Lýðskrumari leiðréttur Líf Magneudóttir skrifar 17. apríl 2018 08:28 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt. Loforð Eyþórs um að fella niður alla fasteignaskatta á eldri borgara stangast á við sveitastjórnarlög eins og ráðuneyti sveitastjórnarmála hefur þegar úrskurðað um. Það er beinlínis ólöglegt að fella niður fasteignagjöld við ákveðinn aldur. Það er hvorki þrætubók né lagatækni eins og Eyþór virðist halda. Það er bláköld staðreynd.Tekjulágir eldri borgarar njóta afsláttar Önnur staðreynd málsins er sú að eldra fólk í Reykjavík nýtur nú þegar afslátta af fasteignasköttum sem taka mið af tekjum þess. Í árslok 2017 samþykkti borgarráð að auka þá afslætti sem tekjulægri eldra fólk og öryrkjar njóta af fasteignagjöldum og fráveitugjöldum. Í dag er það þannig að einstaklingur með tekjur allt að 3.910.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.450.000 krónur fá fasteignaskatta fellda niður að fullu, 100%. Þeir sem eru með tekjur á bilinu 3.910.000 til 4.480.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.450.000 til 6.060.000 krónur fá 80% afslátt og loks fá einstaklingar með tekjur á bilinu 4.480.000 til 5.210.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.060.000 til 7.240.000 krónur, 50% afslátt.Óréttlát aðgerð sem eykur ójöfnuð Tekjutenging fasteignaskatts og fráveitugjalda er bæði réttlát og skynsöm. Ég er í stjórnmálum til að jafna kjör fólks og búa þannig um hnútana að við höfum öll jöfn tækifæri. Flöt niðurfelling á afmarkaðan aldurshóp er ekki til þess fallin að ná þeim markmiðum. Flöt niðurfelling fasteignagjalda á alla eldri borgara mun fyrst og fremst nýtast þeim tekjuhæstu. Ekki má gleyma því að þó margt eldra fólk búi við mjög kröpp kjör og jafnvel í sárri fátækt þá er annað eldra fólk með háar tekjur og miklar eignir. Tekjuhæsta tíund eldri borgara, sem er með yfir milljón í mánaðartekjur, fær þannig samkvæmt kosningaloforði Eyþórs 115.761 króna afslátt á ári.Beitum gjaldskrám til að bæta kjör Við Vinstri græn höfum talað fyrir því að tekjumörk þessara afslátta séu hærri, þannig að þeir nýtist betur þeim sem raunverulega búa við kröpp kjör þrátt fyrir að eiga eigið húsnæði. Það er sjálfsagt réttlætismál að borgin komi til móts við það fólk. Það er ekki aðeins margt eldra fólk sem býr við kröpp kjör. Fátækt er raunverulegt vandamál og fjölmargar barnafjölskyldur berjast í bökkum við að ná endum saman. Við Vinstri græn viljum endurskoða gjaldskrár með það fyrir augum að lækka álögur tekjulágra hópa og barnafjölskyldna. Við eigum að hafa kjark til að búa til réttláta borg og jafna kjör fólks svo við getum öll notið lífsins áhyggjulaus, óháð aldri. Það er stefna jöfnuðar og velferðar og það er stefna okkar Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38 Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum, brást ókvæða við þeirri ábendingu minni að eitt helsta kosningaloforð flokksins í vor sé óframkvæmanlegt. Loforð Eyþórs um að fella niður alla fasteignaskatta á eldri borgara stangast á við sveitastjórnarlög eins og ráðuneyti sveitastjórnarmála hefur þegar úrskurðað um. Það er beinlínis ólöglegt að fella niður fasteignagjöld við ákveðinn aldur. Það er hvorki þrætubók né lagatækni eins og Eyþór virðist halda. Það er bláköld staðreynd.Tekjulágir eldri borgarar njóta afsláttar Önnur staðreynd málsins er sú að eldra fólk í Reykjavík nýtur nú þegar afslátta af fasteignasköttum sem taka mið af tekjum þess. Í árslok 2017 samþykkti borgarráð að auka þá afslætti sem tekjulægri eldra fólk og öryrkjar njóta af fasteignagjöldum og fráveitugjöldum. Í dag er það þannig að einstaklingur með tekjur allt að 3.910.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.450.000 krónur fá fasteignaskatta fellda niður að fullu, 100%. Þeir sem eru með tekjur á bilinu 3.910.000 til 4.480.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.450.000 til 6.060.000 krónur fá 80% afslátt og loks fá einstaklingar með tekjur á bilinu 4.480.000 til 5.210.000 krónur og samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.060.000 til 7.240.000 krónur, 50% afslátt.Óréttlát aðgerð sem eykur ójöfnuð Tekjutenging fasteignaskatts og fráveitugjalda er bæði réttlát og skynsöm. Ég er í stjórnmálum til að jafna kjör fólks og búa þannig um hnútana að við höfum öll jöfn tækifæri. Flöt niðurfelling á afmarkaðan aldurshóp er ekki til þess fallin að ná þeim markmiðum. Flöt niðurfelling fasteignagjalda á alla eldri borgara mun fyrst og fremst nýtast þeim tekjuhæstu. Ekki má gleyma því að þó margt eldra fólk búi við mjög kröpp kjör og jafnvel í sárri fátækt þá er annað eldra fólk með háar tekjur og miklar eignir. Tekjuhæsta tíund eldri borgara, sem er með yfir milljón í mánaðartekjur, fær þannig samkvæmt kosningaloforði Eyþórs 115.761 króna afslátt á ári.Beitum gjaldskrám til að bæta kjör Við Vinstri græn höfum talað fyrir því að tekjumörk þessara afslátta séu hærri, þannig að þeir nýtist betur þeim sem raunverulega búa við kröpp kjör þrátt fyrir að eiga eigið húsnæði. Það er sjálfsagt réttlætismál að borgin komi til móts við það fólk. Það er ekki aðeins margt eldra fólk sem býr við kröpp kjör. Fátækt er raunverulegt vandamál og fjölmargar barnafjölskyldur berjast í bökkum við að ná endum saman. Við Vinstri græn viljum endurskoða gjaldskrár með það fyrir augum að lækka álögur tekjulágra hópa og barnafjölskyldna. Við eigum að hafa kjark til að búa til réttláta borg og jafna kjör fólks svo við getum öll notið lífsins áhyggjulaus, óháð aldri. Það er stefna jöfnuðar og velferðar og það er stefna okkar Vinstri grænna.
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Leiðtogi Sjálfstæðismanna segir gagnrýnendur sína kasta steinum úr glerhúsi. 16. apríl 2018 17:38
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar