Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2018 18:38 Alex Jones (t.v.) með Roger Stone, einum helsta ráðgjafa Trump í kosningabaráttunni (f.m.). Vísir/AFP Þrír foreldrar barna sem voru skotin til bana í skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt fjölmiðlamanninum Alex Jones vegna ærumeiðinga. Jones hefur ítrekað borið út samsæriskenningar um að árásin hafi verið sett á svið og að foreldrarnir væru í raun leikarar. Tilgangurinn með svikunum væri að grafa undan rétti fólks til byssueignar. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Fjölskyldur fórnarlamba barnanna tuttugu sem féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook hafa frá upphafi mátt þola að Jones breiddi út samsæriskenningar sínar um að stjórnvöld hafi sett blóðbaðið á svið. Börnin voru öll yngri en sjö ára. Sex fullorðnir létu lífið í árásinni. Nú hafa foreldrar drengs sem var myrtur í árásinni stefnt Jones í Texas þar sem fjölmiðlamaðurinn býr og starfar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faðir annars drengs hefur einnig stefnt Jones vegna þess að hann sakaði manninn um að hafa logið því til að hann hefði haldið á líki sonar síns með skotsári á höfðinu eftir árásina. Áreitt á netinu og í persónu Alls krefjast foreldrarnir einnar milljónar dollara í bætur frá Jones. Þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá fjöldamorðinu segja foreldrarnir að Jones hafi ekki sýnt nein merki um að hann ætlaði að láta þá í friði. Fram hefur komið að fjöldi fjölskyldna barna sem voru myrt í árásinni hafi verið áreitt af fólki, bæði í raun- og netheimum. Kona á Flórída var dæmd í fimm mánaða fangelsi í fyrra eftir að hún hafði sent einu foreldrinu sem nú hefur stefnt Jones líflátshótanir. Þrátt fyrir sturlaðar kenningar og framkomu Jones nýtur Infowars töluverðra vinsælda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðal annars gestur Jones í þætti í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þrír foreldrar barna sem voru skotin til bana í skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa stefnt fjölmiðlamanninum Alex Jones vegna ærumeiðinga. Jones hefur ítrekað borið út samsæriskenningar um að árásin hafi verið sett á svið og að foreldrarnir væru í raun leikarar. Tilgangurinn með svikunum væri að grafa undan rétti fólks til byssueignar. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Fjölskyldur fórnarlamba barnanna tuttugu sem féllu fyrir hendi byssumanns í Sandy Hook hafa frá upphafi mátt þola að Jones breiddi út samsæriskenningar sínar um að stjórnvöld hafi sett blóðbaðið á svið. Börnin voru öll yngri en sjö ára. Sex fullorðnir létu lífið í árásinni. Nú hafa foreldrar drengs sem var myrtur í árásinni stefnt Jones í Texas þar sem fjölmiðlamaðurinn býr og starfar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Faðir annars drengs hefur einnig stefnt Jones vegna þess að hann sakaði manninn um að hafa logið því til að hann hefði haldið á líki sonar síns með skotsári á höfðinu eftir árásina. Áreitt á netinu og í persónu Alls krefjast foreldrarnir einnar milljónar dollara í bætur frá Jones. Þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá fjöldamorðinu segja foreldrarnir að Jones hafi ekki sýnt nein merki um að hann ætlaði að láta þá í friði. Fram hefur komið að fjöldi fjölskyldna barna sem voru myrt í árásinni hafi verið áreitt af fólki, bæði í raun- og netheimum. Kona á Flórída var dæmd í fimm mánaða fangelsi í fyrra eftir að hún hafði sent einu foreldrinu sem nú hefur stefnt Jones líflátshótanir. Þrátt fyrir sturlaðar kenningar og framkomu Jones nýtur Infowars töluverðra vinsælda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var meðal annars gestur Jones í þætti í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
NBC ýfir upp sár foreldra barnanna í Sandy Hook Foreldar barna sem voru myrt í Sandy Hook eru ósátt við að NBC ætli að birta langt viðtal við alræmdan samsæriskenningasmið sem segir bandarísk stjórnvöld hafa sett fjöldamorðið á svið. Fylgjendur hans hafa áreitt foreldra myrtra barna undanfarin ár. 13. júní 2017 11:15
Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13