Félagsmálaráðherra kallar leigusala á sinn fund Höskuldur Kári Schram skrifar 16. apríl 2018 18:43 Félagsmálaráðherra hefur kallað eigendur þjónustuíbúða við Boðaþing í Kópavogi á sinn fund vegna ákvörðunar þeirra um að segja upp leigusamningum við íbúa í húsinu. Ráðherra segist finna fyrir aukinni hörku á leigumarkaði og segir nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. Hópur aldraðra íbúa í þjónustu- og öryggisíbúðum við Boðaðþing hefur á undanförnum árum staðið í málaferlum við rekstrarfélag íbúðanna vegna ágreinings um innheimtu hússjóðs. Íbúarnir töldu að hússjóðurinn hafi verið notaður til að standa straum af óskyldum kostnaði og kröfðust þess að fá endurgreitt. Heildarupphæðin hljóp á mörgum milljónum króna. Íbúðirnar eru í eigu Naustavarar sem er dótturfélag Sjómannadagsráðs og er rekið samhliða Hrafnistu. Héraðsdómur dæmdi í málinu á síðasta ári og féllst á allar kröfur íbúa. Félagið greip þá til þess ráðs að breyta leigusamningi. Þeir sem neituðu að skrifa undir fengu uppsögn og hefur þeim nú verið gert að yfirgefa íbúðir sínar á næstu mánuðum. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók málið upp á Alþingi í dag og kallaði eftir afstöðu félagsmálaráðherra. „Staðreyndin er sú að leigusali, í þessu tilviki er dótturfélags Sjómannadagsráðs, er móðurfélag yfir öllum Hrafnistuheimilunum. Naustavör heitir það. Eins og við vitum njóta Hrafnistuheimilin samninga við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að þetta er alls ekki þannig að við eigum ekki að taka utan um málið og að það sé ekki stutt af almannafé,“ sagði Inga Sæland á Alþingi. Ráðherra sagði þetti dæmi um þá hörku sem er í gangi á leigumarkaði og við því verði að bregðast. „Ég hef líka tilkynnt þeim leigusölum sem þarna eiga í hlut að ég hyggist boða þá á fund til að fara yfir þetta einstaka mál og önnur sambærileg mál. Ég vil bara segja að ég held að sú staða sem er á leigumarkaði í dag á Íslandi kalli á stjórnvöld verði tilbúin til þess að skoða þessi mál betur, enda vantar oft og tíðum svolítið félagslegu taugina í þetta,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Húsnæðismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur kallað eigendur þjónustuíbúða við Boðaþing í Kópavogi á sinn fund vegna ákvörðunar þeirra um að segja upp leigusamningum við íbúa í húsinu. Ráðherra segist finna fyrir aukinni hörku á leigumarkaði og segir nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. Hópur aldraðra íbúa í þjónustu- og öryggisíbúðum við Boðaðþing hefur á undanförnum árum staðið í málaferlum við rekstrarfélag íbúðanna vegna ágreinings um innheimtu hússjóðs. Íbúarnir töldu að hússjóðurinn hafi verið notaður til að standa straum af óskyldum kostnaði og kröfðust þess að fá endurgreitt. Heildarupphæðin hljóp á mörgum milljónum króna. Íbúðirnar eru í eigu Naustavarar sem er dótturfélag Sjómannadagsráðs og er rekið samhliða Hrafnistu. Héraðsdómur dæmdi í málinu á síðasta ári og féllst á allar kröfur íbúa. Félagið greip þá til þess ráðs að breyta leigusamningi. Þeir sem neituðu að skrifa undir fengu uppsögn og hefur þeim nú verið gert að yfirgefa íbúðir sínar á næstu mánuðum. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók málið upp á Alþingi í dag og kallaði eftir afstöðu félagsmálaráðherra. „Staðreyndin er sú að leigusali, í þessu tilviki er dótturfélags Sjómannadagsráðs, er móðurfélag yfir öllum Hrafnistuheimilunum. Naustavör heitir það. Eins og við vitum njóta Hrafnistuheimilin samninga við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að þetta er alls ekki þannig að við eigum ekki að taka utan um málið og að það sé ekki stutt af almannafé,“ sagði Inga Sæland á Alþingi. Ráðherra sagði þetti dæmi um þá hörku sem er í gangi á leigumarkaði og við því verði að bregðast. „Ég hef líka tilkynnt þeim leigusölum sem þarna eiga í hlut að ég hyggist boða þá á fund til að fara yfir þetta einstaka mál og önnur sambærileg mál. Ég vil bara segja að ég held að sú staða sem er á leigumarkaði í dag á Íslandi kalli á stjórnvöld verði tilbúin til þess að skoða þessi mál betur, enda vantar oft og tíðum svolítið félagslegu taugina í þetta,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Húsnæðismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira