Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2018 20:00 Tekist var á um það á ráðstefnu í Reykjavík í dag hvort bann við umskurði drengja væri brot á mannréttindum og trúfrelsi eða ekki og hvort heilbrigðissjónarmið eða trúarsjónarmið ættu ein að ráða hvort slíkar aðgerðir væru framkvæmdar. Fulltrúar á ráðstefnunni komu víða að úr heiminum. Það gerist ekki oft að gyðingar og múslimar sameinist um mál, hvað þá hér uppi á Íslandi. En það gerðist í Norræna húsinu í dag þegar fulltrúar gyðinga og múslima sem og kristinna safnaða víðs vegar að úr heiminum komu saman til að ræða umskurð drengja. Jonathan Arkhus einn fulltrúa gyðinga á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskonunarfélaga á Íslandi sagði það alvarlegt mál fyrir dreng í gyðingatrú að vera ekki umskorinn sem venjulega er gert á áttunda degi. Þetta gæti kallað á félagslega einangrun og sársaukafyllri og áhættumeiri umskurð þegar drengurinn næði aldri til að ákveða sjálfur að fara í þessa aðgerð. „Foreldrar ákveða hvað þjóni best hagsmunum barna þeirra. Gyðingar skera sig ekki úr öðrum hópum hvað það varðar. Við eigum kerfi gilda og menningu sem er fjögur þúsund ára gömul og við ætlum ekki að gefa þau svo auðveldlega eftir,“ segir Arkhus. Í múhameðstrú eru drengir eldri þegar umskurður fer fram en oftast innan eins árs. Imam Ahmad Seddeeq fulltrúi Menningarmiðstöðvar múslima á Íslandi segir umskurðinn hluta af heildartrúarsetningu múslima. „Við trúum að við eigum að svara þessu kalli frá Guði og láta sérfræðinga umskera börnin okkar (drengi) undir eftirliti heilbrigðiskerfisins,“ segir Seddeeq. Saman eru fulltrúar þessara trúarbragða sammála um að ef umsurður af trúarástæðum yrði bannaður á Íslandi þrengdi það að trúfrelsi í landinu.Geri ekki aðgerðir án læknisfræðilegrar ástæðu Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður og læknir og einn flutningsmanna frumvarps níu þingmanna úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Pírötum og Flokki fólksins leggst gegn umskurði sem ekki er af heilsufarsástæðum. Hann er sannfærður um að Alþingi muni með einhverjum hætti afgreiða frumvarpið. Það sé kannski það fallegasta við lýðræðishefðir á íslandi að allar athugasemdir séu skoðaðar. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum aldrei að gera aðgerðir, hvorki á börnum né öðrum, án þess að það séu læknisfræðilegar ástæður til þess. Ég hef hins vegar líka mjög mikinn skilning á ástæðum þeirra sem hafa tiltekna trú og vilja að þeirra siðir og hefðir fái að ríkja,“ segir Ólafur Þór. Hann telji samtal eins og á ráðstefnunni í dag geti orðið til þess að menn nái saman um einhverja niðurstöðu í málinu. Komi hún fram muni hann fagna því.Viðtölin við Jonathan Arkush, Imam Ahmad Seddeeq og Ólaf Þór Gunnarsson má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Bein útsending: Ráðstefna um umskurð drengja Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. 17. apríl 2018 13:14 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Tekist var á um það á ráðstefnu í Reykjavík í dag hvort bann við umskurði drengja væri brot á mannréttindum og trúfrelsi eða ekki og hvort heilbrigðissjónarmið eða trúarsjónarmið ættu ein að ráða hvort slíkar aðgerðir væru framkvæmdar. Fulltrúar á ráðstefnunni komu víða að úr heiminum. Það gerist ekki oft að gyðingar og múslimar sameinist um mál, hvað þá hér uppi á Íslandi. En það gerðist í Norræna húsinu í dag þegar fulltrúar gyðinga og múslima sem og kristinna safnaða víðs vegar að úr heiminum komu saman til að ræða umskurð drengja. Jonathan Arkhus einn fulltrúa gyðinga á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskonunarfélaga á Íslandi sagði það alvarlegt mál fyrir dreng í gyðingatrú að vera ekki umskorinn sem venjulega er gert á áttunda degi. Þetta gæti kallað á félagslega einangrun og sársaukafyllri og áhættumeiri umskurð þegar drengurinn næði aldri til að ákveða sjálfur að fara í þessa aðgerð. „Foreldrar ákveða hvað þjóni best hagsmunum barna þeirra. Gyðingar skera sig ekki úr öðrum hópum hvað það varðar. Við eigum kerfi gilda og menningu sem er fjögur þúsund ára gömul og við ætlum ekki að gefa þau svo auðveldlega eftir,“ segir Arkhus. Í múhameðstrú eru drengir eldri þegar umskurður fer fram en oftast innan eins árs. Imam Ahmad Seddeeq fulltrúi Menningarmiðstöðvar múslima á Íslandi segir umskurðinn hluta af heildartrúarsetningu múslima. „Við trúum að við eigum að svara þessu kalli frá Guði og láta sérfræðinga umskera börnin okkar (drengi) undir eftirliti heilbrigðiskerfisins,“ segir Seddeeq. Saman eru fulltrúar þessara trúarbragða sammála um að ef umsurður af trúarástæðum yrði bannaður á Íslandi þrengdi það að trúfrelsi í landinu.Geri ekki aðgerðir án læknisfræðilegrar ástæðu Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður og læknir og einn flutningsmanna frumvarps níu þingmanna úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Pírötum og Flokki fólksins leggst gegn umskurði sem ekki er af heilsufarsástæðum. Hann er sannfærður um að Alþingi muni með einhverjum hætti afgreiða frumvarpið. Það sé kannski það fallegasta við lýðræðishefðir á íslandi að allar athugasemdir séu skoðaðar. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum aldrei að gera aðgerðir, hvorki á börnum né öðrum, án þess að það séu læknisfræðilegar ástæður til þess. Ég hef hins vegar líka mjög mikinn skilning á ástæðum þeirra sem hafa tiltekna trú og vilja að þeirra siðir og hefðir fái að ríkja,“ segir Ólafur Þór. Hann telji samtal eins og á ráðstefnunni í dag geti orðið til þess að menn nái saman um einhverja niðurstöðu í málinu. Komi hún fram muni hann fagna því.Viðtölin við Jonathan Arkush, Imam Ahmad Seddeeq og Ólaf Þór Gunnarsson má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Bein útsending: Ráðstefna um umskurð drengja Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. 17. apríl 2018 13:14 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
Bein útsending: Ráðstefna um umskurð drengja Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. 17. apríl 2018 13:14
Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24