MAST stöðvar hvolpaframleiðslu Dalsmynnisræktunar - með réttu Árni Stefán Árnason skrifar 17. apríl 2018 15:20 Samkvæmt frétt á vef MAST hefur stofnunin stöðvað endanlega hvolpaframleiðslu á Dalsmynni. Ég fagna því. Í upphafi fréttarinnar segir: „Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um stöðvun starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra“. Í kjölfarið útskýrir MAST nánar röksemdir sínar, sem ég hvet lesendur til að kynna sér. Tengil á frétt MAST má finna neðst í þessari skoðun. Ég gagnrýndi þessa hvolpaframleiðslu fyrir nokkrum misserum talsvert opinberlega. Því undi hvolpaframleiðandinn fyrrverandi á Dalsmynni, Ásta SIgurðardóttir ei og krafðist í dómsmáli ómerkingar 9 ummæla minna (hér f neðan) sem endaði með dómi Hæstaréttar Íslands. Niðurstaða Hæstaréttar var kærð til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hvar málsmeðferðin og dómurinn er til meðferðar. Ég uni því ekki að þau tvö ummæli. sem dæmd voru dauð og ómerk séu það, nema MDE komist að annari niðurstöðu. En hið mikilvæga er þetta. Af 9 ummælum, sem krafist var ómerkingar á voru 7 látin standa af æðsta dómstól landsins og eiga því við um hvolpaframleiðsluna sem nú hefur verið lokað. Miskabótakrafa var dæmd, þó Ásta hafi aldrei geta sýnt fram á neitt tjón. Þvert á móti fullyrti hún að allt neikvætt umtal um hvolpaframleiðsluna rifi upp sölu hjá henni. Ummælin eru þessi og hin feitletruðu þau, sem standa þ.e. eru ekki dæmd dauð og ómerk af Hæstarétti Íslands, hann gerir engar athugasemdir við þau og því áttu þau við um starfsemi Dalsmynnis á þeim tíma þegar dómur féll 17. desember 2015. Nú tveimur og hálfu ári síðar, útrýmir MAST Dalsmynnisvandamálinu. a) „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ b) „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ c) Svofelld ummæli er birtust í fyrirsögn greinar á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Dýraníð að Dalsmynni“ d) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar (sic) allt að tveggja ára fangelsi.“ e) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ f) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ g) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ h) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“ Tengill á frétt MAST Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt frétt á vef MAST hefur stofnunin stöðvað endanlega hvolpaframleiðslu á Dalsmynni. Ég fagna því. Í upphafi fréttarinnar segir: „Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um stöðvun starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra“. Í kjölfarið útskýrir MAST nánar röksemdir sínar, sem ég hvet lesendur til að kynna sér. Tengil á frétt MAST má finna neðst í þessari skoðun. Ég gagnrýndi þessa hvolpaframleiðslu fyrir nokkrum misserum talsvert opinberlega. Því undi hvolpaframleiðandinn fyrrverandi á Dalsmynni, Ásta SIgurðardóttir ei og krafðist í dómsmáli ómerkingar 9 ummæla minna (hér f neðan) sem endaði með dómi Hæstaréttar Íslands. Niðurstaða Hæstaréttar var kærð til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) hvar málsmeðferðin og dómurinn er til meðferðar. Ég uni því ekki að þau tvö ummæli. sem dæmd voru dauð og ómerk séu það, nema MDE komist að annari niðurstöðu. En hið mikilvæga er þetta. Af 9 ummælum, sem krafist var ómerkingar á voru 7 látin standa af æðsta dómstól landsins og eiga því við um hvolpaframleiðsluna sem nú hefur verið lokað. Miskabótakrafa var dæmd, þó Ásta hafi aldrei geta sýnt fram á neitt tjón. Þvert á móti fullyrti hún að allt neikvætt umtal um hvolpaframleiðsluna rifi upp sölu hjá henni. Ummælin eru þessi og hin feitletruðu þau, sem standa þ.e. eru ekki dæmd dauð og ómerk af Hæstarétti Íslands, hann gerir engar athugasemdir við þau og því áttu þau við um starfsemi Dalsmynnis á þeim tíma þegar dómur féll 17. desember 2015. Nú tveimur og hálfu ári síðar, útrýmir MAST Dalsmynnisvandamálinu. a) „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ b) „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ c) Svofelld ummæli er birtust í fyrirsögn greinar á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Dýraníð að Dalsmynni“ d) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar (sic) allt að tveggja ára fangelsi.“ e) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ f) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ g) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ h) Svofelld ummæli er birtust í grein á vefsíðunni dv.is þann 9. október 2013: „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“ Tengill á frétt MAST
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar