Í almannaþágu Magnús Geir Þórðarson skrifar 13. apríl 2018 07:00 Samfélagsstofnanir sem vinna í almannaþágu verða að þola umfjöllun og málefnalega gagnrýni. Byggi sú umfjöllun á staðreyndum er hún almennt til gagns. Sé brugðist við eykur það gæði þjónustu og um leið traust almennings. Þetta á jafnt við um barnaverndarnefndir og Ríkisútvarpið. RÚV hefur að undanförnu fjallað ítarlega um barnaverndarmál enda enginn vafi á því að í þessum málum er mikið í húfi. Börn þurfa vernd og umhyggju, ekki síst þegar á bjátar og leita þarf ásjár yfirvalda, eins og barnaverndarnefnda. Nú í vikunni rituðu nokkrir starfsmenn Barnaverndar Hafnarfjarðar grein í Fréttablaðið og vöktu athygli útvarpsstjóra á því hve erfitt og vandmeðfarið starf barnaverndarstarfsfólks er. Þeir gerðu jafnframt athugasemdir við umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um tiltekið barnaverndarmál sem var á borði Barnaverndar Reykjavíkur. Í greininni tóku þeir reyndar sérstaklega fram að þeir þekktu málið ekki efnislega en sögðust fullvissir um að allar ákvarðanir í málinu hefðu verið teknar á réttum, faglegum forsendum.Að laga brotalamir og auka gæði Vegna þessa skal tekið fram: Umfjöllun Kveiks um þetta tiltekna barnaverndarmál var byggð á þeim staðreyndum sem fyrir liggja í málinu. Eftirlitsaðili, Barnaverndarstofa, hefur rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að alvarleg mistök hafi verið gerð við vinnslu þess. Þetta eru staðreyndir málsins. Umfjöllunin var yfirveguð og æsingslaus en bent var á vankanta. Þær ábendingar eru tækifæri til að laga brotalamir, auka gæði þjónustu og efla traust almennings. Ekkert kerfi er fullkomið, ekki heldur þótt starfsfólk þess vilji vel. Og ekkert kerfi er yfir gagnrýni hafið, ekki heldur þau sem snúa að viðkvæmum málum. Í grein starfsmanna Barnaverndar Hafnarfjarðar má þó skynja viðhorf sem er þvert á þetta; að ekki eigi að gagnrýna eða fjalla um viðkvæm mál. Slíkt viðhorf er varhugavert og vonandi vanhugsað hjá þessum starfsmönnum barnaverndar sem við efumst ekki um að vinni erfitt starf sitt af miklum heilindum. Eins og vinnureglur RÚV segja til um, var óskað eftir svörum frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur um umfjöllunarefni Kveiks með góðum fyrirvara. Forsvarsmenn hennar kusu að svara engu, hvorki um það hvort verkferlum hafi verið breytt, svo koma megi í veg fyrir að álíka mistök verði gerð í starfi nefndarinnar, né um mögulega áminningu. Byggt á gögnum og staðreyndum Þó allir séu meðvitaðir um að aðgát skuli höfð í nærveru sálar og að gæta þurfi að persónuverndarsjónarmiðum, þá er uppi rík krafa um aukið gegnsæi í samfélaginu og það gildir um barnaverndarstarf eins og önnur svið samfélagsins. Starfsmenn hljóta að vera tilbúnir að rökstyðja afdrifaríkar ákvarðanir faglega og til að taka ábendingum eftirlitsaðila um það sem miður fer. Til samanburðar má nefna að flestar aðgerðir ganga vel á Landspítala en fyrir kemur að þar eru gerð mistök. Um þau er eðlilegt að sé fjallað og almenningi greint frá því hvernig eigi að koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Það eru almannahagsmunir og hluti þess hvernig stofnanir byggja upp traust. Það þjónar ekki almannahagsmunum að undanskilja ákveðna geira hins opinbera og halda því fram að um þá megi ekki fjalla. Í þessu tilfelli var það gert af fagmennsku og virðingu fyrir viðkvæmu umfjöllunarefni, byggt á gögnum og staðreyndum í málinu. Vonandi verður umfjöllun fjölmiðla til þess að bæta stöðu þessara mála enda er það eitt helsta markmið þeirra að vera hreyfiafl góðra verka.Höfundur er útvarpsstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfélagsstofnanir sem vinna í almannaþágu verða að þola umfjöllun og málefnalega gagnrýni. Byggi sú umfjöllun á staðreyndum er hún almennt til gagns. Sé brugðist við eykur það gæði þjónustu og um leið traust almennings. Þetta á jafnt við um barnaverndarnefndir og Ríkisútvarpið. RÚV hefur að undanförnu fjallað ítarlega um barnaverndarmál enda enginn vafi á því að í þessum málum er mikið í húfi. Börn þurfa vernd og umhyggju, ekki síst þegar á bjátar og leita þarf ásjár yfirvalda, eins og barnaverndarnefnda. Nú í vikunni rituðu nokkrir starfsmenn Barnaverndar Hafnarfjarðar grein í Fréttablaðið og vöktu athygli útvarpsstjóra á því hve erfitt og vandmeðfarið starf barnaverndarstarfsfólks er. Þeir gerðu jafnframt athugasemdir við umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um tiltekið barnaverndarmál sem var á borði Barnaverndar Reykjavíkur. Í greininni tóku þeir reyndar sérstaklega fram að þeir þekktu málið ekki efnislega en sögðust fullvissir um að allar ákvarðanir í málinu hefðu verið teknar á réttum, faglegum forsendum.Að laga brotalamir og auka gæði Vegna þessa skal tekið fram: Umfjöllun Kveiks um þetta tiltekna barnaverndarmál var byggð á þeim staðreyndum sem fyrir liggja í málinu. Eftirlitsaðili, Barnaverndarstofa, hefur rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að alvarleg mistök hafi verið gerð við vinnslu þess. Þetta eru staðreyndir málsins. Umfjöllunin var yfirveguð og æsingslaus en bent var á vankanta. Þær ábendingar eru tækifæri til að laga brotalamir, auka gæði þjónustu og efla traust almennings. Ekkert kerfi er fullkomið, ekki heldur þótt starfsfólk þess vilji vel. Og ekkert kerfi er yfir gagnrýni hafið, ekki heldur þau sem snúa að viðkvæmum málum. Í grein starfsmanna Barnaverndar Hafnarfjarðar má þó skynja viðhorf sem er þvert á þetta; að ekki eigi að gagnrýna eða fjalla um viðkvæm mál. Slíkt viðhorf er varhugavert og vonandi vanhugsað hjá þessum starfsmönnum barnaverndar sem við efumst ekki um að vinni erfitt starf sitt af miklum heilindum. Eins og vinnureglur RÚV segja til um, var óskað eftir svörum frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur um umfjöllunarefni Kveiks með góðum fyrirvara. Forsvarsmenn hennar kusu að svara engu, hvorki um það hvort verkferlum hafi verið breytt, svo koma megi í veg fyrir að álíka mistök verði gerð í starfi nefndarinnar, né um mögulega áminningu. Byggt á gögnum og staðreyndum Þó allir séu meðvitaðir um að aðgát skuli höfð í nærveru sálar og að gæta þurfi að persónuverndarsjónarmiðum, þá er uppi rík krafa um aukið gegnsæi í samfélaginu og það gildir um barnaverndarstarf eins og önnur svið samfélagsins. Starfsmenn hljóta að vera tilbúnir að rökstyðja afdrifaríkar ákvarðanir faglega og til að taka ábendingum eftirlitsaðila um það sem miður fer. Til samanburðar má nefna að flestar aðgerðir ganga vel á Landspítala en fyrir kemur að þar eru gerð mistök. Um þau er eðlilegt að sé fjallað og almenningi greint frá því hvernig eigi að koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Það eru almannahagsmunir og hluti þess hvernig stofnanir byggja upp traust. Það þjónar ekki almannahagsmunum að undanskilja ákveðna geira hins opinbera og halda því fram að um þá megi ekki fjalla. Í þessu tilfelli var það gert af fagmennsku og virðingu fyrir viðkvæmu umfjöllunarefni, byggt á gögnum og staðreyndum í málinu. Vonandi verður umfjöllun fjölmiðla til þess að bæta stöðu þessara mála enda er það eitt helsta markmið þeirra að vera hreyfiafl góðra verka.Höfundur er útvarpsstjóri
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun