Færðu fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2018 14:00 Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygering færði honum. Vísir/vilhelm Verðandi mæður mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun til að afhenda fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra. Ráðherra segir erfitt að semja um langt um betri kjör við þær en öðrum sé boðið nema heildarsamtök á vinnumarkaði sameinist um að bæta þurfi kjör ljósmæðra umfram aðra. Ekkert hefur gengið í viðræðum Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins en ljósmæður krefjast þess að grunnlaun þeirra séu leiðrétt þar sem tveggja ára viðbótarnám þeirra að loknu hjúkrunarnámi færi þeim lægri laun en hjúkrunarfræðingar hafi. Þrjár konur, tvær verðandi mæður og ein með nýfætt barn mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun og færðu Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra köku með mynd af fóstri í móðurkviði að loknum ríkisstjórnarfundi. Vildu þær þannig hvetja ráðherra til að ganga að kröfum ljósmæðra.Sjá einnig: Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygenring færði honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. „Það er allt í lagi að skipta um skoðun þótt maður standi á einhverri skoðun. Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra,“ sagði Íris Tanja við Bjarna. „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ svaraði Bjarni.Bjarni Benediktsson með kökuna fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun.Vísir/VilhelmÍris Tanja sagðist vona að samningar næðust sem fyrst við ljósmæður því málið varðaði alla í þjóðfélaginu. En Bjarni hefur sagt að kröfur ljósmæðra séu óaðgengilegar. „Þó að þessar kröfur séu umfram aðrar eru þær langt á eftir í launum,“ sagði Íris Tanja. „Já, um leið og við fengjum skriflega yfirlýsingu frá heildarsamtökunum og öðrum stéttarfélögum um að þau sætti sig við að ljósmæður myndu hækka margfalt umfram aðra, þá myndi kannski margt breytast,“ sagði Bjarni. Þær kröfur sem síðast hafi komið fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám ef gengið yrði að þeim. Það breytti því ekki að hann væri bjartsýnn á að hægt verði að vinna með þær kröfur og til þess hefði samninganefnd ríkisins umboð. Íris Tanja var ekki sátt við svör fjármálaráðherra en hún var með níu mánaða dóttur sína Kolbrá Sögu með sér þegar hún hitti Bjarna. „Hún fæddist í lok júní í fyrra. Ég var þrjá daga að eiga hana og fór þarna (á fæðingardeildinni) í gegnum nokkrar vaktir. Meira að segja hitti ég eina konuna þrisvar,“Þannig að þú þekkir störf ljósmæðra vel?„Mjög og þær eru að vinna eitt merkilegasta og óeigingjarnasta starf sem til er,“ sagði Íris Tanja Flygenring. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Verðandi mæður mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun til að afhenda fjármálaráðherra köku með áskorun um að bæta kjör ljósmæðra. Ráðherra segir erfitt að semja um langt um betri kjör við þær en öðrum sé boðið nema heildarsamtök á vinnumarkaði sameinist um að bæta þurfi kjör ljósmæðra umfram aðra. Ekkert hefur gengið í viðræðum Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins en ljósmæður krefjast þess að grunnlaun þeirra séu leiðrétt þar sem tveggja ára viðbótarnám þeirra að loknu hjúkrunarnámi færi þeim lægri laun en hjúkrunarfræðingar hafi. Þrjár konur, tvær verðandi mæður og ein með nýfætt barn mættu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun og færðu Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra köku með mynd af fóstri í móðurkviði að loknum ríkisstjórnarfundi. Vildu þær þannig hvetja ráðherra til að ganga að kröfum ljósmæðra.Sjá einnig: Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Bjarni tók glaður við kökunni sem Íris Tanja Flygenring færði honum og hafði á orði að blái liturinn á kökunni væri fallegur. „Það er allt í lagi að skipta um skoðun þótt maður standi á einhverri skoðun. Þetta eru 300 konur og þjóðfélagið fer ekki á hliðina við það að hækka laun þeirra,“ sagði Íris Tanja við Bjarna. „Ég heyri hvað þið segið. Við munum leggja okkur fram um að ná niðurstöðu og vonum að allir sem sitja við samningaborðið geri það,“ svaraði Bjarni.Bjarni Benediktsson með kökuna fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun.Vísir/VilhelmÍris Tanja sagðist vona að samningar næðust sem fyrst við ljósmæður því málið varðaði alla í þjóðfélaginu. En Bjarni hefur sagt að kröfur ljósmæðra séu óaðgengilegar. „Þó að þessar kröfur séu umfram aðrar eru þær langt á eftir í launum,“ sagði Íris Tanja. „Já, um leið og við fengjum skriflega yfirlýsingu frá heildarsamtökunum og öðrum stéttarfélögum um að þau sætti sig við að ljósmæður myndu hækka margfalt umfram aðra, þá myndi kannski margt breytast,“ sagði Bjarni. Þær kröfur sem síðast hafi komið fram við samningaborðið myndu setja vinnumarkaðinn í fullkomið uppnám ef gengið yrði að þeim. Það breytti því ekki að hann væri bjartsýnn á að hægt verði að vinna með þær kröfur og til þess hefði samninganefnd ríkisins umboð. Íris Tanja var ekki sátt við svör fjármálaráðherra en hún var með níu mánaða dóttur sína Kolbrá Sögu með sér þegar hún hitti Bjarna. „Hún fæddist í lok júní í fyrra. Ég var þrjá daga að eiga hana og fór þarna (á fæðingardeildinni) í gegnum nokkrar vaktir. Meira að segja hitti ég eina konuna þrisvar,“Þannig að þú þekkir störf ljósmæðra vel?„Mjög og þær eru að vinna eitt merkilegasta og óeigingjarnasta starf sem til er,“ sagði Íris Tanja Flygenring.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08 Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46 Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Sagðist ekki ætla í keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. 11. apríl 2018 18:08
Segir yfirlýsingu ljósmæðra og BHM „óskiljanlega og tilhæfulausa“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafnar túlkun ljósmæðra og BHM á orðum sínum. 10. apríl 2018 18:46
Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. 12. apríl 2018 15:30