Pólitískan vilja skortir til að gera samning við Klíníkina Sveinn Arnarsson skrifar 16. apríl 2018 07:00 Framkvæmdastjórinn segir skorta pólitískan vilja til að gera samning við Klíníkina. Þingmaður VG segir varhugavert að gera slíkan samning og hafa þannig liðskiptaaðgerðir á fleiri stöðum en færri. 385 eru á biðlista. Vísir/Getty Sjúkratryggingar Íslands gætu sparað háar upphæðir ef stofnunin myndi semja um liðskiptaaðgerðir við Klíníkina í Ármúla. Kostnaður við liðskiptaaðgerðir á Klíníkinni er um ein milljón króna en Sjúkratryggingar greiða aðeins fyrir slíkar aðgerðir í Svíþjóð, sem kostar þrisvar sinnum meira. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir málið í grunninn ofureinfalt og snúast um að tryggja réttindi sjúklinga. „Þetta snýst um lélega pólitík. Kostnaðurinn hjá okkur er rétt rúm milljón. Ég hef farið með fimm sjúklinga til Svíþjóðar. Kostnaðurinn við þær ferðir er um þrjár milljónir króna fyrir hvern sjúkling. Ég hefði haldið að það væri ákjósanlegt að gera þessar aðgerðir á mun hagkvæmari hátt fyrir hið opinbera,“ segir Hjálmar. Í febrúar 2018 voru 709 á biðlista eftir gervilið í hné, 340 karlar og 369 konur. Á sama tíma voru 385 á biðlista eftir gervilið í mjöðm, 165 karlar og 220 konur. „Það skortir pólitískan vilja til að gera slíkan samning við okkur. Þetta eru réttindi sem sjúklingum eru tryggð af Alþingi. Samningur sem þessi er hagkvæmur fyrir hið opinbera og enginn stjórnmálamaður myndi fara svona með heimilisbókhaldið sitt,“ bætir Hjálmar við.Varhugavert að ganga til samninga Á þessu ári hefur úrskurðarnefnd fjallað um tæpan tug tilvika þar sem sjúklingum var synjað um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerða, sem framkvæmdar voru hjá Klíníkinni. Sjúkratryggingar greiða fyrir aðgerðina í Svíþjóð, auk ferðakostnaðar, uppihalds og dagpeninga, bæði fyrir sjúkling og fylgdarmann. Samanlagt er því kostnaður við aðgerðina í Svíþjóð mun hærri en hér á landi. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna í velferðarnefnd, segir það varhugavert að gera samning við einkafyrirtæki hér á landi um gerð liðskiptaaðgerða. Aðgerðirnar eru gerðar á Akranesi, Akureyri og í Reykjavík af hinu opinbera. „Það þarf að horfa á þetta í stærra samhengi. Biðlistar hafa styst eftir liðskiptaaðgerðum. Bæklunarskurðlæknar þurfa ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingu og færni og því eru rök fyrir því að hafa liðskiptaaðgerðir á færri stöðum en fleiri hér á landi,“ segir Ólafur Þór. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00 Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands gætu sparað háar upphæðir ef stofnunin myndi semja um liðskiptaaðgerðir við Klíníkina í Ármúla. Kostnaður við liðskiptaaðgerðir á Klíníkinni er um ein milljón króna en Sjúkratryggingar greiða aðeins fyrir slíkar aðgerðir í Svíþjóð, sem kostar þrisvar sinnum meira. Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, segir málið í grunninn ofureinfalt og snúast um að tryggja réttindi sjúklinga. „Þetta snýst um lélega pólitík. Kostnaðurinn hjá okkur er rétt rúm milljón. Ég hef farið með fimm sjúklinga til Svíþjóðar. Kostnaðurinn við þær ferðir er um þrjár milljónir króna fyrir hvern sjúkling. Ég hefði haldið að það væri ákjósanlegt að gera þessar aðgerðir á mun hagkvæmari hátt fyrir hið opinbera,“ segir Hjálmar. Í febrúar 2018 voru 709 á biðlista eftir gervilið í hné, 340 karlar og 369 konur. Á sama tíma voru 385 á biðlista eftir gervilið í mjöðm, 165 karlar og 220 konur. „Það skortir pólitískan vilja til að gera slíkan samning við okkur. Þetta eru réttindi sem sjúklingum eru tryggð af Alþingi. Samningur sem þessi er hagkvæmur fyrir hið opinbera og enginn stjórnmálamaður myndi fara svona með heimilisbókhaldið sitt,“ bætir Hjálmar við.Varhugavert að ganga til samninga Á þessu ári hefur úrskurðarnefnd fjallað um tæpan tug tilvika þar sem sjúklingum var synjað um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerða, sem framkvæmdar voru hjá Klíníkinni. Sjúkratryggingar greiða fyrir aðgerðina í Svíþjóð, auk ferðakostnaðar, uppihalds og dagpeninga, bæði fyrir sjúkling og fylgdarmann. Samanlagt er því kostnaður við aðgerðina í Svíþjóð mun hærri en hér á landi. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna í velferðarnefnd, segir það varhugavert að gera samning við einkafyrirtæki hér á landi um gerð liðskiptaaðgerða. Aðgerðirnar eru gerðar á Akranesi, Akureyri og í Reykjavík af hinu opinbera. „Það þarf að horfa á þetta í stærra samhengi. Biðlistar hafa styst eftir liðskiptaaðgerðum. Bæklunarskurðlæknar þurfa ákveðinn fjölda aðgerða á ári til að viðhalda þekkingu og færni og því eru rök fyrir því að hafa liðskiptaaðgerðir á færri stöðum en fleiri hér á landi,“ segir Ólafur Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00 Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34 Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Styður ekki heilbrigðisþjónustu sem byggð er upp í gróðaskyni Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir samninga við Klíníkina í Ármúla ekki verða fleiri en nú er. Hann telur Klíníkina ekki hafa leyfi til að reka margra daga legudeild. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir vatnaskil felast 24. mars 2017 07:00
Segir umræðuna villandi og að starfsemi Klíníkurinnar haldi áfram ótrufluð Framkvædastjóri Klíníkurinnar segir að hvorki velferðarráðuneytið né landlæknisembættið hafi gert neinar athugasemdir við starfsemina. 24. mars 2017 14:34
Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Þeir sem geta reitt fram fjárhæðina sleppa því við árs biðlista á Landspítalanum. Framkvæmdastjóri Klíníkunnar segir alla þurfa að hjálpast að í heilbrigðiskerfinu. 5. mars 2017 19:30