Útivistarsvæði og útsýni eða ný úthverfi? Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 16. apríl 2018 15:55 Eitt af því besta við Grafarvoginn er nálægðin við náttúruna. Það er nálægðin við náttúruna sem er ein af helstu ástæðum þess að margir hafa flutt í Grafarvoginn. Fjallasýnin, fjaran og útsýnið. Útsýnið í Grafarvoginum er einstakt. Í sunnanverðum Grafarvoginum er hægt að sjá gróðursælt hverfi með fallegt útsýni yfir voginn og útsýnið út á sundin úr hverfunum í norðanverðum Grafarvoginum er sennilega eitt það fegursta í Reykjavík: Ósnortna strandlengjan við Blikastaðakró og í Eiðsvíkinni er ein sú lengsta í Reykjavík. Þar má sjá seli flatmaga á skerjum og æðarfugla synda um. Í miðju þessa útsýnis er Geldinganesið, stærsta vannýtta útivistarperla höfuðborgarsvæðisins. Útsýnið og útivistarmöguleikarnir eru meðal þess sem hefur dregið fólk í Borga, Víkur og Staðahverfin. Því miður er framtíð þessa útsýnis og allrar þessarar náttúrufegurðar í hættu. Framtíð Geldinganess Um skeið var grjótnám í Geldinganesi, og lengi vel stóð til að koma þar upp stórskipahöfn ásamt iðnaðar- og athafnasvæði. Sem betur fer varð ekkert úr þeim fyrirætlunum, og á núverandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að nesið sé opið svæði. Ekki er gert ráð fyrir að nesið verði skipulagt næstu á næstu 12 árum. Fyrir þessar kosningar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar viðrað hugmyndir um risvaxna íbúðarbyggð í nesinu sem myndi gerbreyta Geldinganesi og umbylta öllu útsýni út á sundin. Ljósmengunin af íbúðarbyggð í nesinu mun hafa áhrif á útsýnið og allt lífið á nesinu. Með háum byggingum myndi ásýnd nessins breytast og værum við að missa af góðum stað sem við gætum nýtt sem útivistarparadís. Fasteignaverð íbúðana í kring mun lækka, þar sem að þær voru byggðar og seldar með því mikla útsýni sem þær hafa í dag og hafa stórframkvæmdir á svæðinu mikil áhrif þar á. Meðan á framkvæmdum stæði myndi vera stöðug umferð stórvirka vinnuvéla og vörubíla út í nesið. Sú umferð færi um Strandveginn með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa. Fjölmennri íbúðarbyggð í nesinu mun svo fylgja stóraukin umferð íbúa í gegnum Grafarvoginn. Grafarvogsbúar eru almennt þeirrar skoðunar að umferðin í hverfinu sé nógu mikil fyrir.Nýtum fegurð Geldinganessins betur Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir opnu svæði í Geldinganesi. Stefnt er að því að halda strandlengjunni ósnortinni til að vernda sjávar- og fuglalíf á svæðinu. Á Geldinganesi er t.d. eini varpstaður stormmávs á höfuðborgarsvæðinu. Geldinganesið er yndislegt útivistarsvæði með merkilega sögu. Þarna má finna sjótóftir á austanverðu nesinu og skipsflak á sunnanverðu nesinu. Margt er því hægt að byggja á ef svæðið yrði opnað sem útivistar og leiksvæði. Geldinganesið gæti orðið uppspretta ævintýra og spennandi rannsóknarleiðangra ungra jafnt sem aldna.Verndum einstaka náttúru hverfisins Við eigum að vernda það sem gerir Grafarvoginn að yndislegu hverfi og Reykjavík að fallegri borg: Nálægðina við náttúruna og útsýnið út á sundin. Með því að byggja ný risavaxin úthverfi og þenja borgina út í Geldinganesið fórnum við náttúrufegurðinni sem er ein helsta auðlind borgarinnar. Opnum Geldinganesið sem útivistarsvæði og gefum öllum tækifæri á að njóta svæðsins í allri sinni dýrð!Höfundur er Grafarvogsbúi, varamaður í hverfisráði Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Eitt af því besta við Grafarvoginn er nálægðin við náttúruna. Það er nálægðin við náttúruna sem er ein af helstu ástæðum þess að margir hafa flutt í Grafarvoginn. Fjallasýnin, fjaran og útsýnið. Útsýnið í Grafarvoginum er einstakt. Í sunnanverðum Grafarvoginum er hægt að sjá gróðursælt hverfi með fallegt útsýni yfir voginn og útsýnið út á sundin úr hverfunum í norðanverðum Grafarvoginum er sennilega eitt það fegursta í Reykjavík: Ósnortna strandlengjan við Blikastaðakró og í Eiðsvíkinni er ein sú lengsta í Reykjavík. Þar má sjá seli flatmaga á skerjum og æðarfugla synda um. Í miðju þessa útsýnis er Geldinganesið, stærsta vannýtta útivistarperla höfuðborgarsvæðisins. Útsýnið og útivistarmöguleikarnir eru meðal þess sem hefur dregið fólk í Borga, Víkur og Staðahverfin. Því miður er framtíð þessa útsýnis og allrar þessarar náttúrufegurðar í hættu. Framtíð Geldinganess Um skeið var grjótnám í Geldinganesi, og lengi vel stóð til að koma þar upp stórskipahöfn ásamt iðnaðar- og athafnasvæði. Sem betur fer varð ekkert úr þeim fyrirætlunum, og á núverandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að nesið sé opið svæði. Ekki er gert ráð fyrir að nesið verði skipulagt næstu á næstu 12 árum. Fyrir þessar kosningar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar viðrað hugmyndir um risvaxna íbúðarbyggð í nesinu sem myndi gerbreyta Geldinganesi og umbylta öllu útsýni út á sundin. Ljósmengunin af íbúðarbyggð í nesinu mun hafa áhrif á útsýnið og allt lífið á nesinu. Með háum byggingum myndi ásýnd nessins breytast og værum við að missa af góðum stað sem við gætum nýtt sem útivistarparadís. Fasteignaverð íbúðana í kring mun lækka, þar sem að þær voru byggðar og seldar með því mikla útsýni sem þær hafa í dag og hafa stórframkvæmdir á svæðinu mikil áhrif þar á. Meðan á framkvæmdum stæði myndi vera stöðug umferð stórvirka vinnuvéla og vörubíla út í nesið. Sú umferð færi um Strandveginn með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa. Fjölmennri íbúðarbyggð í nesinu mun svo fylgja stóraukin umferð íbúa í gegnum Grafarvoginn. Grafarvogsbúar eru almennt þeirrar skoðunar að umferðin í hverfinu sé nógu mikil fyrir.Nýtum fegurð Geldinganessins betur Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir opnu svæði í Geldinganesi. Stefnt er að því að halda strandlengjunni ósnortinni til að vernda sjávar- og fuglalíf á svæðinu. Á Geldinganesi er t.d. eini varpstaður stormmávs á höfuðborgarsvæðinu. Geldinganesið er yndislegt útivistarsvæði með merkilega sögu. Þarna má finna sjótóftir á austanverðu nesinu og skipsflak á sunnanverðu nesinu. Margt er því hægt að byggja á ef svæðið yrði opnað sem útivistar og leiksvæði. Geldinganesið gæti orðið uppspretta ævintýra og spennandi rannsóknarleiðangra ungra jafnt sem aldna.Verndum einstaka náttúru hverfisins Við eigum að vernda það sem gerir Grafarvoginn að yndislegu hverfi og Reykjavík að fallegri borg: Nálægðina við náttúruna og útsýnið út á sundin. Með því að byggja ný risavaxin úthverfi og þenja borgina út í Geldinganesið fórnum við náttúrufegurðinni sem er ein helsta auðlind borgarinnar. Opnum Geldinganesið sem útivistarsvæði og gefum öllum tækifæri á að njóta svæðsins í allri sinni dýrð!Höfundur er Grafarvogsbúi, varamaður í hverfisráði Grafarvogs og skipar 13 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun