Amazon þvertekur fyrir að hlera samtöl notenda þrátt fyrir grunsamlega einkaleyfisumsókn Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2018 23:45 Echo-hátalarar Amazon eru raddstýrðir og því útbúnir hljóðnemum. Vísir/Getty Tæknirisinn Amazon þvertekur fyrir að hlera samtöl viðskiptavina sinna. Tilefnið er umsókn fyrirtækisins um einkaleyfi á sérstakri tækni, sem byggir á því að hlusta eftir ákveðnum stikkorðum í téðum samtölum. Þessi stikkorð verði svo hægt að nota til að beina sérsniðnum auglýsingum að notendum. BBC greinir frá. Umræddum algrími (e. algorithm) er lýst í einkaleyfisumsókninni. Í henni er gert ráð fyrir að hægt verði að hlusta á samræður notenda og safna þannig upplýsingum um þá. Þegar fréttir bárust af umsókninni veltu sérfræðingar því fyrir sér hvort koma ætti hinni nýju tækni fyrir í Echo-hátölurum Amazon, sem eru raddstýrðir og því útbúnir hljóðnemum.Sjá einnig: Óhugnanlegur hlátur Alexu hræðir notendur Í umsókninni segir enn fremur að algrímið myndi nýta sér „stikkorð“ á borð við „mér líkar“ og „ég elska“ til að sigta út hluti sem eru notendum hugleiknir. Þessir hlutir yrðu svo notaðir í sérsniðnar auglýsingar handa hverjum notanda fyrir sig. Amazon hefur hins vegar gefið það út að fyrirtækið nýti sér ekki tækni til að hlera samtöl viðskiptavina sinna. Þá segir einnig í yfirlýsingu að Amazon „taki persónuvernd alvarlega“ og að umsóknir um einkaleyfi „endurspegli ekki endilega vöruþróun innan fyrirtæksins á þessum tímapunkti.“Mark Zuckerberg á leið á fund þingnefndar í gær. Þar þurfti hann að svara fyrir ýmislegt tengt persónuverndarmálum hjá fyrirtæki sínu, Facebook.Vísir/AFPMark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þurfti að svara fyrir sambærilegt mál frammi fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í gær en þingmaðurinn Gary Peters spurði hann hvort fyrirtækið hleraði samtöl notenda sinna í auglýsingaskyni. Í svari Zuckerberg kom fram að um væri að ræða þráláta samsæriskenningu. Hann, líkt og talsmenn Amazon, þvertók fyrir að hlusta á samtöl notenda. Amazon Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Tæknirisinn Amazon þvertekur fyrir að hlera samtöl viðskiptavina sinna. Tilefnið er umsókn fyrirtækisins um einkaleyfi á sérstakri tækni, sem byggir á því að hlusta eftir ákveðnum stikkorðum í téðum samtölum. Þessi stikkorð verði svo hægt að nota til að beina sérsniðnum auglýsingum að notendum. BBC greinir frá. Umræddum algrími (e. algorithm) er lýst í einkaleyfisumsókninni. Í henni er gert ráð fyrir að hægt verði að hlusta á samræður notenda og safna þannig upplýsingum um þá. Þegar fréttir bárust af umsókninni veltu sérfræðingar því fyrir sér hvort koma ætti hinni nýju tækni fyrir í Echo-hátölurum Amazon, sem eru raddstýrðir og því útbúnir hljóðnemum.Sjá einnig: Óhugnanlegur hlátur Alexu hræðir notendur Í umsókninni segir enn fremur að algrímið myndi nýta sér „stikkorð“ á borð við „mér líkar“ og „ég elska“ til að sigta út hluti sem eru notendum hugleiknir. Þessir hlutir yrðu svo notaðir í sérsniðnar auglýsingar handa hverjum notanda fyrir sig. Amazon hefur hins vegar gefið það út að fyrirtækið nýti sér ekki tækni til að hlera samtöl viðskiptavina sinna. Þá segir einnig í yfirlýsingu að Amazon „taki persónuvernd alvarlega“ og að umsóknir um einkaleyfi „endurspegli ekki endilega vöruþróun innan fyrirtæksins á þessum tímapunkti.“Mark Zuckerberg á leið á fund þingnefndar í gær. Þar þurfti hann að svara fyrir ýmislegt tengt persónuverndarmálum hjá fyrirtæki sínu, Facebook.Vísir/AFPMark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þurfti að svara fyrir sambærilegt mál frammi fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í gær en þingmaðurinn Gary Peters spurði hann hvort fyrirtækið hleraði samtöl notenda sinna í auglýsingaskyni. Í svari Zuckerberg kom fram að um væri að ræða þráláta samsæriskenningu. Hann, líkt og talsmenn Amazon, þvertók fyrir að hlusta á samtöl notenda.
Amazon Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira