Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. apríl 2018 06:48 Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity og lögmaðurinn Michael Cohen á góðri stund. Twitter Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen.Cohen þessi er jafnframt lögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur verið í eldlínunni undanfarnar vikur - ekki síst vegna 130 þúsund dala greiðslu sem hann innti af hendi til kaupa þögn klámmyndastjörnu sem sængaði hjá Trump. Talið er að greiðslan brjóti gegn lögum um fjármögnun framboða. Fulltrúar alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu húsleit hjá Cohen fyrr í þessum mánuði. Þeir telja að lögmaðurinn búi yfir mikilvægum upplýsingum sem kunna að varða forsetakosningarnar 2016 og meint tengsl framboðs Trump við Rússa.Sean Hannity er einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta.Vísir/gettyFyrrnefndur Hannity starfar á Fox-sjónvarpsstöðinni og hefur varið Bandríkjaforseta með kjafti og klóm allt frá því að hann tók við embætti. Lýsti hann meðal annars húsleit alríkislögreglunnar sem árás á forsetann og að hún græfi undan öllu því sem Bandaríkin stæðu fyrir. Cohen mætti fyrir rétt í New York í gær og sagði að hann hafi einungis veitt þremur einstaklingum lagalega ráðgjöf á síðastliðnu ári. Einn þeirra væri forsetinn og annar væri áhrifamaður í Repúblikanaflokknum. Hann neitaði hins vegar að gefa upp nafn þess þriðja. Dómarinn í málinu, Kimba Wood, tók það hins vegar ekki í mál og krafðist þess að Cohen gæfi upp nafn þriðja skjólstæðings síns. Kom þá upp úr krafsinu að um sjónvarpsmanninn Hannity væri að ræða. Hann hefur áður neitað að tengjast lögmanni forsetans með nokkrum hætti og þvertekur fyrir að hann sé skjólstæðingur hans. Hannity segist aðeins einu sinni hafa beðið Cohen um lagalegar ráðleggingar en aldrei ráðið hann til starfa. Á samfélagsmiðlum ítrekar Hannity að hann hafi ekkert með málin sem nú eru í deiglunni að gera. Tengsl hans við Cohen séu „ekkert stórmál.“Michael Cohen has never represented me in any matter. I never retained him, received an invoice, or paid legal fees. I have occasionally had brief discussions with him about legal questions about which I wanted his input and perspective.— Sean Hannity (@seanhannity) April 16, 2018 Alríkislögreglumennirnir lögðu hald á trúnaðarupplýsingar um það sem farið hefur á milli Cohen og skjólstæðinga hans. Lögmaðurinn barðist hatrammlega gegn því að þeir fengju aðgang að þessum upplýsingum en Wood dómari heimilaði haldlagninguna. Ekki er vitað hvers vegna Hannity leitaði ráðgjafar hjá Cohen. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen.Cohen þessi er jafnframt lögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og hefur verið í eldlínunni undanfarnar vikur - ekki síst vegna 130 þúsund dala greiðslu sem hann innti af hendi til kaupa þögn klámmyndastjörnu sem sængaði hjá Trump. Talið er að greiðslan brjóti gegn lögum um fjármögnun framboða. Fulltrúar alríkislögreglu Bandaríkjanna gerðu húsleit hjá Cohen fyrr í þessum mánuði. Þeir telja að lögmaðurinn búi yfir mikilvægum upplýsingum sem kunna að varða forsetakosningarnar 2016 og meint tengsl framboðs Trump við Rússa.Sean Hannity er einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta.Vísir/gettyFyrrnefndur Hannity starfar á Fox-sjónvarpsstöðinni og hefur varið Bandríkjaforseta með kjafti og klóm allt frá því að hann tók við embætti. Lýsti hann meðal annars húsleit alríkislögreglunnar sem árás á forsetann og að hún græfi undan öllu því sem Bandaríkin stæðu fyrir. Cohen mætti fyrir rétt í New York í gær og sagði að hann hafi einungis veitt þremur einstaklingum lagalega ráðgjöf á síðastliðnu ári. Einn þeirra væri forsetinn og annar væri áhrifamaður í Repúblikanaflokknum. Hann neitaði hins vegar að gefa upp nafn þess þriðja. Dómarinn í málinu, Kimba Wood, tók það hins vegar ekki í mál og krafðist þess að Cohen gæfi upp nafn þriðja skjólstæðings síns. Kom þá upp úr krafsinu að um sjónvarpsmanninn Hannity væri að ræða. Hann hefur áður neitað að tengjast lögmanni forsetans með nokkrum hætti og þvertekur fyrir að hann sé skjólstæðingur hans. Hannity segist aðeins einu sinni hafa beðið Cohen um lagalegar ráðleggingar en aldrei ráðið hann til starfa. Á samfélagsmiðlum ítrekar Hannity að hann hafi ekkert með málin sem nú eru í deiglunni að gera. Tengsl hans við Cohen séu „ekkert stórmál.“Michael Cohen has never represented me in any matter. I never retained him, received an invoice, or paid legal fees. I have occasionally had brief discussions with him about legal questions about which I wanted his input and perspective.— Sean Hannity (@seanhannity) April 16, 2018 Alríkislögreglumennirnir lögðu hald á trúnaðarupplýsingar um það sem farið hefur á milli Cohen og skjólstæðinga hans. Lögmaðurinn barðist hatrammlega gegn því að þeir fengju aðgang að þessum upplýsingum en Wood dómari heimilaði haldlagninguna. Ekki er vitað hvers vegna Hannity leitaði ráðgjafar hjá Cohen.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29