“. Árið 1920 var kosningaréttur færður til jafns við rétt karla. Í dag má finna fjölda hornsteina jafnréttis í samfélagi okkar sem karlar og konur eiga heiðurinn af og hafa fært okkur meðal fremstu þjóða heims á sviði jafnréttis. Enn eru þó tölur úr atvinnulífinu þannig að kalla má þær búhnykk, til umhugsunar fyrir stjórnvöld sem veita umgjörð í gegnum velferðarkerfi og atvinnulíf og stjórnendaval fyrirtækja, þar sem hlutföll kynja endurspegla ekki samfélagið, menntunarstig og fjölbreytt vinnuafl. Velti ég því stundum fyrir mér ef við konur í atvinnulífinu myndum virkja okkur til jafns við karla á þessu sviði, þá færði það okkur nær jafnari hlutföllum í leiðtoga- og stjórnunarstöðum. Orð Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, eiga hér vel við um að „það kemur að því að konur bjarga heiminum – með hjálp karla.“ Þakklæti til kvenna er mér ofarlega í huga þessi misserin. Hef reynt á eigin skinni hvað tengslanet er dýrmætt meðal annars í kjölfar skipbrots í einkalífi á haustmánuðum, tengslanet í nærumhverfinu bar mig þegar ég gat ekki gengið; mæður, dætur, tengdadóttir, vinkonur og nágrannakonur. Á vetrarmánuðum tók við falleg fjallshlíðin í nýju krefjandi umhverfi þar sem samtímis breytingum í einkalífi voru áskoranir tengdar atvinnuöryggi og innkomu. Með því að taka ákvörðun um að vera berskjölduð og deila áskorunum mínum með samferðakonum í atvinnulífinu fann ég hvernig stuðningur þeirra gaf mér innblástur og hugrekki til að láta til mín taka þrátt fyrir mótbyr. Á því ferðalagi stóðu konur með þor og gildismat til jafns við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur með mér í gegnum hvassan vindinn og skýldu mér. Ég kalla eftir þori okkar allra til að standa upp fyrir samferðakonur okkar, bera á borð visku þeirra og framkvæmdagleði. Látum sögur kvenna sem hafa rutt leiðina veita okkur hvatningu til að breyta samfélaginu þannig að börn okkar lifi við breyttan veruleika í sinni framtíð.Höfundur er stjórnarkona í FKA og ráðgjafi í stafrænni miðlun og markaðsmálum
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar