Lífsviðhorf Björns Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. apríl 2018 10:00 „Vandvirkni, óþreytandi starfsorka, rökhyggja, útsjónarsemi og frumleiki.“ Svona lýsti Margrét Guðnadóttir veirufræðingur leiðbeinanda sínum og fyrsta forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Birni Sigurðssyni. Björn lést árið 1959, þá 46 ára. Þó að Björn hafi fallið frá ungur að árum þá lagði hann með rannsóknum sínum á hæggengum veirusýkingum grunninn að þeirri merku vísindavinnu sem stunduð hefur verið á Keldum frá stofnun tilraunastöðvarinnar árið 1948. Rannsóknir hans á lentiveirum (mæði-visnuveiran), ásamt þeirri vinnu á Keldum, sem byggir á arfleifð hans, er vafalaust eitt stórkostlegasta framlag Íslands til vísindanna á heimsvísu. Það sem við vitum í dag um hæggenga smitsjúkdóma, eins og HIV, fellur algjörlega að upphaflegum tilgátum Björns. Eins og Sigurður Guðmundsson, prófessor við læknadeild HÍ, sagði á málþingi á dögunum um störf Björns, þá er vart skrifuð vísindagrein í dag um HIV þar sem ekki er vitnað í Björn og rannsóknir hans enda hafa þær auðgað skilning okkar á veirunni og heimsfaraldri hennar. Þessa merku arfleifð ættu allir Íslendingar að þekkja og henni ætti að hampa í skólastofum landsins, þá sérstaklega um þessar mundir þegar Tilraunastöðin að Keldum fagnar 70 ára starfsafmæli. Því það er sannarlega ekki aðeins uppgötvanir og árangur vísindavinnunnar á Keldum sem er merkilegt, heldur einnig það viðhorf og atgervi sem hún byggir á og Margrét heitin lýsti hér að ofan. Þetta lífsviðhorf Björns er nauðsynlegt í samfélagi sem ætlar sér að byggja á grundvelli lýðræðislegra gilda, og virkri þátttöku borgara í ákvarðanatöku og stjórnarfari. Slíkt samfélag verður að vera skipað einstaklingum sem hafa vilja, getu og skilning til að taka upplýstar ákvarðanir. Um leið getum við þó ekki gert þá kröfu að hver einasti einstaklingur sé vísindamenntaður og ekki dugar að upplýsa fólk aðeins um ávinning vísindanna, heldur verður að mæta fjárfestingu í vísindum með eflingu vísindalæsis meðal almennings. Þess vegna ætti það að vera keppikefli allra vísindamanna, bæði í vísindavinnu sinni og í samskiptum við almenning og þá sem koma að opinberri stefnumótun, að miðla þekkingu sinni af ástríðu og áhuga, svo að við hin getum verið virkir þátttakendur í samfélagi sem reiðir sig æ meira, og í raun alfarið nú á dögum, á vinnu þeirra sem stunda góð vísindi af vandvirkni, óþreytandi starfsorku, rökhyggju, útsjónarsemi og frumleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
„Vandvirkni, óþreytandi starfsorka, rökhyggja, útsjónarsemi og frumleiki.“ Svona lýsti Margrét Guðnadóttir veirufræðingur leiðbeinanda sínum og fyrsta forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Birni Sigurðssyni. Björn lést árið 1959, þá 46 ára. Þó að Björn hafi fallið frá ungur að árum þá lagði hann með rannsóknum sínum á hæggengum veirusýkingum grunninn að þeirri merku vísindavinnu sem stunduð hefur verið á Keldum frá stofnun tilraunastöðvarinnar árið 1948. Rannsóknir hans á lentiveirum (mæði-visnuveiran), ásamt þeirri vinnu á Keldum, sem byggir á arfleifð hans, er vafalaust eitt stórkostlegasta framlag Íslands til vísindanna á heimsvísu. Það sem við vitum í dag um hæggenga smitsjúkdóma, eins og HIV, fellur algjörlega að upphaflegum tilgátum Björns. Eins og Sigurður Guðmundsson, prófessor við læknadeild HÍ, sagði á málþingi á dögunum um störf Björns, þá er vart skrifuð vísindagrein í dag um HIV þar sem ekki er vitnað í Björn og rannsóknir hans enda hafa þær auðgað skilning okkar á veirunni og heimsfaraldri hennar. Þessa merku arfleifð ættu allir Íslendingar að þekkja og henni ætti að hampa í skólastofum landsins, þá sérstaklega um þessar mundir þegar Tilraunastöðin að Keldum fagnar 70 ára starfsafmæli. Því það er sannarlega ekki aðeins uppgötvanir og árangur vísindavinnunnar á Keldum sem er merkilegt, heldur einnig það viðhorf og atgervi sem hún byggir á og Margrét heitin lýsti hér að ofan. Þetta lífsviðhorf Björns er nauðsynlegt í samfélagi sem ætlar sér að byggja á grundvelli lýðræðislegra gilda, og virkri þátttöku borgara í ákvarðanatöku og stjórnarfari. Slíkt samfélag verður að vera skipað einstaklingum sem hafa vilja, getu og skilning til að taka upplýstar ákvarðanir. Um leið getum við þó ekki gert þá kröfu að hver einasti einstaklingur sé vísindamenntaður og ekki dugar að upplýsa fólk aðeins um ávinning vísindanna, heldur verður að mæta fjárfestingu í vísindum með eflingu vísindalæsis meðal almennings. Þess vegna ætti það að vera keppikefli allra vísindamanna, bæði í vísindavinnu sinni og í samskiptum við almenning og þá sem koma að opinberri stefnumótun, að miðla þekkingu sinni af ástríðu og áhuga, svo að við hin getum verið virkir þátttakendur í samfélagi sem reiðir sig æ meira, og í raun alfarið nú á dögum, á vinnu þeirra sem stunda góð vísindi af vandvirkni, óþreytandi starfsorku, rökhyggju, útsjónarsemi og frumleika.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun