Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2018 14:37 Þeim í Víðidalnum líst ekki á blikuna vegna sjókvíaeldis en veiðifélög um land allt hafa þungar áhyggjur af sjókvíaeldi sem til stendur að stórauka við Íslandsstrendur. einar falur Veiðifélag Víðdalsár átelur Skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt og mótmælir eindregið öllum hugmyndum um útgáfu eldisleyfa á norskum kynbættum laxi í opnum sjókvíum, bæði á Vestfjörðum sem og Austfjörðum.Öflugt félag sem að Víðidalsá stendur Veiðifélag Víðidalsár er öflugt félag en Víðidalsá er ein af þekktustu lax- og silungsveiðiám landsins. Áin rennur af húnvetnsku heiðunum um Víðidalinn og fellur þaðan í stöðuvatnið Hópið. Að baki félaginu standa 42 bæir. Fundurinn sendi frá sér harðorða ályktun en tilefnið eru áform um stóraukið laxaeldi við Íslandsstrendur. Fyrir Alþingi er nú til meðferðar frumvarp um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Og því vill Veiðifélag Víðidalsár senda frá sér ályktun um sjókvíaeldi, svohljóðandi:Ályktun Veiðifélags Víðidalsár „Aðalfundur Veiðifélags Víðidalsár haldinn í Tjarnarbrekku 9. apríl 2018 mótmælir öllum hugmyndum um útgáfu eldisleyfa á norskum kynbættum laxi í opnum sjókvíum bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Fundurinn minnir á að Hafrannsóknarstofnun leggst gegn stjórnlausu laxeldi í sjókvíum í áhættumati sínu og telur að það geti stórskaðað villta laxastofna landsins. Þá bendir fundurinn á nálægð við verðmætar laxveiðiár allt í kringum landið og þau miklu náttúruverðmæti sem þar eru í húfi.Fundurinn átelur Skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt svo sem í Ísafjarðardjúpi, þegar stofnunin dró til baka álit sitt nýverið þar sem stofnunin lagðist gegn fyrirhuguðu laxeldi. Fundurinn skorar á núverandi umhverfisráðherra Guðmund Inga Guðbrandsson, að sitja ekki hjá í þessu mikilvæga náttúruverndarmáli.“ Ályktunin var samþykkt samhljóða og hefur hún verið send umhverfisráðherra sem og þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Umhverfismál Tengdar fréttir Veiðimenn hafa þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu Fyrsta íslenska fluguveiðisýningin verður haldin í næsta mánuði. 19. febrúar 2018 10:26 Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00 Full ástæða til að óttast erfðablöndun í laxeldi Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. 1. febrúar 2018 22:44 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Veiðifélag Víðdalsár átelur Skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt og mótmælir eindregið öllum hugmyndum um útgáfu eldisleyfa á norskum kynbættum laxi í opnum sjókvíum, bæði á Vestfjörðum sem og Austfjörðum.Öflugt félag sem að Víðidalsá stendur Veiðifélag Víðidalsár er öflugt félag en Víðidalsá er ein af þekktustu lax- og silungsveiðiám landsins. Áin rennur af húnvetnsku heiðunum um Víðidalinn og fellur þaðan í stöðuvatnið Hópið. Að baki félaginu standa 42 bæir. Fundurinn sendi frá sér harðorða ályktun en tilefnið eru áform um stóraukið laxaeldi við Íslandsstrendur. Fyrir Alþingi er nú til meðferðar frumvarp um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Og því vill Veiðifélag Víðidalsár senda frá sér ályktun um sjókvíaeldi, svohljóðandi:Ályktun Veiðifélags Víðidalsár „Aðalfundur Veiðifélags Víðidalsár haldinn í Tjarnarbrekku 9. apríl 2018 mótmælir öllum hugmyndum um útgáfu eldisleyfa á norskum kynbættum laxi í opnum sjókvíum bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Fundurinn minnir á að Hafrannsóknarstofnun leggst gegn stjórnlausu laxeldi í sjókvíum í áhættumati sínu og telur að það geti stórskaðað villta laxastofna landsins. Þá bendir fundurinn á nálægð við verðmætar laxveiðiár allt í kringum landið og þau miklu náttúruverðmæti sem þar eru í húfi.Fundurinn átelur Skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt svo sem í Ísafjarðardjúpi, þegar stofnunin dró til baka álit sitt nýverið þar sem stofnunin lagðist gegn fyrirhuguðu laxeldi. Fundurinn skorar á núverandi umhverfisráðherra Guðmund Inga Guðbrandsson, að sitja ekki hjá í þessu mikilvæga náttúruverndarmáli.“ Ályktunin var samþykkt samhljóða og hefur hún verið send umhverfisráðherra sem og þingmönnum Norðvesturkjördæmis.
Umhverfismál Tengdar fréttir Veiðimenn hafa þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu Fyrsta íslenska fluguveiðisýningin verður haldin í næsta mánuði. 19. febrúar 2018 10:26 Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00 Full ástæða til að óttast erfðablöndun í laxeldi Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. 1. febrúar 2018 22:44 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Veiðimenn hafa þungar áhyggjur af sjókvíaeldinu Fyrsta íslenska fluguveiðisýningin verður haldin í næsta mánuði. 19. febrúar 2018 10:26
Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00
Full ástæða til að óttast erfðablöndun í laxeldi Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. 1. febrúar 2018 22:44