Þú veist þetta allt Jóhannes Kr. Kristjánsson skrifar 12. apríl 2018 07:00 Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. Þú veist það, Halldór, að þegar börnin okkar veikjast lífshættulega þá er brunað með þau á barnaspítalann þar sem læknateymi tekur á móti þeim og hefur lífsbjargandi meðferð. Allt er gert til að bjarga barninu. Þú veist það líka, Halldór, að þegar barn í neyslu lífshættulegra fíkniefna þarf lífsbjargandi meðferð þá eru úrræðin fá og jafnvel ekki til staðar. Þú veist það, Halldór, að þínu starfi fylgir mjög mikil ábyrgð. Ef við berum saman barnaspítalann og meðferðarkerfi barna þá ert þú yfirlæknirinn yfir meðferðarkerfinu. Sem slíkur átt þú að finna allar mögulegar leiðir til að bjarga börnum í neyslu. Þú átt að hlusta á „læknana“ sem hafa skoðað og greint „sjúklingana“ og eru með rökstuddar tillögur um lífsbjargandi meðferð. Þú átt að sjá til þess að „sjúklingarnir“ fái viðeigandi meðferð og þú átt að sjá til þess að úrræðin til lækninga séu sem best og sem flest. Þitt eina markmið á að vera að finna leiðir til að bjarga börnum sem eru í neyslu lífshættulegra fíkniefna. Síðustu ár hefur þú látið loka meðferðarheimilum barna víðsvegar um landið. Á sama tíma hefur þú lagt alla þína krafta í MST-meðferðarkerfið sem gengur út á að barnið fái meðferð í sínu umhverfi – inni á heimilinu. Þú veist það jafnvel og ég að MST-kerfið virkar ekki fyrir börn sem eru komin í lífshættulega neyslu fíkniefna. Þú veist að MST getur virkað ágætlega fyrir börn sem eru á fyrstu stigum hegðunarvanda og það gæti hentað ágætlega sem eftirmeðferðarúrræði fyrir börn sem eru að koma úr langtímameðferð. Þú veist líka að MST-meðferðarkerfið er í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiðir þóknanir fyrir að nota. Þú veist að það er til myndband af börnunum á meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem voru að sniffa úr gaskút í helgarleyfi í sumarbústað með starfsmönnum meðferðarheimilisins. Ég veit að Barnaverndarstofa fékk upplýsingar um neyslu barnanna en kaus að láta barnaverndarnefndir þeirra sem áttu í hlut ekki vita. Þú veist hvað starfsmennirnir á meðferðargólfinu segja um ástandið í meðferðarmálum barna í dag! Þeir segja frá allt öðrum veruleika en þú sagðir frá í Kastljósi RÚV í vikunni. Þeir segja að MST-meðferðarkerfið virki ekki fyrir börn með mjög erfiðan hegðunarvanda eða börn í lífshættulegri neyslu fíkniefna. Þeir segja að það vanti sérhæfð meðferðarheimili. Þeir segja að ekki sé hlustað á þeirra tillögur um úrbætur í meðferðarkerfinu. Þeir segja að þú og aðrir starfsmenn Barnaverndarstofu þaggið niður í þeim þegar þeir vilji gagnrýna meðferðarkerfið sem þú stjórnar. Veistu hvað þú ert búinn að gera, Halldór? Þú hefur byggt upp kerfi sem stjórnað er af örfáum einstaklingum sem sitja við skrifborð í turni Barnaverndarstofu og gefa ordrur um hitt og þetta án samráðs við mikilvæga starfsfólkið sem vinnur við að reyna að bjarga börnunum okkar. Það fólk er að gefast upp í starfi sínu – það eina sem heldur í það eru þessir pínulitlu sigrar þegar það sér á eftir barni nokkuð visst um að það muni pluma sig næstu mánuði og jafnvel til langframa. Ég styð starfsfólkið í meðferðarkerfinu sem er að vinna með erfiðustu börn landsins oft við bágbornar aðstæður. Ég styð samtökin Olnbogabörn og Sigvalda og Öddu sem eru nú að berjast fyrir lífi sonar síns. Ég stóð einu sinni í þeirra sporum þegar ég var að reyna að bjarga stelpunni minni. Það tókst því miður ekki en þú hefur nú tækifæri til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að byggja upp meðferðarkerfi sem hefur það eina markmið að bjarga börnunum okkar. Þú veist að það átt þú að gera, Halldór.Höfundur er blaðamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Opið bréf til Halldórs Haukssonar, sviðsstjóra meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. Þú veist það, Halldór, að þegar börnin okkar veikjast lífshættulega þá er brunað með þau á barnaspítalann þar sem læknateymi tekur á móti þeim og hefur lífsbjargandi meðferð. Allt er gert til að bjarga barninu. Þú veist það líka, Halldór, að þegar barn í neyslu lífshættulegra fíkniefna þarf lífsbjargandi meðferð þá eru úrræðin fá og jafnvel ekki til staðar. Þú veist það, Halldór, að þínu starfi fylgir mjög mikil ábyrgð. Ef við berum saman barnaspítalann og meðferðarkerfi barna þá ert þú yfirlæknirinn yfir meðferðarkerfinu. Sem slíkur átt þú að finna allar mögulegar leiðir til að bjarga börnum í neyslu. Þú átt að hlusta á „læknana“ sem hafa skoðað og greint „sjúklingana“ og eru með rökstuddar tillögur um lífsbjargandi meðferð. Þú átt að sjá til þess að „sjúklingarnir“ fái viðeigandi meðferð og þú átt að sjá til þess að úrræðin til lækninga séu sem best og sem flest. Þitt eina markmið á að vera að finna leiðir til að bjarga börnum sem eru í neyslu lífshættulegra fíkniefna. Síðustu ár hefur þú látið loka meðferðarheimilum barna víðsvegar um landið. Á sama tíma hefur þú lagt alla þína krafta í MST-meðferðarkerfið sem gengur út á að barnið fái meðferð í sínu umhverfi – inni á heimilinu. Þú veist það jafnvel og ég að MST-kerfið virkar ekki fyrir börn sem eru komin í lífshættulega neyslu fíkniefna. Þú veist að MST getur virkað ágætlega fyrir börn sem eru á fyrstu stigum hegðunarvanda og það gæti hentað ágætlega sem eftirmeðferðarúrræði fyrir börn sem eru að koma úr langtímameðferð. Þú veist líka að MST-meðferðarkerfið er í eigu bandarísks fyrirtækis sem Barnaverndarstofa greiðir þóknanir fyrir að nota. Þú veist að það er til myndband af börnunum á meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem voru að sniffa úr gaskút í helgarleyfi í sumarbústað með starfsmönnum meðferðarheimilisins. Ég veit að Barnaverndarstofa fékk upplýsingar um neyslu barnanna en kaus að láta barnaverndarnefndir þeirra sem áttu í hlut ekki vita. Þú veist hvað starfsmennirnir á meðferðargólfinu segja um ástandið í meðferðarmálum barna í dag! Þeir segja frá allt öðrum veruleika en þú sagðir frá í Kastljósi RÚV í vikunni. Þeir segja að MST-meðferðarkerfið virki ekki fyrir börn með mjög erfiðan hegðunarvanda eða börn í lífshættulegri neyslu fíkniefna. Þeir segja að það vanti sérhæfð meðferðarheimili. Þeir segja að ekki sé hlustað á þeirra tillögur um úrbætur í meðferðarkerfinu. Þeir segja að þú og aðrir starfsmenn Barnaverndarstofu þaggið niður í þeim þegar þeir vilji gagnrýna meðferðarkerfið sem þú stjórnar. Veistu hvað þú ert búinn að gera, Halldór? Þú hefur byggt upp kerfi sem stjórnað er af örfáum einstaklingum sem sitja við skrifborð í turni Barnaverndarstofu og gefa ordrur um hitt og þetta án samráðs við mikilvæga starfsfólkið sem vinnur við að reyna að bjarga börnunum okkar. Það fólk er að gefast upp í starfi sínu – það eina sem heldur í það eru þessir pínulitlu sigrar þegar það sér á eftir barni nokkuð visst um að það muni pluma sig næstu mánuði og jafnvel til langframa. Ég styð starfsfólkið í meðferðarkerfinu sem er að vinna með erfiðustu börn landsins oft við bágbornar aðstæður. Ég styð samtökin Olnbogabörn og Sigvalda og Öddu sem eru nú að berjast fyrir lífi sonar síns. Ég stóð einu sinni í þeirra sporum þegar ég var að reyna að bjarga stelpunni minni. Það tókst því miður ekki en þú hefur nú tækifæri til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að byggja upp meðferðarkerfi sem hefur það eina markmið að bjarga börnunum okkar. Þú veist að það átt þú að gera, Halldór.Höfundur er blaðamaður
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun