Íslendingi bjargað úr sjávarháska undan ströndum Noregs Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 22:33 Sigurður Hjaltested var á veiðum á bátnum sínum Nero undan ströndum norska bæjarins Mehamn þegar ógæfan dundi yfir. Google Maps. „Þetta er í lagi meðan maður kemst sjálfur heill á húfi í burtu, hitt er bara bátur sem er veraldlegur hlutur,“ segir sjómaðurinn Sigurður Hjaltested sem var bjargað úr sjónum undan ströndum norska bæjarins Mehamn í kvöld. Greint var fyrst frá málinu hér á landi á vef Mbl en fjallað var um málið og rætt við Sigurð á norska vefnum iFinnmark. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi verið við veiðar þegar hann fékk öldu yfir bátinn. Sigurður segir hátt handrið á afturhluta bátsins. Sjóraufarnar sem hleypa vatni út af dekkinu fóru undir sjó og því fylltist afturhluti bátsins af sjó sem varð til þess að hann fór á hliðina.Henti sér í sjóinn Sigurður hringdi í félaga sinn Kjartan Jóhannsson og bað hann um að útvega sér númer um borð í björgunarbát sem er nýkominn á miðin. Fimm mínútum eftir það símtal var Sigurður kominn í sjóinn. „Ég reyndi ekki að fara niður í káetu til að ná í blautgallann. Ég fór bara beint út á dekk, losaði björgunarbátinn og blés hann upp. Ég fór í björgunarbátinn en þegar ég ætlaði að skera bátinn frá þá fer mastur og keðju, sem heldur krana uppi í bátnum, yfir björgunarbátinn. Það fór því að flæða inn í björgunarbátinn. Til að vera ekki fastur í honum ef eitthvað myndi gerast meira henti ég mér í sjóinn og synti að björgunarhring sem var laus,“ segir Sigurður.Hér má sjá skjáskot af forsíðu norska vefsins iFinnmark sem er með mynd af bát Sigurðar, Nero, á forsíðunni.Skjáskot af vef iFinnmark.Hann segist ekki muna það svo glöggt hversu lengi hann var í sjónum en giskar á um tuttugu mínútur. Hann náði að senda út neyðarkall áður en hann fór í sjóinn og var nálægur bátur snöggur á staðinn og náði áhöfn hans honum upp úr sjónum.Var lagður af stað í land Hann segir veðrið hafa verið ágætt en hann var á leið fyrir horn þar sem er mikið um straumköst. Hann óttaðist þó ekki að honum yrði ekki komið til bjargar. „Nei, ég var tiltölulega nálægt landi og sá að ég gat komið mér í land og var lagður af stað þegar ég sá bátinn koma,“ segir Sigurður. Hann segir fátt annað hafa farið í gegnum huga sér en að koma sér til bjargar. „Adrenalínið kikkar inn og maður er ekki mikið að hugsa um annað en að gera það sem gera þarf til að bjarga sér,“ segir Sigurður sem segir þetta hafa farið eins vel og það gat farið miðað við aðstæður. Hann sjálfur hafi bjargast og þá skipti báturinn ekki miklu máli.Ætlar að kaupa nýjan bát Hann hefur búið í Mehamn frá árinu 2015 ásamt fjölskyldu sinni og er hvergi nærri hættur á sjó þrátt fyrir þennan háska. „Ég fer beint í það á morgun að kaupa nýjan bát, það er nú ekki flókið,“ segir Sigurður sem segir eiginkonu sína hafa verið fara ánægða að sjá sig þegar hann sneri aftur í land og hann hana. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Þetta er í lagi meðan maður kemst sjálfur heill á húfi í burtu, hitt er bara bátur sem er veraldlegur hlutur,“ segir sjómaðurinn Sigurður Hjaltested sem var bjargað úr sjónum undan ströndum norska bæjarins Mehamn í kvöld. Greint var fyrst frá málinu hér á landi á vef Mbl en fjallað var um málið og rætt við Sigurð á norska vefnum iFinnmark. Sigurður segir í samtali við Vísi að hann hafi verið við veiðar þegar hann fékk öldu yfir bátinn. Sigurður segir hátt handrið á afturhluta bátsins. Sjóraufarnar sem hleypa vatni út af dekkinu fóru undir sjó og því fylltist afturhluti bátsins af sjó sem varð til þess að hann fór á hliðina.Henti sér í sjóinn Sigurður hringdi í félaga sinn Kjartan Jóhannsson og bað hann um að útvega sér númer um borð í björgunarbát sem er nýkominn á miðin. Fimm mínútum eftir það símtal var Sigurður kominn í sjóinn. „Ég reyndi ekki að fara niður í káetu til að ná í blautgallann. Ég fór bara beint út á dekk, losaði björgunarbátinn og blés hann upp. Ég fór í björgunarbátinn en þegar ég ætlaði að skera bátinn frá þá fer mastur og keðju, sem heldur krana uppi í bátnum, yfir björgunarbátinn. Það fór því að flæða inn í björgunarbátinn. Til að vera ekki fastur í honum ef eitthvað myndi gerast meira henti ég mér í sjóinn og synti að björgunarhring sem var laus,“ segir Sigurður.Hér má sjá skjáskot af forsíðu norska vefsins iFinnmark sem er með mynd af bát Sigurðar, Nero, á forsíðunni.Skjáskot af vef iFinnmark.Hann segist ekki muna það svo glöggt hversu lengi hann var í sjónum en giskar á um tuttugu mínútur. Hann náði að senda út neyðarkall áður en hann fór í sjóinn og var nálægur bátur snöggur á staðinn og náði áhöfn hans honum upp úr sjónum.Var lagður af stað í land Hann segir veðrið hafa verið ágætt en hann var á leið fyrir horn þar sem er mikið um straumköst. Hann óttaðist þó ekki að honum yrði ekki komið til bjargar. „Nei, ég var tiltölulega nálægt landi og sá að ég gat komið mér í land og var lagður af stað þegar ég sá bátinn koma,“ segir Sigurður. Hann segir fátt annað hafa farið í gegnum huga sér en að koma sér til bjargar. „Adrenalínið kikkar inn og maður er ekki mikið að hugsa um annað en að gera það sem gera þarf til að bjarga sér,“ segir Sigurður sem segir þetta hafa farið eins vel og það gat farið miðað við aðstæður. Hann sjálfur hafi bjargast og þá skipti báturinn ekki miklu máli.Ætlar að kaupa nýjan bát Hann hefur búið í Mehamn frá árinu 2015 ásamt fjölskyldu sinni og er hvergi nærri hættur á sjó þrátt fyrir þennan háska. „Ég fer beint í það á morgun að kaupa nýjan bát, það er nú ekki flókið,“ segir Sigurður sem segir eiginkonu sína hafa verið fara ánægða að sjá sig þegar hann sneri aftur í land og hann hana.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira