Byggðasöfn og brauð Guðrún Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2018 07:00 Ísland, sækjum það heim, var mikið notað slagorð í lok síðustu aldar, ætlað til að fjölga komum ferðamanna. Margt hefur breyst síðan þá og við tökum nú árlega á móti margföldum íbúafjölda landsins. Náttúran, sagan og menningin heilla ferðamenn. Þegar þeir eru komnir út á land leita margir þeirra að byggðasöfnunum (staðbundnum minjasöfnum): „Where is the local museum?“ Söfnin hafa brugðist vel við. Frásagnarmáti þeirra hefur breyst. Þau hafa lagað sig að áherslum í ferðaþjónustu og gefa, mörg hver, erlendum ferðalöngum tækifæri til að kynna sér svæðisbundna menningu. Mýtan um aska og rokka í röðum á ekki lengur við. Söfnin eru menningarhús, full af lífi. Kjarni sýninga þeirra er samt alltaf sá sami: ekta safngripir. Um það er spurt: „Is this original?“ Það fylgir því sérstök tilfinning að sjá upprunalega muni og fólk leitar einmitt að þeim. Byggðasöfnin eru eins og gott brauð, meðlæti sem er hluti upplifunarinnar. Við stöndum á krossgötum. Aðstaða og afþreying fyrir ferðamenn er í mikilli uppbyggingu og það er vel. Fróðleikur um liðinn tíma, sögu byggðanna, skiptir máli. Miðlun hans er á ábyrgð sveitarfélaganna, sem eiga flest byggðasöfnin. Íbúar byggðanna komu þeim á fót á sínum tíma. Mörg þeirra búa við erfið rekstrarskilyrði. Þau eru ekki ofarlega á lista sveitarstjórnarmanna þegar önnur útgjöld kalla.Sigríður Sigurðardóttir er fráfarandi safnstjóri í SkagafirðiSöfn hafa orðið fyrir ruðningsáhrifum frá uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu. Þau koma í ljós í ýmsum myndum. Margir sveitarstjórnarmenn virðast telja að ferðamenn vilji fremur sjá glæstar tilbúnar sýningar heldur en upprunalega muni, sem eru látnir víkja. Þess eru jafnvel dæmi að grunnsýningar hafi verið teknar niður og safnkosti pakkað niður í kassa og hann lent í húsnæðishraki. Slíkum aðgerðum fylgir hætta á þekkingarrofi og skemmdum. Við þær aðstæður er menningararfinum hætta búin. Fólk vill geta kynnt sér söguna og sjá upprunalega gripi sem tengjast henni; upplifa hið raunverulega. Brottfluttir íbúar vilja heimsækja gamlar slóðir og rifja upp gamlar minningar, fræðimenn vilja rannsaka, skólanemar eiga að fá fræðslu. Nú ræða sveitarstjórnarmenn hvers það sé að reka minjasöfn. Aðgerða er þörf eigi áfram að vera hægt að stunda öflugt safnastarf í þessu landi. Margra áratuga menningarstarf er í hættu. Land sem missir tengsl við sögu sína verður fátækt land, jafnvel þótt þar séu mörg hótel. ... Nútíð við fortíð nornirnar tengja. Heilögum síma, högg ei það band ! – Steingrímur Thorsteinsson Bregðumst ekki framtíðinni með því að skera á þráðinn. Við köllum eftir annarri forgangsröðun.Höfundar hafa starfað sem safnstjórar í Borgarfirði og Skagafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ísland, sækjum það heim, var mikið notað slagorð í lok síðustu aldar, ætlað til að fjölga komum ferðamanna. Margt hefur breyst síðan þá og við tökum nú árlega á móti margföldum íbúafjölda landsins. Náttúran, sagan og menningin heilla ferðamenn. Þegar þeir eru komnir út á land leita margir þeirra að byggðasöfnunum (staðbundnum minjasöfnum): „Where is the local museum?“ Söfnin hafa brugðist vel við. Frásagnarmáti þeirra hefur breyst. Þau hafa lagað sig að áherslum í ferðaþjónustu og gefa, mörg hver, erlendum ferðalöngum tækifæri til að kynna sér svæðisbundna menningu. Mýtan um aska og rokka í röðum á ekki lengur við. Söfnin eru menningarhús, full af lífi. Kjarni sýninga þeirra er samt alltaf sá sami: ekta safngripir. Um það er spurt: „Is this original?“ Það fylgir því sérstök tilfinning að sjá upprunalega muni og fólk leitar einmitt að þeim. Byggðasöfnin eru eins og gott brauð, meðlæti sem er hluti upplifunarinnar. Við stöndum á krossgötum. Aðstaða og afþreying fyrir ferðamenn er í mikilli uppbyggingu og það er vel. Fróðleikur um liðinn tíma, sögu byggðanna, skiptir máli. Miðlun hans er á ábyrgð sveitarfélaganna, sem eiga flest byggðasöfnin. Íbúar byggðanna komu þeim á fót á sínum tíma. Mörg þeirra búa við erfið rekstrarskilyrði. Þau eru ekki ofarlega á lista sveitarstjórnarmanna þegar önnur útgjöld kalla.Sigríður Sigurðardóttir er fráfarandi safnstjóri í SkagafirðiSöfn hafa orðið fyrir ruðningsáhrifum frá uppbyggingu fyrir ferðaþjónustu. Þau koma í ljós í ýmsum myndum. Margir sveitarstjórnarmenn virðast telja að ferðamenn vilji fremur sjá glæstar tilbúnar sýningar heldur en upprunalega muni, sem eru látnir víkja. Þess eru jafnvel dæmi að grunnsýningar hafi verið teknar niður og safnkosti pakkað niður í kassa og hann lent í húsnæðishraki. Slíkum aðgerðum fylgir hætta á þekkingarrofi og skemmdum. Við þær aðstæður er menningararfinum hætta búin. Fólk vill geta kynnt sér söguna og sjá upprunalega gripi sem tengjast henni; upplifa hið raunverulega. Brottfluttir íbúar vilja heimsækja gamlar slóðir og rifja upp gamlar minningar, fræðimenn vilja rannsaka, skólanemar eiga að fá fræðslu. Nú ræða sveitarstjórnarmenn hvers það sé að reka minjasöfn. Aðgerða er þörf eigi áfram að vera hægt að stunda öflugt safnastarf í þessu landi. Margra áratuga menningarstarf er í hættu. Land sem missir tengsl við sögu sína verður fátækt land, jafnvel þótt þar séu mörg hótel. ... Nútíð við fortíð nornirnar tengja. Heilögum síma, högg ei það band ! – Steingrímur Thorsteinsson Bregðumst ekki framtíðinni með því að skera á þráðinn. Við köllum eftir annarri forgangsröðun.Höfundar hafa starfað sem safnstjórar í Borgarfirði og Skagafirði
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun