Margar eru skýrslurnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. apríl 2018 10:00 „Ráðherra hefur skipað nefnd,“ er setning sem hljómar ofur kunnuglega í eyrum landsmanna. Nefndir og skýrslur eru nefnilega ær og kýr ráðherra. Það er eins og stjórnvöldum finnist að ekki sé hægt að taka á vanda fyrr en búið sé að kortleggja hann í skýrslu, jafnvel þótt hann blasi við öllum. Af þessu leiðir að hinar óteljandi nefndir skila iðulega niðurstöðum sem geta ekki flokkast öðruvísi en sem almenn tíðindi. Enn ein skýrslan leit dagsins ljós á dögunum. Það er skýrsla um þolmörk ferðamennsku, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Eins og oft kemur fyrir í skýrslum eru í þessari skýrslu sögð óskemmtileg tíðindi sem koma þó engan veginn á óvart. Niðurstaðan er sú að álagið á ýmsar náttúruperlur og friðlýst svæði vegna ágangs ferðamanna sé orðið svo mikið að staðirnir séu hreinlega í hættu. Þar skorti stýringu, vörslu og vöktun. Ekki flokkast þetta sem stórfréttir. Landsmenn hafa gert sér grein fyrir þessari stöðu mála í nokkurn tíma og ekki hefði hún átt að fara fram hjá stjórnvöldum. En í þessum málum, eins og of mörgum öðrum, er lítið gert. Það bitnar á náttúru landsins. Ekki þarf annað en að leggja leið sína að Geysi og Gullfossi til að sjá hversu illa leiknir þessir staðir eru og hið sama á við um fjölmörg önnur svæði. Þessi eyðilegging varð ekki á einum degi heldur á löngum tíma þannig að næg tækifæri hefðu átt að vera til aðgerða. Það er alkunn staðreynd að náttúran er viðkvæm og þarfnast verndar fyrir ágangi. Þegar kemur að ferðamennsku hér á landi hefur gróðasjónarmið of oft verið sett í forgang, reyndar svo mjög að stundum hefur virst sem náttúruspjöll séu einfaldlega flokkuð sem ákveðinn fórnarkostnaður. Eða hvernig má öðruvísi skýra það hversu hægt gengur að grípa til aðgerða, þótt alvara málsins sé ljós? Ferðamálaráðherra boðar aðgerðir en segir um leið að málið sé flókið, til dæmis sé óljóst hver beri ábyrgðina, sum svæði séu í eigu ríkisins en önnur í eigu sveitarfélaga og einstaklinga. Ekki hljómar þetta svo ofur flókið, þarna þurfa ríki, sveitarfélög og einstaklingar einfaldlega að leggjast á eitt. Örugglega eru þar einhverjir sem eru einungis með gróðasjónarmið í huga en ekki náttúruvernd, en það er einnig hagur peningaaflanna að náttúran fái að njóta sín. Ferðamenn koma til að sjá náttúruna og dást að henni og eru tilbúnir að greiða fyrir þá upplifun. Það er sameiginlegur hagur allra, bæði náttúruverndarsinna og gróðahyggjumanna, að vernda íslenska náttúru. Það er síðan fullkomlega ljóst hverjir bera siðferðilega ábyrgð á íslenskri náttúru. Það gerum við öll. Það er skylda okkar að hlúa að náttúru landsins og vernda hana. Það verður eilífur smánarblettur á þessari þjóð ef hún ætlar að horfa aðgerðarlaus upp á eyðileggingu á náttúruperlum landsins. Grípa þarf til aðgerða og það strax. Við getum ekki beðið lengur. Flóknara er það nú ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
„Ráðherra hefur skipað nefnd,“ er setning sem hljómar ofur kunnuglega í eyrum landsmanna. Nefndir og skýrslur eru nefnilega ær og kýr ráðherra. Það er eins og stjórnvöldum finnist að ekki sé hægt að taka á vanda fyrr en búið sé að kortleggja hann í skýrslu, jafnvel þótt hann blasi við öllum. Af þessu leiðir að hinar óteljandi nefndir skila iðulega niðurstöðum sem geta ekki flokkast öðruvísi en sem almenn tíðindi. Enn ein skýrslan leit dagsins ljós á dögunum. Það er skýrsla um þolmörk ferðamennsku, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Eins og oft kemur fyrir í skýrslum eru í þessari skýrslu sögð óskemmtileg tíðindi sem koma þó engan veginn á óvart. Niðurstaðan er sú að álagið á ýmsar náttúruperlur og friðlýst svæði vegna ágangs ferðamanna sé orðið svo mikið að staðirnir séu hreinlega í hættu. Þar skorti stýringu, vörslu og vöktun. Ekki flokkast þetta sem stórfréttir. Landsmenn hafa gert sér grein fyrir þessari stöðu mála í nokkurn tíma og ekki hefði hún átt að fara fram hjá stjórnvöldum. En í þessum málum, eins og of mörgum öðrum, er lítið gert. Það bitnar á náttúru landsins. Ekki þarf annað en að leggja leið sína að Geysi og Gullfossi til að sjá hversu illa leiknir þessir staðir eru og hið sama á við um fjölmörg önnur svæði. Þessi eyðilegging varð ekki á einum degi heldur á löngum tíma þannig að næg tækifæri hefðu átt að vera til aðgerða. Það er alkunn staðreynd að náttúran er viðkvæm og þarfnast verndar fyrir ágangi. Þegar kemur að ferðamennsku hér á landi hefur gróðasjónarmið of oft verið sett í forgang, reyndar svo mjög að stundum hefur virst sem náttúruspjöll séu einfaldlega flokkuð sem ákveðinn fórnarkostnaður. Eða hvernig má öðruvísi skýra það hversu hægt gengur að grípa til aðgerða, þótt alvara málsins sé ljós? Ferðamálaráðherra boðar aðgerðir en segir um leið að málið sé flókið, til dæmis sé óljóst hver beri ábyrgðina, sum svæði séu í eigu ríkisins en önnur í eigu sveitarfélaga og einstaklinga. Ekki hljómar þetta svo ofur flókið, þarna þurfa ríki, sveitarfélög og einstaklingar einfaldlega að leggjast á eitt. Örugglega eru þar einhverjir sem eru einungis með gróðasjónarmið í huga en ekki náttúruvernd, en það er einnig hagur peningaaflanna að náttúran fái að njóta sín. Ferðamenn koma til að sjá náttúruna og dást að henni og eru tilbúnir að greiða fyrir þá upplifun. Það er sameiginlegur hagur allra, bæði náttúruverndarsinna og gróðahyggjumanna, að vernda íslenska náttúru. Það er síðan fullkomlega ljóst hverjir bera siðferðilega ábyrgð á íslenskri náttúru. Það gerum við öll. Það er skylda okkar að hlúa að náttúru landsins og vernda hana. Það verður eilífur smánarblettur á þessari þjóð ef hún ætlar að horfa aðgerðarlaus upp á eyðileggingu á náttúruperlum landsins. Grípa þarf til aðgerða og það strax. Við getum ekki beðið lengur. Flóknara er það nú ekki.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar