Blettaskallaskáldskapur Þorvaldur Gylfason skrifar 12. apríl 2018 07:00 Þetta gerðist. Lögreglan kom þar að sem hópur manna hafði brotizt inn í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-byggingunni í Washington að næturlagi til að ræna skjölum sem menn Nixons forseta hugðust nota honum til framdráttar í forsetakosningunum þá um haustið. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði innbrotsþjófunum tekizt að forða sér öllum nema einum. Hann var handsamaður. Þetta þótti sumum ranglátt: Að taka bara einn þegar allir hinir sluppu! Fjórðungur þingmanna lagði til í þinginu að ræninginn sem var handsamaður skyldi opinberlega beðinn afsökunar á að hafa verið ákærður og dæmdur. Byrjum aftur. Þetta gerðist auðvitað ekki að öðru leyti en því að innbrotið var sem sagt framið í júní 1972, ræningjarnir voru allir handteknir á staðnum, ákærðir og dæmdir í fangelsi og Nixon forseti hrökklaðist frá völdum tveim árum síðar þegar ljóst var orðið að hann hafði verið með í ráðum og hindrað framgang réttvísinnar með því að reyna að hylja spor þjófanna. Hann vissi sem var að hefði hann ekki sagt af sér hefði þingið sett hann af.„Af stórfelldu gáleysi“Þingsályktunartillaga 15 þingmanna um að Alþingi biðji fv. forsætisráðherra afsökunar á að hafa ákært hann 2010 fyrir vanrækslu í aðdraganda hrunsins afhjúpar skeytingarleysi um lög og rétt og um fórnarlömb hrunsins sem misstu heimili sín og aleigu þúsundum saman eins og Agnar Kr. Þorsteinsson tölvunarfræðingur lýsti í leiftrandi grein í Stundinni. Alþingi ákærði ráðherrann m.a. fyrir „alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við ...“ Sé maður ákærður og síðan fundinn saklaus fyrir rétti kann að vera ástæða til að biðja hann afsökunar. Sé framið dómsmorð, þ.e. sé saklaus maður dæmdur, er full ástæða til að biðja hann afsökunar. Hvorugt á við um tillöguna sem liggur nú fyrir Alþingi. Landsdómur undir forustu forseta Hæstaréttar dæmdi ráðherrann fv. sekan um brot gegn stjórnarskránni en gerði honum ekki refsingu þar eð um fyrsta brot var að ræða. Flutningsmenn þingályktunartillögunnar fullyrða í greinargerð: „Niðurstaða landsdóms sýnir að ekki var tilefni til ákæru.“ Þessi fullyrðing er úr lausu lofti gripin enda fór Landsdómur hörðum orðum um embættisfærslu ráðherrans í dómi sínum þar sem segir m.a.: „Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og þar með heill ríkisins … með þeim afleiðingum að ekki var um þau málefni fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar.“ Þá verður fjandinn laus Þingmennirnir 15 eru ekki einir á báti. Margir repúblikanar á Bandaríkjaþingi krefjast þess nú líkt og forsetinn að Robert Mueller saksóknara sem rannsakar meint ólögleg Rússatengsl Trumps forseta og manna hans verði vikið frá störfum og rannsóknin lögð niður. Þessa kröfu leggja repúblikanar fram enda þótt einn maður hafi þegar fengið dóm og þrír aðrir hafi þegar verið ákærðir fyrir lögbrot sem saksóknarinn komst að. Mennirnir hegða sér eins og þeir kunni ekki að hugsa eða kunni ekki að skammast sín. Húsleit alríkislögreglunnar FBI hjá einkalögfræðingi forsetans fyrr í vikunni vegna meintra lögbrota og hörð viðbrögð forsetans við húsleitinni þykja nú hafa aukið líkurnar á að forsetinn víki Mueller saksóknara úr starfi. Þá verður fjandinn laus líkt og eftir innbrotið í Watergate 1972.Kveðja til Trumps Luigi Zingales er Ítali, prófessor í hagfræði í Chicago-háskóla. Hann birti grein í New York Times eftir kosningarnar 2016 til að vara andstæðinga Trumps, nýkjörins forseta, við því að hæðast um of að honum. Það mun engum árangri skila, sagði Zingales. Ítalar gerðu endalaust grín að Silvio Berlusconi og sátu samt uppi með hann sem forsætisráðherra von úr viti. Ég leyfi mér samt að skilja eftirfarandi limru Kristjáns Hreinssonar skálds og heimspekings um Káin, vestur-íslenzka skáldið, svo að hún fjalli um frísúru Trumps Bandaríkjaforseta sem vakti fyrir nokkru heimsathygli þegar léttur vindur lék um höfuð forsetans:Víst náði hann Káinn til Klettafjallaog komst þarna stundum í rétta halla,hann settist þar aðvar sáttur við þaðen svo var hann líka með blettaskalla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Þetta gerðist. Lögreglan kom þar að sem hópur manna hafði brotizt inn í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-byggingunni í Washington að næturlagi til að ræna skjölum sem menn Nixons forseta hugðust nota honum til framdráttar í forsetakosningunum þá um haustið. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði innbrotsþjófunum tekizt að forða sér öllum nema einum. Hann var handsamaður. Þetta þótti sumum ranglátt: Að taka bara einn þegar allir hinir sluppu! Fjórðungur þingmanna lagði til í þinginu að ræninginn sem var handsamaður skyldi opinberlega beðinn afsökunar á að hafa verið ákærður og dæmdur. Byrjum aftur. Þetta gerðist auðvitað ekki að öðru leyti en því að innbrotið var sem sagt framið í júní 1972, ræningjarnir voru allir handteknir á staðnum, ákærðir og dæmdir í fangelsi og Nixon forseti hrökklaðist frá völdum tveim árum síðar þegar ljóst var orðið að hann hafði verið með í ráðum og hindrað framgang réttvísinnar með því að reyna að hylja spor þjófanna. Hann vissi sem var að hefði hann ekki sagt af sér hefði þingið sett hann af.„Af stórfelldu gáleysi“Þingsályktunartillaga 15 þingmanna um að Alþingi biðji fv. forsætisráðherra afsökunar á að hafa ákært hann 2010 fyrir vanrækslu í aðdraganda hrunsins afhjúpar skeytingarleysi um lög og rétt og um fórnarlömb hrunsins sem misstu heimili sín og aleigu þúsundum saman eins og Agnar Kr. Þorsteinsson tölvunarfræðingur lýsti í leiftrandi grein í Stundinni. Alþingi ákærði ráðherrann m.a. fyrir „alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við ...“ Sé maður ákærður og síðan fundinn saklaus fyrir rétti kann að vera ástæða til að biðja hann afsökunar. Sé framið dómsmorð, þ.e. sé saklaus maður dæmdur, er full ástæða til að biðja hann afsökunar. Hvorugt á við um tillöguna sem liggur nú fyrir Alþingi. Landsdómur undir forustu forseta Hæstaréttar dæmdi ráðherrann fv. sekan um brot gegn stjórnarskránni en gerði honum ekki refsingu þar eð um fyrsta brot var að ræða. Flutningsmenn þingályktunartillögunnar fullyrða í greinargerð: „Niðurstaða landsdóms sýnir að ekki var tilefni til ákæru.“ Þessi fullyrðing er úr lausu lofti gripin enda fór Landsdómur hörðum orðum um embættisfærslu ráðherrans í dómi sínum þar sem segir m.a.: „Ákærði er í máli þessu sakfelldur fyrir að hafa af stórfelldu gáleysi látið farast fyrir að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni eins og fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir að honum hlaut að vera ljós sá háski, sem vofði yfir bankakerfinu og þar með heill ríkisins … með þeim afleiðingum að ekki var um þau málefni fjallað á vettvangi ríkisstjórnarinnar.“ Þá verður fjandinn laus Þingmennirnir 15 eru ekki einir á báti. Margir repúblikanar á Bandaríkjaþingi krefjast þess nú líkt og forsetinn að Robert Mueller saksóknara sem rannsakar meint ólögleg Rússatengsl Trumps forseta og manna hans verði vikið frá störfum og rannsóknin lögð niður. Þessa kröfu leggja repúblikanar fram enda þótt einn maður hafi þegar fengið dóm og þrír aðrir hafi þegar verið ákærðir fyrir lögbrot sem saksóknarinn komst að. Mennirnir hegða sér eins og þeir kunni ekki að hugsa eða kunni ekki að skammast sín. Húsleit alríkislögreglunnar FBI hjá einkalögfræðingi forsetans fyrr í vikunni vegna meintra lögbrota og hörð viðbrögð forsetans við húsleitinni þykja nú hafa aukið líkurnar á að forsetinn víki Mueller saksóknara úr starfi. Þá verður fjandinn laus líkt og eftir innbrotið í Watergate 1972.Kveðja til Trumps Luigi Zingales er Ítali, prófessor í hagfræði í Chicago-háskóla. Hann birti grein í New York Times eftir kosningarnar 2016 til að vara andstæðinga Trumps, nýkjörins forseta, við því að hæðast um of að honum. Það mun engum árangri skila, sagði Zingales. Ítalar gerðu endalaust grín að Silvio Berlusconi og sátu samt uppi með hann sem forsætisráðherra von úr viti. Ég leyfi mér samt að skilja eftirfarandi limru Kristjáns Hreinssonar skálds og heimspekings um Káin, vestur-íslenzka skáldið, svo að hún fjalli um frísúru Trumps Bandaríkjaforseta sem vakti fyrir nokkru heimsathygli þegar léttur vindur lék um höfuð forsetans:Víst náði hann Káinn til Klettafjallaog komst þarna stundum í rétta halla,hann settist þar aðvar sáttur við þaðen svo var hann líka með blettaskalla.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun