„Aldrei fallið verk úr hendi" Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 14. apríl 2018 17:58 Sigurður Steinar Ketilsson hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti en í samfleytt 30 ár hefur hann starfað sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar hvað lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum Dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar tóku á móti honum á varðskipinu með viðhöfn á Faxagarði í morgun. Í fimmtíu ár hefur Sigurður Steinar starfað hjá Landhelgisgæslunni en föstudagurinn 13.apríl var hans síðasti dagur í starfi. „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi,“ segir Sigurður. Kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar Sigurður hefur stjórnað og tekið þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, siglt í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tekið þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann er einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður segir að eftir það hafi þjóðin farið að trúa á þessa starfsemi. „Þá fór þjóðin fyrst að hafa trú á okkur í þessari starfsemi. Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ segir Sigurður. Þegar Sigurður er spurður út í það hvað tekur við stendur ekki á svarinu: „Það kemur bara í ljós. Ég hef nóg að gera, mér hefur aldrei fallið verk úr hendi hvar sem er,“ segir Sigurður brosandi. Til marks um þá virðingu sem Sigurður hefur skapað sér heiðruðu skipverjar á skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna, rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og varðskipinu Ægi, Sigurð með táknrænum hætti þegar Þór var bundinn við bryggju með skipsflautum sínum. Sigurður ásamt samstarfsfélaga sínum.Vísir/Vilhelm Sigurður fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og eiginkonu.Vísir/Vilhelm Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar á varðskipinu Þór.Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan Þorskastríðin Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Sigurður Steinar Ketilsson hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti en í samfleytt 30 ár hefur hann starfað sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar hvað lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum Dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar tóku á móti honum á varðskipinu með viðhöfn á Faxagarði í morgun. Í fimmtíu ár hefur Sigurður Steinar starfað hjá Landhelgisgæslunni en föstudagurinn 13.apríl var hans síðasti dagur í starfi. „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi,“ segir Sigurður. Kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar Sigurður hefur stjórnað og tekið þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, siglt í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tekið þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann er einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður segir að eftir það hafi þjóðin farið að trúa á þessa starfsemi. „Þá fór þjóðin fyrst að hafa trú á okkur í þessari starfsemi. Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ segir Sigurður. Þegar Sigurður er spurður út í það hvað tekur við stendur ekki á svarinu: „Það kemur bara í ljós. Ég hef nóg að gera, mér hefur aldrei fallið verk úr hendi hvar sem er,“ segir Sigurður brosandi. Til marks um þá virðingu sem Sigurður hefur skapað sér heiðruðu skipverjar á skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna, rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og varðskipinu Ægi, Sigurð með táknrænum hætti þegar Þór var bundinn við bryggju með skipsflautum sínum. Sigurður ásamt samstarfsfélaga sínum.Vísir/Vilhelm Sigurður fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og eiginkonu.Vísir/Vilhelm Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar á varðskipinu Þór.Vísir/Vilhelm
Landhelgisgæslan Þorskastríðin Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira